Býður margfaldan hraða 1. desember 2004 00:01 Nýtt fyrirtæki, Hive, auglýsir nú endurgjaldslaust niðurhal á efni á netinu. Aðrar þjónustuveitur rukka sérstaklega fyrir gögn sem sótt eru til útlanda þótt ákveðið magn gagna sé innifalið í þjónustusamningi. Þá er flutningshraðinn allt að tífalt meiri en ADSL-notendur eiga að venjast. Að sögn Arnþórs Halldórssonar, framkvæmdastjóra Hive, býður gjaldfrjálst niðurhal frá útlöndum notendum upp á ýmsa möguleika. Hive býður upp á þjónustu á öllu höfuðborgarsvæðinu og nýtir nýja ADSL-tækni og getur því boðið upp á margfalt hraðari tengingu en notendur hafa kynnst. "Þetta er fyrsta skrefið inn í framtíðina. Nýja tæknin allt að tífaldar hraðann frá hefðbundnum ADSL-tengingum. Það gerir það mögulegt að loksins er hægt að fara að veita sjónvarpsþjónustu yfir netið í fullum gæðum," segir Arnþór. Hann segir að enn fremur sé nýja tæknin þannig úr garði gerð að ekki komi að hægt sé að nota tenginguna til margra ólíkra hluta hverju sinni. Þannig er hægt að horfa á sjónvarp í gegnum netið og samtímis hlaða niður gögnum af netinu án þess að álagið dragi úr gæðum sjónvarpssendinganna. Arnþór segir að fleiri nýir möguleikar séu handan við hornið. Hive mun eftir áramót hefja símaþjónustu með IP-tækni. Þessi tækni getur dregið mjög úr kostnaði við símtöl og hefur þann kost að notandi getur hringt í gegnum tölvuna sína sama hvar hann er staddur í heiminum. Þá segir hann að farsímaframleiðendur hafi nú þessa tækni í huga við hönnun nýrra tækja. Þetta mun hafa í för með sér verulega lækkun á símkostnaði. "Við erum að ráðast á þessa múra sem hafa verið reistir hér á Íslandi þar sem það hefur verið ríkjandi að rukka eftir skrefagjaldi. Þetta hefur leitt að okkar mati til skrítinnar þróunar á notkun hérlendis. Það er mjög mikil notkun hér innanlands en lítil aukning hefur orðið á notkun til útlanda," segir hann. Á næstunni mun Hive bjóða upp á sjónvarpsefni í gegnum netið og koma upp efnisveitu. Þá segir hann að nú sé að koma á markaðinn tæki sem gerir mönnum kleift að senda myndefni þráðlaust úr tölvu í sjónvarpið. Arnþór segir að mikill áhugi hafi komið fram hjá neytendum á fyrstu dögum kynningar. Margir hafi skráð sig í þjónustuna á heimasíðu félagsins. Tækni Viðskipti Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Nýtt fyrirtæki, Hive, auglýsir nú endurgjaldslaust niðurhal á efni á netinu. Aðrar þjónustuveitur rukka sérstaklega fyrir gögn sem sótt eru til útlanda þótt ákveðið magn gagna sé innifalið í þjónustusamningi. Þá er flutningshraðinn allt að tífalt meiri en ADSL-notendur eiga að venjast. Að sögn Arnþórs Halldórssonar, framkvæmdastjóra Hive, býður gjaldfrjálst niðurhal frá útlöndum notendum upp á ýmsa möguleika. Hive býður upp á þjónustu á öllu höfuðborgarsvæðinu og nýtir nýja ADSL-tækni og getur því boðið upp á margfalt hraðari tengingu en notendur hafa kynnst. "Þetta er fyrsta skrefið inn í framtíðina. Nýja tæknin allt að tífaldar hraðann frá hefðbundnum ADSL-tengingum. Það gerir það mögulegt að loksins er hægt að fara að veita sjónvarpsþjónustu yfir netið í fullum gæðum," segir Arnþór. Hann segir að enn fremur sé nýja tæknin þannig úr garði gerð að ekki komi að hægt sé að nota tenginguna til margra ólíkra hluta hverju sinni. Þannig er hægt að horfa á sjónvarp í gegnum netið og samtímis hlaða niður gögnum af netinu án þess að álagið dragi úr gæðum sjónvarpssendinganna. Arnþór segir að fleiri nýir möguleikar séu handan við hornið. Hive mun eftir áramót hefja símaþjónustu með IP-tækni. Þessi tækni getur dregið mjög úr kostnaði við símtöl og hefur þann kost að notandi getur hringt í gegnum tölvuna sína sama hvar hann er staddur í heiminum. Þá segir hann að farsímaframleiðendur hafi nú þessa tækni í huga við hönnun nýrra tækja. Þetta mun hafa í för með sér verulega lækkun á símkostnaði. "Við erum að ráðast á þessa múra sem hafa verið reistir hér á Íslandi þar sem það hefur verið ríkjandi að rukka eftir skrefagjaldi. Þetta hefur leitt að okkar mati til skrítinnar þróunar á notkun hérlendis. Það er mjög mikil notkun hér innanlands en lítil aukning hefur orðið á notkun til útlanda," segir hann. Á næstunni mun Hive bjóða upp á sjónvarpsefni í gegnum netið og koma upp efnisveitu. Þá segir hann að nú sé að koma á markaðinn tæki sem gerir mönnum kleift að senda myndefni þráðlaust úr tölvu í sjónvarpið. Arnþór segir að mikill áhugi hafi komið fram hjá neytendum á fyrstu dögum kynningar. Margir hafi skráð sig í þjónustuna á heimasíðu félagsins.
Tækni Viðskipti Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira