Er Íslensk menning líflaus? 22. október 2004 00:01 Eitt af hlutverkum listamanna er að vera spegill á sinn samtíma og bregða í verkum sínum upp myndum af honum, jafnvel þegar hann er bæði ljótur, leiðinlegur, illur og grimmur - og kannski ekki síst þá. Og þar sem sannleikanum er hver sárreiðastur, væri eðlilegt að listsköpun og -tjáning sú sem á sér stað í þjóðfélaginu vekti upp viðbrögð almennings, eða fræðimanna, eða bara stjórnmálamanna - sem myndu í framhaldi tjá skoðanir sínar og afstöðu. Hér á landi gerist það bara aldrei. Hvers vegna? Hér er sýndur fjöldi nýrra íslenskra leikrita á hverju ári. Það er sannanlega ágæt aðsókn að þeim en það mætti ætla að allir áhorfendur væru útlendingar, því það heyrist aldrei múkk frá neinum þeirra. Eru þetta svona rislítil verk, fátt í þeim til frásagnar, örlöglaus? Eru skilaboð þeirra um samtímann fremur "svona er þetta, æ, æ," en "opnið augun; svona er þetta!" Eða eru Íslendingar bara svona dofnir áhorfendur. Er leikhúsið orðið að áningarstað á milli aðalréttar og eftirréttar í nærliggjandi veitingahúsi. Förum við þangað til að láta hafa ofan af fyrir okkar á meðan við liggjum á meltunni. Tökum við yfirleitt ekkert eftir því sem við erum að horfa á - eða er okkur bara nákvæmlega sama? Það eru líklega ekki margir sem hafa tölu á þeim íslensku skáldverkum sem eru skrifuð hér á hverju ári. Bækur þeirra seljast samanlagt í tugþúsundatali, en það er samt eins og enginn lesi þær, skilji þær eða nenni að hafa skoðun á þeim. Það er helst að eitthvað sé röflað út af staðreyndum í stöku ævisögu - en þær eru ekki skáldverk, þótt vissulega séu minningar alltaf spurning um val. Það hlýtur að vera hundleiðinlegt og reyna þrotlaust á taugarnar að vera rithöfundur hjá þjóð sem sýnir aldrei nein viðbrögð, hefur enga skoðun á því sem maður er að gera, eða tjáir sig alls ekki um það. Eitt áhugaverðasta fyrirbrigðið í íslensku menninarlífi er Caput-hópurinn, sem hefur árum saman sérhæft sig í flutningi á nýjum verkum eftir tónskáldin okkar - og stöku erlent tónskáld. En það væri synd að segja að biðraðir mynduðust í miðasölu fyrir tónleika hópsins, sem oftar en ekki eru ógleymanlegir. Þá sjaldan að heyrist til hins almenna borgara tjá sig um nútímatónlist, er það neikvætt. Heyrast þá gjarnan sleggjudómar á við þá að þetta sé bara garg og ýl og óskiljanlegur hávaði; þess vegna sæki fólk ekki tónleika þar sem nútímatónlist er flutt. En hvernig veit það þá hvernig tónlistin er? Staðreyndin er sú að það er til bæði góð og slæm nútímatónlist, rétt eins og til var góð klassísk, rómantísk og barrok tónlist. Tíminn hefur bara skilið hismið frá kjarnanum. Hvað myndlistina varðar, má segja að það sama gildi og um nútímatónlist. Fáir virðast skoða og enginn segir neitt. Samt er það nú svo að listir eru sérstakt tungumál sem þekkir engin landamæri. Verkin sem listamenn skapa segja umheiminum hver við erum, hvernig við hugsum og lifum. Hvað er að þessari þjóð? Höfum við ekki áhuga á þeirri sköpun sem á sér stað í landinu? Er okkur sama hvernig samtími okkar er sagður? Er ekki í okkur nein forvitni um okkur sjálf og samfélagið? Eða eru listamennirnir okkar bara að vinna verk sem staðfesta ómerkilega dægradvöl ómerkilegs lífs ómerkilegrar þjóðar? Er þjóðin hætt að hafa skoðanir?Súsanna Svavarsdóttir - sussa@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Súsanna Svavarsdóttir Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt af hlutverkum listamanna er að vera spegill á sinn samtíma og bregða í verkum sínum upp myndum af honum, jafnvel þegar hann er bæði ljótur, leiðinlegur, illur og grimmur - og kannski ekki síst þá. Og þar sem sannleikanum er hver sárreiðastur, væri eðlilegt að listsköpun og -tjáning sú sem á sér stað í þjóðfélaginu vekti upp viðbrögð almennings, eða fræðimanna, eða bara stjórnmálamanna - sem myndu í framhaldi tjá skoðanir sínar og afstöðu. Hér á landi gerist það bara aldrei. Hvers vegna? Hér er sýndur fjöldi nýrra íslenskra leikrita á hverju ári. Það er sannanlega ágæt aðsókn að þeim en það mætti ætla að allir áhorfendur væru útlendingar, því það heyrist aldrei múkk frá neinum þeirra. Eru þetta svona rislítil verk, fátt í þeim til frásagnar, örlöglaus? Eru skilaboð þeirra um samtímann fremur "svona er þetta, æ, æ," en "opnið augun; svona er þetta!" Eða eru Íslendingar bara svona dofnir áhorfendur. Er leikhúsið orðið að áningarstað á milli aðalréttar og eftirréttar í nærliggjandi veitingahúsi. Förum við þangað til að láta hafa ofan af fyrir okkar á meðan við liggjum á meltunni. Tökum við yfirleitt ekkert eftir því sem við erum að horfa á - eða er okkur bara nákvæmlega sama? Það eru líklega ekki margir sem hafa tölu á þeim íslensku skáldverkum sem eru skrifuð hér á hverju ári. Bækur þeirra seljast samanlagt í tugþúsundatali, en það er samt eins og enginn lesi þær, skilji þær eða nenni að hafa skoðun á þeim. Það er helst að eitthvað sé röflað út af staðreyndum í stöku ævisögu - en þær eru ekki skáldverk, þótt vissulega séu minningar alltaf spurning um val. Það hlýtur að vera hundleiðinlegt og reyna þrotlaust á taugarnar að vera rithöfundur hjá þjóð sem sýnir aldrei nein viðbrögð, hefur enga skoðun á því sem maður er að gera, eða tjáir sig alls ekki um það. Eitt áhugaverðasta fyrirbrigðið í íslensku menninarlífi er Caput-hópurinn, sem hefur árum saman sérhæft sig í flutningi á nýjum verkum eftir tónskáldin okkar - og stöku erlent tónskáld. En það væri synd að segja að biðraðir mynduðust í miðasölu fyrir tónleika hópsins, sem oftar en ekki eru ógleymanlegir. Þá sjaldan að heyrist til hins almenna borgara tjá sig um nútímatónlist, er það neikvætt. Heyrast þá gjarnan sleggjudómar á við þá að þetta sé bara garg og ýl og óskiljanlegur hávaði; þess vegna sæki fólk ekki tónleika þar sem nútímatónlist er flutt. En hvernig veit það þá hvernig tónlistin er? Staðreyndin er sú að það er til bæði góð og slæm nútímatónlist, rétt eins og til var góð klassísk, rómantísk og barrok tónlist. Tíminn hefur bara skilið hismið frá kjarnanum. Hvað myndlistina varðar, má segja að það sama gildi og um nútímatónlist. Fáir virðast skoða og enginn segir neitt. Samt er það nú svo að listir eru sérstakt tungumál sem þekkir engin landamæri. Verkin sem listamenn skapa segja umheiminum hver við erum, hvernig við hugsum og lifum. Hvað er að þessari þjóð? Höfum við ekki áhuga á þeirri sköpun sem á sér stað í landinu? Er okkur sama hvernig samtími okkar er sagður? Er ekki í okkur nein forvitni um okkur sjálf og samfélagið? Eða eru listamennirnir okkar bara að vinna verk sem staðfesta ómerkilega dægradvöl ómerkilegs lífs ómerkilegrar þjóðar? Er þjóðin hætt að hafa skoðanir?Súsanna Svavarsdóttir - sussa@frettabladid.is
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun