Logandi kindur í veðurofsa 19. október 2004 00:01 Óhemjuerfiðar aðstæður í ofsaroki mættu slökkviliði á bænum Knerri í Breiðuvík á Snæfellsnesi um klukkan átta á mánudagskvöldið, en þar brunnu um kvöldið og nóttina fjárhús, hlaða og tækjageymsla. Talið er að yfir 600 sláturlömb hafi brunnið inni í eldsvoðanum og einhverjar kindur drápust líka. Í tækjageymslunni brunnu svo, að sögn Jóns Þórs Lúðvíkssonar, slökkviliðsstjóra í Ólafsvík, töluverð verðmæti. "Fjárflutningabíll, gröfur, traktorar, heyhleðsluvagn og allt mögulegt." Íbúðarhús bæjarins sem stendur um 50 metrum frá útihúsunum slapp. Talið er að vindhraði hafi farið hátt í 60 metra á sekúndu í hviðum. Friðgeir K. Karlsson, bóndi á Knerri, varð var við eldinn skömmu eftir að kvöldfréttir Sjónvarpsins hófust, en hann sá þá úti bjarmann frá hlöðunni sem stóð í björtu báli, en eldurinn er talinn hafa kviknað af hitnun í heyinu, sem vindurinn náði svo að magna upp. Friðgeir og bændur sem dreif að frá nærliggjandi bæjum, reyndu eftir megni að bjarga kindum út úr brennandi fjárhúsinu, en tókst ekki að bjarga nema á þriðja tug kinda. "Þeir lögðu sig í stórhættu og mildi að þeir sluppu sjálfir úr reykjarkófinu," sagði Jón Þór og bætti við að aðkoman hafi verið skelfileg. "Allt var alelda og við reyndum bara að verja það sem við gátum. Svo skipti áttum alveg sitt á hvað, yfir okkur fuku járnplötur og við þurftum að hörfa og sækja á víxl," sagði hann og taldi að slökkviliðsmennirnir hafi verið í stórhættu í veðurofsanum. "Rokið var slíkt að við vorum tveir sem misstum hjálmana þegar þeir rifnuðu af okkur í veðurofsanum. Svo hlupu kindur út logandi, sumar brunnar í framan, blindar." Jón Þór lýsti því hvernig slökkviliðsmenn hafi hörfað inn í tankbíl fullan af vatni þegar veðurofsinn var hvað mestur og óttast mest að veðrið velti honum, því hann hafi skekist til "eins og hundur að hrista sig." Þá var vatnsskortur á bænum og þurfti því að sækja vatn á næstu bæi. "Maður veit bara ekki enn þá hvað tekur við," sagði Friðgeir K. Karlsson, bóndi á Knerri. Auk þess að missa sláturlömbin auk einhverra sauða og veturgamals fjár sem hann ætlaði að láta slátra brann allt heyið í hlöðunni og á hann því hvorki eftir húsaskjól né fæði handa á áttunda hundrað fjár sem ekki voru í húsi. Friðgeir taldi að um helmingurinn af því sem varð eldi að bráð hafi verið tryggt. "Svona helmingurinn af kofunum og skepnurnar held ég," sagði hann. Þegar leið að miðjum degi í gær var tekið að lægja við bæinn, en þá logaði enn í hlöðunni og reykur lá yfir öllu. Greina mátti hræ inni í fjárhúsi og dauðar kindur lágu við útihúsin. Þá mátti heyra glamur í bárujárnsplötum sem rifnað höfðu frá klæðningu útihúsanna þegar þær komu veltandi niður fjallshlíðina fyrir ofan bæinn, undnar og sviðnar eftir átök næturinnar. Jón Þór Lúðvíksson, slökkviliðsstjóri í Slökkviliði Snæfellsbæjar, stjórnaði aðgerðum á vettvangi, en einnig barst liðsauki frá Slökkviliði Grundarfjarðar.Mynd/PjeturReykur lá yfir öllu um miðjan dag í gær og smáeldar loguðu enn í hlöðunni eftir hádegi í gær. Lögreglan í Ólafsvík var á staðnum og vaktaði rústirnar.Mynd/Pjetur Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Sjá meira
Óhemjuerfiðar aðstæður í ofsaroki mættu slökkviliði á bænum Knerri í Breiðuvík á Snæfellsnesi um klukkan átta á mánudagskvöldið, en þar brunnu um kvöldið og nóttina fjárhús, hlaða og tækjageymsla. Talið er að yfir 600 sláturlömb hafi brunnið inni í eldsvoðanum og einhverjar kindur drápust líka. Í tækjageymslunni brunnu svo, að sögn Jóns Þórs Lúðvíkssonar, slökkviliðsstjóra í Ólafsvík, töluverð verðmæti. "Fjárflutningabíll, gröfur, traktorar, heyhleðsluvagn og allt mögulegt." Íbúðarhús bæjarins sem stendur um 50 metrum frá útihúsunum slapp. Talið er að vindhraði hafi farið hátt í 60 metra á sekúndu í hviðum. Friðgeir K. Karlsson, bóndi á Knerri, varð var við eldinn skömmu eftir að kvöldfréttir Sjónvarpsins hófust, en hann sá þá úti bjarmann frá hlöðunni sem stóð í björtu báli, en eldurinn er talinn hafa kviknað af hitnun í heyinu, sem vindurinn náði svo að magna upp. Friðgeir og bændur sem dreif að frá nærliggjandi bæjum, reyndu eftir megni að bjarga kindum út úr brennandi fjárhúsinu, en tókst ekki að bjarga nema á þriðja tug kinda. "Þeir lögðu sig í stórhættu og mildi að þeir sluppu sjálfir úr reykjarkófinu," sagði Jón Þór og bætti við að aðkoman hafi verið skelfileg. "Allt var alelda og við reyndum bara að verja það sem við gátum. Svo skipti áttum alveg sitt á hvað, yfir okkur fuku járnplötur og við þurftum að hörfa og sækja á víxl," sagði hann og taldi að slökkviliðsmennirnir hafi verið í stórhættu í veðurofsanum. "Rokið var slíkt að við vorum tveir sem misstum hjálmana þegar þeir rifnuðu af okkur í veðurofsanum. Svo hlupu kindur út logandi, sumar brunnar í framan, blindar." Jón Þór lýsti því hvernig slökkviliðsmenn hafi hörfað inn í tankbíl fullan af vatni þegar veðurofsinn var hvað mestur og óttast mest að veðrið velti honum, því hann hafi skekist til "eins og hundur að hrista sig." Þá var vatnsskortur á bænum og þurfti því að sækja vatn á næstu bæi. "Maður veit bara ekki enn þá hvað tekur við," sagði Friðgeir K. Karlsson, bóndi á Knerri. Auk þess að missa sláturlömbin auk einhverra sauða og veturgamals fjár sem hann ætlaði að láta slátra brann allt heyið í hlöðunni og á hann því hvorki eftir húsaskjól né fæði handa á áttunda hundrað fjár sem ekki voru í húsi. Friðgeir taldi að um helmingurinn af því sem varð eldi að bráð hafi verið tryggt. "Svona helmingurinn af kofunum og skepnurnar held ég," sagði hann. Þegar leið að miðjum degi í gær var tekið að lægja við bæinn, en þá logaði enn í hlöðunni og reykur lá yfir öllu. Greina mátti hræ inni í fjárhúsi og dauðar kindur lágu við útihúsin. Þá mátti heyra glamur í bárujárnsplötum sem rifnað höfðu frá klæðningu útihúsanna þegar þær komu veltandi niður fjallshlíðina fyrir ofan bæinn, undnar og sviðnar eftir átök næturinnar. Jón Þór Lúðvíksson, slökkviliðsstjóri í Slökkviliði Snæfellsbæjar, stjórnaði aðgerðum á vettvangi, en einnig barst liðsauki frá Slökkviliði Grundarfjarðar.Mynd/PjeturReykur lá yfir öllu um miðjan dag í gær og smáeldar loguðu enn í hlöðunni eftir hádegi í gær. Lögreglan í Ólafsvík var á staðnum og vaktaði rústirnar.Mynd/Pjetur
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Sjá meira