Vilja fá veiðileyfagjaldið 8. desember 2004 00:01 Sveitastjórar átta sjávarbyggða hafa lagt til við þingmenn og ráðherra að veiðigjald á kvóta renni til byggðanna og skuldir þeirra í félagslegu íbúðakerfinu verði afskrifaðar. Þeir hittu formenn þingflokkanna, Árna Mathiesen sjávarútvegsráðherra og Árna Magnússon félagsmálaráðherra að máli í gær og óskuðu eftir viðræðum við ríkisvaldið um tillögurnar. Í tillögum sveitastjóranna segir að þetta þurfi að gera til að rétta af hag sjávarbyggða sem hafi versnað mjög með tilkomu kvótakerfisins og lögum um félagslegar íbúðir. Flestar byggðanna byggi afkomu sína á sjávarútvegi og fólk hafi flutt frá þeim vegna áhrifa kvótakerfisins. Þannig hafi tekjur byggðanna minnkað þó verkefnum hafi ekki fækkað. Bergur Elías Ágústsson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, er einn átta sveitarstjóra sem undirrituðu tillögurnar. Hann segist ekki efast um að þingmenn taki þeim vel. Hann segir að sjávarbyggðir eigi ekki einar að greiða herkostnað af upptöku kvótakerfisins. Sem dæmi megi nefna að í Vestmannaeyjum hafi störfum í fiskvinnslu fækkað um 615 á síðustu fimmtán árum. Á meðan hafi hundruðir starfa flust á höfuðborgarsvæðið sem rekja megi til breytinga á stjórn fiskveiða. "Hagsmunir byggðanna virðast ekki hafa verið ofarlega í hugum manna þegar stjórn fiskveiða var breytt á sínum tíma og því þarf að grípa til sértækra aðgerða til að koma sjávarbyggðunum til hjálpar." Byggðirnar myndu fá hátt í tíu milljarða króna ef skuldir þeirra vegna félagslega íbúðakerfisins yrðu felldar niður og árlegar tekjur af veiðigjaldi yrðu um 700 milljónir. Árni Mathiesen, sjávarútvegsráðherra segist hafa blendnar tilfinningar fyrir tillögunum. Það mæli á móti þeim að þegar sé gert ráð fyrir að veiðileyfagjaldið verði annars vegar notað til eftirlits og rannsóknar á fiskistofnunum og hins vegar til nýsköpunar og atvinnuppbyggingar. "Það ætti að þjóna sömu markmiðum og sveitarstjórarnir eru að reyna að ná með sínum tillögum," segir Árni. Hins vegar séu kannski einhverjar forsendur fyrir því að sjávarbyggðir fái eitthvað úr sameiginlegum sjóðum en það sé óskynsamlegt að tengja það veiðileyfagjaldinu. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Missti stjórn á bílnum og keyrði á fimm Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fleiri fréttir Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Sjá meira
Sveitastjórar átta sjávarbyggða hafa lagt til við þingmenn og ráðherra að veiðigjald á kvóta renni til byggðanna og skuldir þeirra í félagslegu íbúðakerfinu verði afskrifaðar. Þeir hittu formenn þingflokkanna, Árna Mathiesen sjávarútvegsráðherra og Árna Magnússon félagsmálaráðherra að máli í gær og óskuðu eftir viðræðum við ríkisvaldið um tillögurnar. Í tillögum sveitastjóranna segir að þetta þurfi að gera til að rétta af hag sjávarbyggða sem hafi versnað mjög með tilkomu kvótakerfisins og lögum um félagslegar íbúðir. Flestar byggðanna byggi afkomu sína á sjávarútvegi og fólk hafi flutt frá þeim vegna áhrifa kvótakerfisins. Þannig hafi tekjur byggðanna minnkað þó verkefnum hafi ekki fækkað. Bergur Elías Ágústsson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, er einn átta sveitarstjóra sem undirrituðu tillögurnar. Hann segist ekki efast um að þingmenn taki þeim vel. Hann segir að sjávarbyggðir eigi ekki einar að greiða herkostnað af upptöku kvótakerfisins. Sem dæmi megi nefna að í Vestmannaeyjum hafi störfum í fiskvinnslu fækkað um 615 á síðustu fimmtán árum. Á meðan hafi hundruðir starfa flust á höfuðborgarsvæðið sem rekja megi til breytinga á stjórn fiskveiða. "Hagsmunir byggðanna virðast ekki hafa verið ofarlega í hugum manna þegar stjórn fiskveiða var breytt á sínum tíma og því þarf að grípa til sértækra aðgerða til að koma sjávarbyggðunum til hjálpar." Byggðirnar myndu fá hátt í tíu milljarða króna ef skuldir þeirra vegna félagslega íbúðakerfisins yrðu felldar niður og árlegar tekjur af veiðigjaldi yrðu um 700 milljónir. Árni Mathiesen, sjávarútvegsráðherra segist hafa blendnar tilfinningar fyrir tillögunum. Það mæli á móti þeim að þegar sé gert ráð fyrir að veiðileyfagjaldið verði annars vegar notað til eftirlits og rannsóknar á fiskistofnunum og hins vegar til nýsköpunar og atvinnuppbyggingar. "Það ætti að þjóna sömu markmiðum og sveitarstjórarnir eru að reyna að ná með sínum tillögum," segir Árni. Hins vegar séu kannski einhverjar forsendur fyrir því að sjávarbyggðir fái eitthvað úr sameiginlegum sjóðum en það sé óskynsamlegt að tengja það veiðileyfagjaldinu.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Missti stjórn á bílnum og keyrði á fimm Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fleiri fréttir Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent