Brúðarkjólaleiga Dóru 11. nóvember 2004 00:01 Brúðarkjólaleiga Dóru að Suðurlandsbraut 50 í Reykjavík er flestum kunn og mörgum jafnvel góðkunn. Verslunin hefur verið starfrækt ansi lengi en í apríl á þessu ári skipti hún um eigendur. 29 ára fatahönnuður, Anna Kristín Magnúsdóttir, er nýi eigandinn og hefur gert nokkrar breytingar á rekstri leigunnar, sem nú er einnig verslun. "Það helsta sem hefur breyst er að nú sérsaumum við alls kyns fatnað fyrir bæði konur og karla. Mest höfum við þó verið að sauma brúðarkjóla fyrir konur. Inni í sérsauminum er fatahönnun og aðstoð við að finna efni," segir Anna en þessi þjónusta hefur vakið talsvert mikla lukku. "Við erum einnig með tvær línur af samkvæmiskjólum, Zafari og Consortium, sem við seljum en leigjum ekki út. Sú þjónusta hefur gengið mjög vel og kjólarnir rjúka út hjá okkur. Einnig erum við með fullt af kjólum til leigu og erum alltaf að bæta við okkur nýjum týpum. Við lánum einnig fylgihluti eins og sjöl, skart, skó og nærföt og breytum öllum fatnaði; hvort sem hann er úr leigunni eður ei. Nú erum við mest að stíla upp á árshátíðarnar en í desember fáum við tvær nýjar línur af brúðarkjólum, Romantica og Pronovias, sem verða eingöngu til sölu." Anna lærði fatahönnun í Margrétarskólanum í Kaupmannahöfn og hefur unnið talsvert mikið sjálfstætt undanfarin ár og aflað sér reynslu fyrir rekstur brúðarkjólaleigunnar. Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Snorri og Nadine eignuðust son Lífið „Mér þykir mjög vænt um lyfin mín“ Menning Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Brúðarkjólaleiga Dóru að Suðurlandsbraut 50 í Reykjavík er flestum kunn og mörgum jafnvel góðkunn. Verslunin hefur verið starfrækt ansi lengi en í apríl á þessu ári skipti hún um eigendur. 29 ára fatahönnuður, Anna Kristín Magnúsdóttir, er nýi eigandinn og hefur gert nokkrar breytingar á rekstri leigunnar, sem nú er einnig verslun. "Það helsta sem hefur breyst er að nú sérsaumum við alls kyns fatnað fyrir bæði konur og karla. Mest höfum við þó verið að sauma brúðarkjóla fyrir konur. Inni í sérsauminum er fatahönnun og aðstoð við að finna efni," segir Anna en þessi þjónusta hefur vakið talsvert mikla lukku. "Við erum einnig með tvær línur af samkvæmiskjólum, Zafari og Consortium, sem við seljum en leigjum ekki út. Sú þjónusta hefur gengið mjög vel og kjólarnir rjúka út hjá okkur. Einnig erum við með fullt af kjólum til leigu og erum alltaf að bæta við okkur nýjum týpum. Við lánum einnig fylgihluti eins og sjöl, skart, skó og nærföt og breytum öllum fatnaði; hvort sem hann er úr leigunni eður ei. Nú erum við mest að stíla upp á árshátíðarnar en í desember fáum við tvær nýjar línur af brúðarkjólum, Romantica og Pronovias, sem verða eingöngu til sölu." Anna lærði fatahönnun í Margrétarskólanum í Kaupmannahöfn og hefur unnið talsvert mikið sjálfstætt undanfarin ár og aflað sér reynslu fyrir rekstur brúðarkjólaleigunnar.
Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Snorri og Nadine eignuðust son Lífið „Mér þykir mjög vænt um lyfin mín“ Menning Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira