Mjúk og bragðgóð 27. október 2004 00:01 Risarækjueldi Orkuveitu Reykjavíkur hefur gengið vel og er nú svo komið að fyrirtækið hyggst sleppa af því takinu og fela það öðrum. Fimm ár eru liðin síðan fulltrúar fyrirtækisins kynntu sér risarækjueldi í Nýja Sjálandi og hefur verið unnið að því statt og stöðugt síðan. Tilraunirnar lofa góðu, svo góðu raunar að Úlfar Eysteinsson, matreiðslumeistari, fullyrðir að risarækjurnar eigi eftir að slá í gegn þegar þær koma á markað. Úlfar matreiddi risarækjuna fyrir blaðamenn í gær og var það samdóma álit þeirra sem snæddu að bragðgóð væri hún. Alfreð Þorsteinsson, stjórnarformaður Orkuveitunnar, segir hana meira að segja alveg sérstaklega góða en hann er mikill rækjumaður og hefur borðað rækjur víða um heim."Mér finnast rækjur mjög góðar og þessar rækjur alveg sérstaklega góðar," sagði Alfreð í gær. "Ég hef borðað svona risarækjur erlendis og ég verð að segja það að þessar virðast vera mýrki en útlenskar og bara betri í alla staði." Hann vildi þó ekki taka svo djúpt í árinni að segja að þetta væru bestu rækjur sem hann hefði bragðað um ævina. Guðmundur Þóroddsson, forstjóri OR, telur að risarækjueldið geti orðið blómleg atvinnugrein enda auðveldara að ala risarækjur en margan fiskinn. Ætla má að fyrir kílóið af alinni risarækju fáist tvö þúsund krónur. Nokkrir hafa sýnt áhuga á að taka við keflinu af OR og færa þannig eldið af tilraunastigi og gera að burðugri atvinnugrein. Innlent Matur Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Risarækjueldi Orkuveitu Reykjavíkur hefur gengið vel og er nú svo komið að fyrirtækið hyggst sleppa af því takinu og fela það öðrum. Fimm ár eru liðin síðan fulltrúar fyrirtækisins kynntu sér risarækjueldi í Nýja Sjálandi og hefur verið unnið að því statt og stöðugt síðan. Tilraunirnar lofa góðu, svo góðu raunar að Úlfar Eysteinsson, matreiðslumeistari, fullyrðir að risarækjurnar eigi eftir að slá í gegn þegar þær koma á markað. Úlfar matreiddi risarækjuna fyrir blaðamenn í gær og var það samdóma álit þeirra sem snæddu að bragðgóð væri hún. Alfreð Þorsteinsson, stjórnarformaður Orkuveitunnar, segir hana meira að segja alveg sérstaklega góða en hann er mikill rækjumaður og hefur borðað rækjur víða um heim."Mér finnast rækjur mjög góðar og þessar rækjur alveg sérstaklega góðar," sagði Alfreð í gær. "Ég hef borðað svona risarækjur erlendis og ég verð að segja það að þessar virðast vera mýrki en útlenskar og bara betri í alla staði." Hann vildi þó ekki taka svo djúpt í árinni að segja að þetta væru bestu rækjur sem hann hefði bragðað um ævina. Guðmundur Þóroddsson, forstjóri OR, telur að risarækjueldið geti orðið blómleg atvinnugrein enda auðveldara að ala risarækjur en margan fiskinn. Ætla má að fyrir kílóið af alinni risarækju fáist tvö þúsund krónur. Nokkrir hafa sýnt áhuga á að taka við keflinu af OR og færa þannig eldið af tilraunastigi og gera að burðugri atvinnugrein.
Innlent Matur Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira