Köngulóin ræðst á Kaupmannahöfn 8. desember 2004 00:01 Það er merkileg sýn sem birtist á íslenskt viðskiptalíf í Berlingske Tidende. Þarna er komið fram nýtt hugtak - íslenska köngulóin. Kolkrabbinn er dauður, lifi köngulóin! Í þætti hjá mér var stungið upp á því að íslenskir bisnessmenn keyptu Berling, þetta gamla og virðulega blað, til að koma í veg fyrir að svona umfjöllun birtist aftur. Annars er spaugilegt að heyra hvernig sumir tala um innrás Íslendinga í danskt viðskiptalíf. Þeir sjá í þessu makleg málagjöld fyrir nýlendukúgun og arðrán. Jafnvel hefnd - eins og það skipti okkur launafólkið einhverju máli hvort íslenskur bisnessmaður eða danskur eignast Strikið. Í Íslandsklukkunni er sena þar sem er horft yfir Kaupmannahöfn, turna hennar og hallir, og sagt að þetta hafi allt verið byggt fyrir íslenskan auð. Maður getur svosem ekki láð Halldóri Laxness þó hann hafi tekið sér ákveðið skáldaleyfi; hængurinn er bara sá að margir á Íslandi kusu að trúa þessu - það féll vel inn í þjóðrembustemminguna í kringum lýðveldisstofnunina. Mér hefur alltaf þótt sennilegra að lítið hafi verið upp úr Íslandsversluninni að hafa. Skipaferðir voru stopular, áhættan mikil, og varla neinn lúxusvarningur sem héðan var fluttur. Fátækrafæði, gróf klæði á fátæklinga. 50 þúsund manns - mestanpart öreigalýður - eiga að hafa verið mikil uppspretta auðs. Varla líklegt. Svo má líka geta þess að Kaupmannahöfn er kannski ekki sú stórfenglega borg sem mörgum Íslendingum hefur virst hún. Turnarnir og hallirnar eru að takmörkuðu leyti úr gulli; flestar byggingarnar í raun smáar og lágreistar. Sívaliturn reyndist ekki vera það mannvirki sem manni var sagt frá í bernsku. Kaupmannahöfn er varla annað en útkjálkahöfuðborg - þótt Frónbúum hafi virst hún stór og merk. Svo koma íslenskrir bisnessmenn löngu síðar og hirða fínustu verslun Danaveldis (hvenær voru Danir síðast "veldi"?) fyrir smáaura. Ég bendi á ágæta grein sem birtist á Deiglunni um niðurlægingu Magasin du Nord. --- --- --- Peter Preston skrifar grein í Guardian og talar um að fyrst verið sé að setja viðvaranir á hitt og þetta, sé kominn tími til að vara með sama hætti við sjónvarpinu. Það sé hinn mesti heilsuspillir - flestar viðlíka ógnir við heilsu barna og unglinga séu löngu komnar inn á verksvið heilbrigðisyfirvalda. Preston segir að auðveldlega sé hægt að tengja sjónvarpið við margvíslega óáran sem sífellt er verið að tala um. Athyglisbrest, námsörðugleika, ofbeldi, offitu, sykursýki, hreyfingarleysi, misþroska og margt fleira. Samt sé ekkert gert. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun
Það er merkileg sýn sem birtist á íslenskt viðskiptalíf í Berlingske Tidende. Þarna er komið fram nýtt hugtak - íslenska köngulóin. Kolkrabbinn er dauður, lifi köngulóin! Í þætti hjá mér var stungið upp á því að íslenskir bisnessmenn keyptu Berling, þetta gamla og virðulega blað, til að koma í veg fyrir að svona umfjöllun birtist aftur. Annars er spaugilegt að heyra hvernig sumir tala um innrás Íslendinga í danskt viðskiptalíf. Þeir sjá í þessu makleg málagjöld fyrir nýlendukúgun og arðrán. Jafnvel hefnd - eins og það skipti okkur launafólkið einhverju máli hvort íslenskur bisnessmaður eða danskur eignast Strikið. Í Íslandsklukkunni er sena þar sem er horft yfir Kaupmannahöfn, turna hennar og hallir, og sagt að þetta hafi allt verið byggt fyrir íslenskan auð. Maður getur svosem ekki láð Halldóri Laxness þó hann hafi tekið sér ákveðið skáldaleyfi; hængurinn er bara sá að margir á Íslandi kusu að trúa þessu - það féll vel inn í þjóðrembustemminguna í kringum lýðveldisstofnunina. Mér hefur alltaf þótt sennilegra að lítið hafi verið upp úr Íslandsversluninni að hafa. Skipaferðir voru stopular, áhættan mikil, og varla neinn lúxusvarningur sem héðan var fluttur. Fátækrafæði, gróf klæði á fátæklinga. 50 þúsund manns - mestanpart öreigalýður - eiga að hafa verið mikil uppspretta auðs. Varla líklegt. Svo má líka geta þess að Kaupmannahöfn er kannski ekki sú stórfenglega borg sem mörgum Íslendingum hefur virst hún. Turnarnir og hallirnar eru að takmörkuðu leyti úr gulli; flestar byggingarnar í raun smáar og lágreistar. Sívaliturn reyndist ekki vera það mannvirki sem manni var sagt frá í bernsku. Kaupmannahöfn er varla annað en útkjálkahöfuðborg - þótt Frónbúum hafi virst hún stór og merk. Svo koma íslenskrir bisnessmenn löngu síðar og hirða fínustu verslun Danaveldis (hvenær voru Danir síðast "veldi"?) fyrir smáaura. Ég bendi á ágæta grein sem birtist á Deiglunni um niðurlægingu Magasin du Nord. --- --- --- Peter Preston skrifar grein í Guardian og talar um að fyrst verið sé að setja viðvaranir á hitt og þetta, sé kominn tími til að vara með sama hætti við sjónvarpinu. Það sé hinn mesti heilsuspillir - flestar viðlíka ógnir við heilsu barna og unglinga séu löngu komnar inn á verksvið heilbrigðisyfirvalda. Preston segir að auðveldlega sé hægt að tengja sjónvarpið við margvíslega óáran sem sífellt er verið að tala um. Athyglisbrest, námsörðugleika, ofbeldi, offitu, sykursýki, hreyfingarleysi, misþroska og margt fleira. Samt sé ekkert gert.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun