Vefur Íslandsbanka fyrstur til að fá vottun fyrir aðgengi fatlaðra 27. nóvember 2004 00:01 Vefur Íslandsbanka, www.isb.is, er fyrstur íslenskra vefja til að vera vottaður fyrir aðgengi fatlaðra af Sjá viðmótsprófunum og Öryrkjabandalagi Íslands. Við hönnun vefsins var m.a. leitast við að koma til móts við þarfir blindra og sjónskertra, sem nota sérstaka vefskoðara við tölvunotkun. Netið hefur gríðarlega mikla þýðingu fyrir aðgang fatlaðra að upplýsingum og þjónustu og eru Sjá og ÖBÍ í samstarfi um að gera vefi fyrirtækja og stofnana aðgengilega fyrir alla. Fatlaðir hafa oft aðrar þarfir þegar kemur að því að fá upplýsingar eða nýta þjónustu á Netinu, t.d. þurfa sumir einstaklingar að nota hjálpartæki við tölvunotkun. Í samvinnu við ÖBÍ sér SJÁ um að gera úttekt á vefjum með það að markmiði að gera þá sem aðgengilegasta fyrir sem flesta hópa fatlaðra. Vottun er veitt fyrir forgang 1, forgang 2 eða forgang 3, en forgangur 1 er lágmarkskrafa sem gerð er varðandi aðgengi. Vottun SJÁ og Öryrkjabandalagsins felur í sér skuldbindingu Íslandsbanka til að fylgja þeim kröfum sem settar eru fram varðandi aðgengi á vefnum. Vefurinn er "aðgengilegur" ef allir notendur hafa aðgang að og geta notað efni vefjarins óháð fötlun eða getu. Gátlisti SJÁ, sem notaður er við vottanir, hefur verið í þróun í nokkur ár og verið margprófaður. Listinn fylgir gátlista frá W3C eða The Website Accessibility Initiative (WAI), sem gefinn var út árið 1999 og er notaður um allan heim sem staðall fyrir aðgengi á Netinu. Gátlisti SJÁ er sniðinn sérstaklega að íslenskum aðstæðum. Hann hefur verið prófaður á notendum með margskonar fötlun, m.a. lesblindum, heyrnarlausum og heyrnarskertum notendum. "Við hjá Íslandsbanka höfum leitast við að sníða vef okkar að þörfum allra notenda. Með það að leiðarljósi hefur vefur Íslandsbanka, almenni vefurinn sem og Netbankinn, farið í gegnum aðgengisúttekt til að stuðla að því að hann sé sem aðgengilegastur fötluðum notendum. Við erum stolt af því hvernig til hefur tekist og vonum að þetta framfaraskref eigi eftir að koma í góðar þarfir," segir Jón Þórisson, aðstoðarforstjóri Íslandsbanka. "Það er fagnaðarefni að Íslandsbanki hafi gengið á undan með góðu fordæmi sem felst í því að gera heimasíðu bankans og þar með þjónustu við alla viðskiptavini sína aðgengilega. Öryrkjabandalag Íslands væntir þess að samstarf bandalagsins, Sjá vottunarstofu ehf. og Íslandsbanka megi verða til þess að örva fleiri fyrirtæki og stofnanir til þess að sækjast eftir vottun heimasíðna. Ísland er fámennt samfélag og nálægð manna mikil. Þetta eru kjöraðstæður til þess að hrinda ýmsum framfaramálum í framkvæmd. Í dag hrindum við einu slíku máli á flot með því að votta aðgengilegustu heimasíðu fjármálastofnunar á Íslandi," segir Arnþór Helgason, framkvæmdastjóri Öryrkjabandalags Íslands. "Ég fagna þessu framtaki Íslandsbanka. Mikilvægt er að fyrirtæki hugi að aðgengi fatlaðra á Netinu, ekki síður en aðgengi að byggingum, opinberum stofnunum og samgöngum. Netið er farið að spila stóran þátt í rekstri og upplýsingagjöf flestra fyrirtækja. Í sumum löndum eru kröfurnar orðnar það miklar að lög hafa verið sett um þessi mál", segir Sirrý Hallgrímsdóttir framkvæmdastjóri Sjá ehf. Innlent Tækni Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Telja íslenskuna geta horfið á einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sjá meira
Vefur Íslandsbanka, www.isb.is, er fyrstur íslenskra vefja til að vera vottaður fyrir aðgengi fatlaðra af Sjá viðmótsprófunum og Öryrkjabandalagi Íslands. Við hönnun vefsins var m.a. leitast við að koma til móts við þarfir blindra og sjónskertra, sem nota sérstaka vefskoðara við tölvunotkun. Netið hefur gríðarlega mikla þýðingu fyrir aðgang fatlaðra að upplýsingum og þjónustu og eru Sjá og ÖBÍ í samstarfi um að gera vefi fyrirtækja og stofnana aðgengilega fyrir alla. Fatlaðir hafa oft aðrar þarfir þegar kemur að því að fá upplýsingar eða nýta þjónustu á Netinu, t.d. þurfa sumir einstaklingar að nota hjálpartæki við tölvunotkun. Í samvinnu við ÖBÍ sér SJÁ um að gera úttekt á vefjum með það að markmiði að gera þá sem aðgengilegasta fyrir sem flesta hópa fatlaðra. Vottun er veitt fyrir forgang 1, forgang 2 eða forgang 3, en forgangur 1 er lágmarkskrafa sem gerð er varðandi aðgengi. Vottun SJÁ og Öryrkjabandalagsins felur í sér skuldbindingu Íslandsbanka til að fylgja þeim kröfum sem settar eru fram varðandi aðgengi á vefnum. Vefurinn er "aðgengilegur" ef allir notendur hafa aðgang að og geta notað efni vefjarins óháð fötlun eða getu. Gátlisti SJÁ, sem notaður er við vottanir, hefur verið í þróun í nokkur ár og verið margprófaður. Listinn fylgir gátlista frá W3C eða The Website Accessibility Initiative (WAI), sem gefinn var út árið 1999 og er notaður um allan heim sem staðall fyrir aðgengi á Netinu. Gátlisti SJÁ er sniðinn sérstaklega að íslenskum aðstæðum. Hann hefur verið prófaður á notendum með margskonar fötlun, m.a. lesblindum, heyrnarlausum og heyrnarskertum notendum. "Við hjá Íslandsbanka höfum leitast við að sníða vef okkar að þörfum allra notenda. Með það að leiðarljósi hefur vefur Íslandsbanka, almenni vefurinn sem og Netbankinn, farið í gegnum aðgengisúttekt til að stuðla að því að hann sé sem aðgengilegastur fötluðum notendum. Við erum stolt af því hvernig til hefur tekist og vonum að þetta framfaraskref eigi eftir að koma í góðar þarfir," segir Jón Þórisson, aðstoðarforstjóri Íslandsbanka. "Það er fagnaðarefni að Íslandsbanki hafi gengið á undan með góðu fordæmi sem felst í því að gera heimasíðu bankans og þar með þjónustu við alla viðskiptavini sína aðgengilega. Öryrkjabandalag Íslands væntir þess að samstarf bandalagsins, Sjá vottunarstofu ehf. og Íslandsbanka megi verða til þess að örva fleiri fyrirtæki og stofnanir til þess að sækjast eftir vottun heimasíðna. Ísland er fámennt samfélag og nálægð manna mikil. Þetta eru kjöraðstæður til þess að hrinda ýmsum framfaramálum í framkvæmd. Í dag hrindum við einu slíku máli á flot með því að votta aðgengilegustu heimasíðu fjármálastofnunar á Íslandi," segir Arnþór Helgason, framkvæmdastjóri Öryrkjabandalags Íslands. "Ég fagna þessu framtaki Íslandsbanka. Mikilvægt er að fyrirtæki hugi að aðgengi fatlaðra á Netinu, ekki síður en aðgengi að byggingum, opinberum stofnunum og samgöngum. Netið er farið að spila stóran þátt í rekstri og upplýsingagjöf flestra fyrirtækja. Í sumum löndum eru kröfurnar orðnar það miklar að lög hafa verið sett um þessi mál", segir Sirrý Hallgrímsdóttir framkvæmdastjóri Sjá ehf.
Innlent Tækni Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Telja íslenskuna geta horfið á einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sjá meira