Stafar krafti á heimilið 6. desember 2004 00:01 Á heimili Gunnars Gunnarssonar, tónlistarmanns og organista, er málverk sem vekur mikla athygli gesta: "Já, þetta málverk keyptum við konan mín, Gréta Matthíasdóttir, um það leyti sem við hófum breytingar á okkar fyrstu íbúð saman í Garðastræti. Við áttum ekki mikla peninga en ákváðum að fara óskynsamlega leið og alveg öfuga að breytingunum og byrja á því að kaupa okkur listaverk. Þannig að við keyptum verk eftir Lísbetu Sveinsdóttur. Þegar við komum á vinnustofuna til Lísbetar kom ekkert annað til greina. Verkið er allstórt og það er barnslegur, risastór haus og okkur fannst stafa frá verkinu einhver kraftur. Svo fórum við út í þessar miklu framkvæmdir á íbúðinni og létum mála einn vegg svartan og þar settum við listaverkið fyrir ofan flygilinn svo þetta varð eiginlega aðalveggurinn í íbúðinni. Þarna sáum við að það getur verið sniðugt að fara öfugt að hlutunum því við hefðum aldrei keypt okkur þetta verk eftir breytingarnar en við bjuggum þarna til pláss handa myndinni. Svo fluttum við aftur og þá höfðum við sama háttinn á og bjuggum til pláss handa myndinni og nú er hún aftur komin á besta stað í húsinu og trónir þar í öndvegi. Myndin fylgir okkur sem tákn um eitthvað bjartsýnt og barnslegt og einlægt og það er einhver kraftur sem við fáum úr þessari mynd, bæði kraftur til framkvæmda og ekki síður held ég að ég fái listrænan kraft úr myndinni." Gunnar hefur verið duglegur að búa til og spila tónlist síðan honum áskotnaðist myndin og nú síðast gaf hann út plötuna Draumalandið ásamt Sigurði Flosasyni en þeir hafa áður spilað saman af einstakri list á plötunum Sálmar lífsins og Sálmar jólanna. "Draumalandið kom út á þessu ári vegna þess að þetta er lýðveldisafmælið og þessvegna varð þessi hylling á íslenskri tónlist að koma út í ár en ekki í fyrra eða næst," segir Gunnar og fyrir þá sem vilja heyra tónlistina af plötunni verða tónleikar í Reykjanesbæ 9. desember og svo á Stokkseyri 16. desember. Hús og heimili Mest lesið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fleiri fréttir Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sjá meira
Á heimili Gunnars Gunnarssonar, tónlistarmanns og organista, er málverk sem vekur mikla athygli gesta: "Já, þetta málverk keyptum við konan mín, Gréta Matthíasdóttir, um það leyti sem við hófum breytingar á okkar fyrstu íbúð saman í Garðastræti. Við áttum ekki mikla peninga en ákváðum að fara óskynsamlega leið og alveg öfuga að breytingunum og byrja á því að kaupa okkur listaverk. Þannig að við keyptum verk eftir Lísbetu Sveinsdóttur. Þegar við komum á vinnustofuna til Lísbetar kom ekkert annað til greina. Verkið er allstórt og það er barnslegur, risastór haus og okkur fannst stafa frá verkinu einhver kraftur. Svo fórum við út í þessar miklu framkvæmdir á íbúðinni og létum mála einn vegg svartan og þar settum við listaverkið fyrir ofan flygilinn svo þetta varð eiginlega aðalveggurinn í íbúðinni. Þarna sáum við að það getur verið sniðugt að fara öfugt að hlutunum því við hefðum aldrei keypt okkur þetta verk eftir breytingarnar en við bjuggum þarna til pláss handa myndinni. Svo fluttum við aftur og þá höfðum við sama háttinn á og bjuggum til pláss handa myndinni og nú er hún aftur komin á besta stað í húsinu og trónir þar í öndvegi. Myndin fylgir okkur sem tákn um eitthvað bjartsýnt og barnslegt og einlægt og það er einhver kraftur sem við fáum úr þessari mynd, bæði kraftur til framkvæmda og ekki síður held ég að ég fái listrænan kraft úr myndinni." Gunnar hefur verið duglegur að búa til og spila tónlist síðan honum áskotnaðist myndin og nú síðast gaf hann út plötuna Draumalandið ásamt Sigurði Flosasyni en þeir hafa áður spilað saman af einstakri list á plötunum Sálmar lífsins og Sálmar jólanna. "Draumalandið kom út á þessu ári vegna þess að þetta er lýðveldisafmælið og þessvegna varð þessi hylling á íslenskri tónlist að koma út í ár en ekki í fyrra eða næst," segir Gunnar og fyrir þá sem vilja heyra tónlistina af plötunni verða tónleikar í Reykjanesbæ 9. desember og svo á Stokkseyri 16. desember.
Hús og heimili Mest lesið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fleiri fréttir Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sjá meira