Borðið er sál hússins 1. nóvember 2004 00:01 Vilborg Dagbjartsdóttir rithöfundur segir að sálin í heimili hennar búi helst á einum stað. "Borðstofuborðið mitt er gamalt hringborð sem ég keypti fyrir löngu síðan, afskaplega sterklegt og voldugt borð. Hann smíðaði þetta hann Gísli Ásmundsson trésmiður úr grófgerðum viði og ekkert er borið á það nema viðarolía þegar þarf. Á þessum tíma, fyrir um þrjátíu árum, hafði fólk ekki áhuga á svona smíði og ég keypti síðasta borðið sem hann smíðaði," segir Vilborg og er greinilegt að hún telur sig hafa verið heppna. "Síðan ég fékk borðið hefur það verið sál hússins. Fjölskylda og vinir hafa safnast saman umhverfis borðið, við höfum lært við þetta borð og skrifað við þetta borð og það er eins og borð á að vera. Borðið er kringlótt og stendur á fæti sem hefur svo fjóra arma við gólfið sér til stuðnings. Það er fallegt að setja á það dúka en mér finnst það samt alltaf fallegast eins og það er því það er svo náttúrulegt og viðurinn nýtur sin. Ég þvæ það upp úr vatni og þetta er venjulegt alþýðuborð sem má nota." Kostirnir við hringborð eruð ótvíræðir að mati Vilborgar. "Það er alltaf hægt að bæta fleirum við þegar setið er við borðið því það er kringlótt og svo er allt á borðnu innan seilingar. Ég átti einu sinni kringlóttan bakka sem heitir í Bandaríkjunum Lazy Suzy en ég kalla Lötu Kötu því það er hægt að setja mat á bakkann og snúa honum svo og þá sleppur maður við vera alltaf að rétta matinn." Vilborg skrifaði nýju ljóðabókina sína, Fiskar hafa enga rödd, meðal annars við borðið en alls ekki bara þar. "Ég skrifaði ljóðabókina mína í öllum skotum í húsinu. Ljóð verða til í skotum, skúmaskotum og hugskotum." Hús og heimili Mest lesið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Fleiri fréttir Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sjá meira
Vilborg Dagbjartsdóttir rithöfundur segir að sálin í heimili hennar búi helst á einum stað. "Borðstofuborðið mitt er gamalt hringborð sem ég keypti fyrir löngu síðan, afskaplega sterklegt og voldugt borð. Hann smíðaði þetta hann Gísli Ásmundsson trésmiður úr grófgerðum viði og ekkert er borið á það nema viðarolía þegar þarf. Á þessum tíma, fyrir um þrjátíu árum, hafði fólk ekki áhuga á svona smíði og ég keypti síðasta borðið sem hann smíðaði," segir Vilborg og er greinilegt að hún telur sig hafa verið heppna. "Síðan ég fékk borðið hefur það verið sál hússins. Fjölskylda og vinir hafa safnast saman umhverfis borðið, við höfum lært við þetta borð og skrifað við þetta borð og það er eins og borð á að vera. Borðið er kringlótt og stendur á fæti sem hefur svo fjóra arma við gólfið sér til stuðnings. Það er fallegt að setja á það dúka en mér finnst það samt alltaf fallegast eins og það er því það er svo náttúrulegt og viðurinn nýtur sin. Ég þvæ það upp úr vatni og þetta er venjulegt alþýðuborð sem má nota." Kostirnir við hringborð eruð ótvíræðir að mati Vilborgar. "Það er alltaf hægt að bæta fleirum við þegar setið er við borðið því það er kringlótt og svo er allt á borðnu innan seilingar. Ég átti einu sinni kringlóttan bakka sem heitir í Bandaríkjunum Lazy Suzy en ég kalla Lötu Kötu því það er hægt að setja mat á bakkann og snúa honum svo og þá sleppur maður við vera alltaf að rétta matinn." Vilborg skrifaði nýju ljóðabókina sína, Fiskar hafa enga rödd, meðal annars við borðið en alls ekki bara þar. "Ég skrifaði ljóðabókina mína í öllum skotum í húsinu. Ljóð verða til í skotum, skúmaskotum og hugskotum."
Hús og heimili Mest lesið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Fleiri fréttir Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sjá meira