Vilja fá veiðileyfagjaldið 8. desember 2004 00:01 Sveitastjórar átta sjávarbyggða hafa lagt til við þingmenn og ráðherra að veiðigjald á kvóta renni til byggðanna og skuldir þeirra í félagslegu íbúðakerfinu verði afskrifaðar. Þeir hittu formenn þingflokkanna, Árna Mathiesen sjávarútvegsráðherra og Árna Magnússon félagsmálaráðherra að máli í gær og óskuðu eftir viðræðum við ríkisvaldið um tillögurnar. Í tillögum sveitastjóranna segir að þetta þurfi að gera til að rétta af hag sjávarbyggða sem hafi versnað mjög með tilkomu kvótakerfisins og lögum um félagslegar íbúðir. Flestar byggðanna byggi afkomu sína á sjávarútvegi og fólk hafi flutt frá þeim vegna áhrifa kvótakerfisins. Þannig hafi tekjur byggðanna minnkað þó verkefnum hafi ekki fækkað. Bergur Elías Ágústsson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, er einn átta sveitarstjóra sem undirrituðu tillögurnar. Hann segist ekki efast um að þingmenn taki þeim vel. Hann segir að sjávarbyggðir eigi ekki einar að greiða herkostnað af upptöku kvótakerfisins. Sem dæmi megi nefna að í Vestmannaeyjum hafi störfum í fiskvinnslu fækkað um 615 á síðustu fimmtán árum. Á meðan hafi hundruðir starfa flust á höfuðborgarsvæðið sem rekja megi til breytinga á stjórn fiskveiða. "Hagsmunir byggðanna virðast ekki hafa verið ofarlega í hugum manna þegar stjórn fiskveiða var breytt á sínum tíma og því þarf að grípa til sértækra aðgerða til að koma sjávarbyggðunum til hjálpar." Byggðirnar myndu fá hátt í tíu milljarða króna ef skuldir þeirra vegna félagslega íbúðakerfisins yrðu felldar niður og árlegar tekjur af veiðigjaldi yrðu um 700 milljónir. Árni Mathiesen, sjávarútvegsráðherra segist hafa blendnar tilfinningar fyrir tillögunum. Það mæli á móti þeim að þegar sé gert ráð fyrir að veiðileyfagjaldið verði annars vegar notað til eftirlits og rannsóknar á fiskistofnunum og hins vegar til nýsköpunar og atvinnuppbyggingar. "Það ætti að þjóna sömu markmiðum og sveitarstjórarnir eru að reyna að ná með sínum tillögum," segir Árni. Hins vegar séu kannski einhverjar forsendur fyrir því að sjávarbyggðir fái eitthvað úr sameiginlegum sjóðum en það sé óskynsamlegt að tengja það veiðileyfagjaldinu. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Sjá meira
Sveitastjórar átta sjávarbyggða hafa lagt til við þingmenn og ráðherra að veiðigjald á kvóta renni til byggðanna og skuldir þeirra í félagslegu íbúðakerfinu verði afskrifaðar. Þeir hittu formenn þingflokkanna, Árna Mathiesen sjávarútvegsráðherra og Árna Magnússon félagsmálaráðherra að máli í gær og óskuðu eftir viðræðum við ríkisvaldið um tillögurnar. Í tillögum sveitastjóranna segir að þetta þurfi að gera til að rétta af hag sjávarbyggða sem hafi versnað mjög með tilkomu kvótakerfisins og lögum um félagslegar íbúðir. Flestar byggðanna byggi afkomu sína á sjávarútvegi og fólk hafi flutt frá þeim vegna áhrifa kvótakerfisins. Þannig hafi tekjur byggðanna minnkað þó verkefnum hafi ekki fækkað. Bergur Elías Ágústsson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, er einn átta sveitarstjóra sem undirrituðu tillögurnar. Hann segist ekki efast um að þingmenn taki þeim vel. Hann segir að sjávarbyggðir eigi ekki einar að greiða herkostnað af upptöku kvótakerfisins. Sem dæmi megi nefna að í Vestmannaeyjum hafi störfum í fiskvinnslu fækkað um 615 á síðustu fimmtán árum. Á meðan hafi hundruðir starfa flust á höfuðborgarsvæðið sem rekja megi til breytinga á stjórn fiskveiða. "Hagsmunir byggðanna virðast ekki hafa verið ofarlega í hugum manna þegar stjórn fiskveiða var breytt á sínum tíma og því þarf að grípa til sértækra aðgerða til að koma sjávarbyggðunum til hjálpar." Byggðirnar myndu fá hátt í tíu milljarða króna ef skuldir þeirra vegna félagslega íbúðakerfisins yrðu felldar niður og árlegar tekjur af veiðigjaldi yrðu um 700 milljónir. Árni Mathiesen, sjávarútvegsráðherra segist hafa blendnar tilfinningar fyrir tillögunum. Það mæli á móti þeim að þegar sé gert ráð fyrir að veiðileyfagjaldið verði annars vegar notað til eftirlits og rannsóknar á fiskistofnunum og hins vegar til nýsköpunar og atvinnuppbyggingar. "Það ætti að þjóna sömu markmiðum og sveitarstjórarnir eru að reyna að ná með sínum tillögum," segir Árni. Hins vegar séu kannski einhverjar forsendur fyrir því að sjávarbyggðir fái eitthvað úr sameiginlegum sjóðum en það sé óskynsamlegt að tengja það veiðileyfagjaldinu.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Sjá meira