Hærri laun í malbikinu 9. nóvember 2004 00:01 Kennaraverkfallið raskar ekki aðeins námi grunnskólanemenda heldur líka útskriftarnemenda Kennaraháskóla Íslands sem undir venjulegum kringumstæðum ættu að vera að búa sig undir framtíðarstarfið með æfingakennslu í skólunum. Einn þeirra er Ingimar Bjarnason. "Við áttum að byrja í starfsþjálfun fyrir þremur vikum en það færist allt til og við fáum enga kennslu í staðinn," segir hann en kveðst nota tímann í verkefnavinnu eins og margir aðrir. Aðspurður hefur hann engar sérstakar áhyggjur af því að ganga inn í stétt sem stöðugt þarf að sækja bætt kjör með verkföllum. Hann fór í kennaranámið af áhuga fyrir starfinu en því hafði hann kynnst er hann sinnti afleysingastarfi við Setbergsskóla í Hafnarfirði í tvo vetur og að sjálfsögðu styður hann kennara í baráttunni. "Ég hef hærri laun í malbikinu á sumrin. Kennarastarfið er hins vegar skemmtilegt, fjölbreytt og krefjandi. Maður er alltaf að takast á við eitthvað nýtt á hverjum degi. En ég kem ekkert síður þreyttur heim eftir dag í kennslu en dag í malbiki." Nám Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Kennaraverkfallið raskar ekki aðeins námi grunnskólanemenda heldur líka útskriftarnemenda Kennaraháskóla Íslands sem undir venjulegum kringumstæðum ættu að vera að búa sig undir framtíðarstarfið með æfingakennslu í skólunum. Einn þeirra er Ingimar Bjarnason. "Við áttum að byrja í starfsþjálfun fyrir þremur vikum en það færist allt til og við fáum enga kennslu í staðinn," segir hann en kveðst nota tímann í verkefnavinnu eins og margir aðrir. Aðspurður hefur hann engar sérstakar áhyggjur af því að ganga inn í stétt sem stöðugt þarf að sækja bætt kjör með verkföllum. Hann fór í kennaranámið af áhuga fyrir starfinu en því hafði hann kynnst er hann sinnti afleysingastarfi við Setbergsskóla í Hafnarfirði í tvo vetur og að sjálfsögðu styður hann kennara í baráttunni. "Ég hef hærri laun í malbikinu á sumrin. Kennarastarfið er hins vegar skemmtilegt, fjölbreytt og krefjandi. Maður er alltaf að takast á við eitthvað nýtt á hverjum degi. En ég kem ekkert síður þreyttur heim eftir dag í kennslu en dag í malbiki."
Nám Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira