Býður margfaldan hraða 1. desember 2004 00:01 Nýtt fyrirtæki, Hive, auglýsir nú endurgjaldslaust niðurhal á efni á netinu. Aðrar þjónustuveitur rukka sérstaklega fyrir gögn sem sótt eru til útlanda þótt ákveðið magn gagna sé innifalið í þjónustusamningi. Þá er flutningshraðinn allt að tífalt meiri en ADSL-notendur eiga að venjast. Að sögn Arnþórs Halldórssonar, framkvæmdastjóra Hive, býður gjaldfrjálst niðurhal frá útlöndum notendum upp á ýmsa möguleika. Hive býður upp á þjónustu á öllu höfuðborgarsvæðinu og nýtir nýja ADSL-tækni og getur því boðið upp á margfalt hraðari tengingu en notendur hafa kynnst. "Þetta er fyrsta skrefið inn í framtíðina. Nýja tæknin allt að tífaldar hraðann frá hefðbundnum ADSL-tengingum. Það gerir það mögulegt að loksins er hægt að fara að veita sjónvarpsþjónustu yfir netið í fullum gæðum," segir Arnþór. Hann segir að enn fremur sé nýja tæknin þannig úr garði gerð að ekki komi að hægt sé að nota tenginguna til margra ólíkra hluta hverju sinni. Þannig er hægt að horfa á sjónvarp í gegnum netið og samtímis hlaða niður gögnum af netinu án þess að álagið dragi úr gæðum sjónvarpssendinganna. Arnþór segir að fleiri nýir möguleikar séu handan við hornið. Hive mun eftir áramót hefja símaþjónustu með IP-tækni. Þessi tækni getur dregið mjög úr kostnaði við símtöl og hefur þann kost að notandi getur hringt í gegnum tölvuna sína sama hvar hann er staddur í heiminum. Þá segir hann að farsímaframleiðendur hafi nú þessa tækni í huga við hönnun nýrra tækja. Þetta mun hafa í för með sér verulega lækkun á símkostnaði. "Við erum að ráðast á þessa múra sem hafa verið reistir hér á Íslandi þar sem það hefur verið ríkjandi að rukka eftir skrefagjaldi. Þetta hefur leitt að okkar mati til skrítinnar þróunar á notkun hérlendis. Það er mjög mikil notkun hér innanlands en lítil aukning hefur orðið á notkun til útlanda," segir hann. Á næstunni mun Hive bjóða upp á sjónvarpsefni í gegnum netið og koma upp efnisveitu. Þá segir hann að nú sé að koma á markaðinn tæki sem gerir mönnum kleift að senda myndefni þráðlaust úr tölvu í sjónvarpið. Arnþór segir að mikill áhugi hafi komið fram hjá neytendum á fyrstu dögum kynningar. Margir hafi skráð sig í þjónustuna á heimasíðu félagsins. Tækni Viðskipti Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Nýtt fyrirtæki, Hive, auglýsir nú endurgjaldslaust niðurhal á efni á netinu. Aðrar þjónustuveitur rukka sérstaklega fyrir gögn sem sótt eru til útlanda þótt ákveðið magn gagna sé innifalið í þjónustusamningi. Þá er flutningshraðinn allt að tífalt meiri en ADSL-notendur eiga að venjast. Að sögn Arnþórs Halldórssonar, framkvæmdastjóra Hive, býður gjaldfrjálst niðurhal frá útlöndum notendum upp á ýmsa möguleika. Hive býður upp á þjónustu á öllu höfuðborgarsvæðinu og nýtir nýja ADSL-tækni og getur því boðið upp á margfalt hraðari tengingu en notendur hafa kynnst. "Þetta er fyrsta skrefið inn í framtíðina. Nýja tæknin allt að tífaldar hraðann frá hefðbundnum ADSL-tengingum. Það gerir það mögulegt að loksins er hægt að fara að veita sjónvarpsþjónustu yfir netið í fullum gæðum," segir Arnþór. Hann segir að enn fremur sé nýja tæknin þannig úr garði gerð að ekki komi að hægt sé að nota tenginguna til margra ólíkra hluta hverju sinni. Þannig er hægt að horfa á sjónvarp í gegnum netið og samtímis hlaða niður gögnum af netinu án þess að álagið dragi úr gæðum sjónvarpssendinganna. Arnþór segir að fleiri nýir möguleikar séu handan við hornið. Hive mun eftir áramót hefja símaþjónustu með IP-tækni. Þessi tækni getur dregið mjög úr kostnaði við símtöl og hefur þann kost að notandi getur hringt í gegnum tölvuna sína sama hvar hann er staddur í heiminum. Þá segir hann að farsímaframleiðendur hafi nú þessa tækni í huga við hönnun nýrra tækja. Þetta mun hafa í för með sér verulega lækkun á símkostnaði. "Við erum að ráðast á þessa múra sem hafa verið reistir hér á Íslandi þar sem það hefur verið ríkjandi að rukka eftir skrefagjaldi. Þetta hefur leitt að okkar mati til skrítinnar þróunar á notkun hérlendis. Það er mjög mikil notkun hér innanlands en lítil aukning hefur orðið á notkun til útlanda," segir hann. Á næstunni mun Hive bjóða upp á sjónvarpsefni í gegnum netið og koma upp efnisveitu. Þá segir hann að nú sé að koma á markaðinn tæki sem gerir mönnum kleift að senda myndefni þráðlaust úr tölvu í sjónvarpið. Arnþór segir að mikill áhugi hafi komið fram hjá neytendum á fyrstu dögum kynningar. Margir hafi skráð sig í þjónustuna á heimasíðu félagsins.
Tækni Viðskipti Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira