Lexus IS 300 Turbo 29. október 2004 00:01 Tryllitæki vikunnar er Lexus IS 300 Turbo árgerð 2003 . Bíllinn er rúmlega 500 hestöfl. Vélin er þriggja lítra með fimmþrepa sjálfskiptingu og hálfbeinskiptur í stýri. Bíllinn er með Xenon aðalljós. Upphaflegu gormunum var skipt út fyrir lægri gorma til að lækka bílinn og fá stífari fjöðrun. 19 tommu dekk voru sett undir bílinn og álfelgur. Bíllinn er með opið þriggja tommu ryðfrítt pústkerfi. Í hann var sett túrbína, millikælir og skipt var um stimpla og settir sterkari heddboltar til að ná hámarksafli úr vélinni. Allur frágangur á slöngum og leiðslum er til fyrirmyndar, til dæmis eru rör fyrir millikæli póleruð. Í bílnum er hugbúnaður sem hægt er að tengja við fartölvu og þaðan getur ökumaður stillt sjálfur eldsneytisblöndu, hversu mörgum pundum túrbínan blæs og hversu mikið súrefni fer inn á vélina. Með fartölvunni getur hann gert ýmsar breytingar og stillt hlutföll bensíns og súrefnis svo hægt sé að ná hámarksnýtingu úr þeim vélabúnaði sem búið er að setja í bílinn. Bíllinn kostaði 4,470 milljónir fyrir breytingar en verðgildir hefur aukist töluvert með þeim breytingum sem hafa verið gerðar. Aukabúnaðurinn er frá Swift Racing Technology (SRT). Bílar Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Tryllitæki vikunnar er Lexus IS 300 Turbo árgerð 2003 . Bíllinn er rúmlega 500 hestöfl. Vélin er þriggja lítra með fimmþrepa sjálfskiptingu og hálfbeinskiptur í stýri. Bíllinn er með Xenon aðalljós. Upphaflegu gormunum var skipt út fyrir lægri gorma til að lækka bílinn og fá stífari fjöðrun. 19 tommu dekk voru sett undir bílinn og álfelgur. Bíllinn er með opið þriggja tommu ryðfrítt pústkerfi. Í hann var sett túrbína, millikælir og skipt var um stimpla og settir sterkari heddboltar til að ná hámarksafli úr vélinni. Allur frágangur á slöngum og leiðslum er til fyrirmyndar, til dæmis eru rör fyrir millikæli póleruð. Í bílnum er hugbúnaður sem hægt er að tengja við fartölvu og þaðan getur ökumaður stillt sjálfur eldsneytisblöndu, hversu mörgum pundum túrbínan blæs og hversu mikið súrefni fer inn á vélina. Með fartölvunni getur hann gert ýmsar breytingar og stillt hlutföll bensíns og súrefnis svo hægt sé að ná hámarksnýtingu úr þeim vélabúnaði sem búið er að setja í bílinn. Bíllinn kostaði 4,470 milljónir fyrir breytingar en verðgildir hefur aukist töluvert með þeim breytingum sem hafa verið gerðar. Aukabúnaðurinn er frá Swift Racing Technology (SRT).
Bílar Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira