Rokk í Reykjavík 19. október 2004 08:00 Iceland Airwaves-hátíðin var fyrst haldin árið 1999. Þá voru rétt rúmlega þúsund manns samankomnir eina kvöldstund í Flugskýli fjögur á Reykjavíkurflugvelli og hlustuðu á leik þriggja erlendra hljómsveita og fjögurra íslenskra. Nú, fimm árum síðar, stendur hátíðin í fimm daga, hún er haldin á sex stöðum í miðborg Reykjavíkur og fram koma 137 hljómsveitir, sólóistar og plötusnúðar. Meirihlutinn er íslenskur en 22 koma utan úr heimi. Þorri gesta í flugskýlinu forðum var íslenskur en nú hafa yfir þúsund útlendingar keypt sér miða í gegnum söluskrifstofur Icelandair austan hafs og vestan og viðbúið að enn fleiri hafi komið til landsins á eigin vegum og fest sér miða á Íslandi. Von er á um 150 fjölmiðlamönnum, sem er talsverð aukning frá því sem var í fyrra. Magnús Oddsson ferðamálastjóri er ánægður með tónlistarveisluna enda kærkomin viðbót við annað sem laðar útlendinga til landsins. "Alllir viðburðir eru góðir, ekki síst þeir sem haldnir eru utan háannatíma." Magnús segir erfitt að meta sérstaklega gagnsemi landkynningarinnar sem af Iceland Airwaves hlýst enda koma yfir átta hundruð blaðamenn til landsins á ári hverju og skrif þeirra renna oft saman við annað. "Við höfum hins vegar ekki séð þess merki að tónlistin ein og sér dragi fólk til Íslands. Þegar við spyrjum erlenda gesti hvers vegna þeir komu til landsins er það langoftast vegna náttúrunnar. Við eigum enn eftir að sjá það svart á hvítu að tónlist hafi þar eitthvað að segja, en sá dagur kann að koma," segir Magnús.Þróast frá ári til árs Fyrirtækið Hr. Örlygur annast framkvæmd Iceland Airwaves en Icelandair og Reykjavíkurborg styðja myndarlega við bakið á hátíðinni. Í fyrra gekkst borgin við að leggja fimmtán milljónir króna til verkefnisins á fjórum árum og verðmæti framlags Icelandair er metið á um tíu milljónir á ári. Er það fólgið í farseðlum, kynningarstarfi og beinhörðum peningum. Þorsteinn Stephensen hjá Hr. Örlygi unir nokkuð glaður við sitt. Tvö þúsund og fimm hundruð miðar eru í boði og ógjörningur, eins og sakir standa, að fjölga þeim. "Við seljum í raun eins marga miða og við getum. Flugsæti og hótelherbergi bjóða ekki upp á mikið meira og það gæti skapast öngþveiti fyrir utan staðina ef gestirnir væru fleiri." Hann bendir á að góðir tónleikastaðir í miðborg Reykjavíkur séu ekki mjög margir en þeim hafi þó fjölgað og aðstaða batnað. Engu að síður er mikilvægt að þróa hátíðina frá ári til árs. "Hún þarf að verði betri í ár en í fyrra. Áhuginn dofnar ef boðið er upp á það sama og árið áður." Erfitt er að meta peningalega veltu Iceland Airwaves en hún er talsverð. Einföld margföldun á miðaverði (5.000) og gestafjölda (2.500) sýnir að tólf og hálf milljón fæst í kassann. En kostnaðurinn er mikill og víða liggja verðmæti sem erfitt er að meta í krónum og aurum. Þorsteinn segir sveiflurnar í afkomunni litlar. "Þetta hefur legið þægilega öðru hvoru megin við núllið. Það er aldrei mikill afgangur og aldrei rosalegt tap."Rokkborgin Reykjavík Þátttaka Icelandair í Iceland Airwaves stafar ekki bara af rokkáhuga stjórnenda félagsins. Hátíðin er liður í markaðssetningu Íslands, og þá sér í lagi Reykjavíkur, sem spennandi áfangastaðar utan háannatíma. "Við höfum unnið að þróun ímyndar Reykjavíkur sem hressilegrar og skemmtilegrar borgar með tengsl við náttúruna," segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. "Liður í því er að búa til viðburði til að styrkja þessa ímynd. Við bæði auglýsum Iceland Airwaves sérstaklega og fáum umfjöllun í fjölmiðlum. Afraksturinn er því tvíþættur, annars vegar fáum við ferðamenn til að koma á hátíðina sjálfa og hins vegar er þetta tækifæri til að koma Íslandi og Reykjavík á framfæri í gegnum fjölmiðla." Guðjón segir árangurinn þegar góðan, umfjöllunin hafi verið mikil og að mestu jákvæð. "Reykjavík hefur orðið sterka ímynd sem borg áhugaverðrar tónlistar og þar er svo sem fleiru að þakka, t.d. Björk og Sigur Rós. En Iceland Airwaves þykir öðruvísi og sérkennileg og það er einmitt það sem við erum að sækjast eftir. Að auki hefur farþegafjöldinn vaxið með árunum og hátíðin hefur náð eyrum fólks utan Bandaríkjanna og Bretlands. Nú koma gestir einnig frá Skandinavíu, Þýskalandi og víðar af meginlandi Evrópu." Airwaves Innlent Menning Mest lesið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Icewear styrkir Þjóðhátíð Lífið samstarf Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira
Iceland Airwaves-hátíðin var fyrst haldin árið 1999. Þá voru rétt rúmlega þúsund manns samankomnir eina kvöldstund í Flugskýli fjögur á Reykjavíkurflugvelli og hlustuðu á leik þriggja erlendra hljómsveita og fjögurra íslenskra. Nú, fimm árum síðar, stendur hátíðin í fimm daga, hún er haldin á sex stöðum í miðborg Reykjavíkur og fram koma 137 hljómsveitir, sólóistar og plötusnúðar. Meirihlutinn er íslenskur en 22 koma utan úr heimi. Þorri gesta í flugskýlinu forðum var íslenskur en nú hafa yfir þúsund útlendingar keypt sér miða í gegnum söluskrifstofur Icelandair austan hafs og vestan og viðbúið að enn fleiri hafi komið til landsins á eigin vegum og fest sér miða á Íslandi. Von er á um 150 fjölmiðlamönnum, sem er talsverð aukning frá því sem var í fyrra. Magnús Oddsson ferðamálastjóri er ánægður með tónlistarveisluna enda kærkomin viðbót við annað sem laðar útlendinga til landsins. "Alllir viðburðir eru góðir, ekki síst þeir sem haldnir eru utan háannatíma." Magnús segir erfitt að meta sérstaklega gagnsemi landkynningarinnar sem af Iceland Airwaves hlýst enda koma yfir átta hundruð blaðamenn til landsins á ári hverju og skrif þeirra renna oft saman við annað. "Við höfum hins vegar ekki séð þess merki að tónlistin ein og sér dragi fólk til Íslands. Þegar við spyrjum erlenda gesti hvers vegna þeir komu til landsins er það langoftast vegna náttúrunnar. Við eigum enn eftir að sjá það svart á hvítu að tónlist hafi þar eitthvað að segja, en sá dagur kann að koma," segir Magnús.Þróast frá ári til árs Fyrirtækið Hr. Örlygur annast framkvæmd Iceland Airwaves en Icelandair og Reykjavíkurborg styðja myndarlega við bakið á hátíðinni. Í fyrra gekkst borgin við að leggja fimmtán milljónir króna til verkefnisins á fjórum árum og verðmæti framlags Icelandair er metið á um tíu milljónir á ári. Er það fólgið í farseðlum, kynningarstarfi og beinhörðum peningum. Þorsteinn Stephensen hjá Hr. Örlygi unir nokkuð glaður við sitt. Tvö þúsund og fimm hundruð miðar eru í boði og ógjörningur, eins og sakir standa, að fjölga þeim. "Við seljum í raun eins marga miða og við getum. Flugsæti og hótelherbergi bjóða ekki upp á mikið meira og það gæti skapast öngþveiti fyrir utan staðina ef gestirnir væru fleiri." Hann bendir á að góðir tónleikastaðir í miðborg Reykjavíkur séu ekki mjög margir en þeim hafi þó fjölgað og aðstaða batnað. Engu að síður er mikilvægt að þróa hátíðina frá ári til árs. "Hún þarf að verði betri í ár en í fyrra. Áhuginn dofnar ef boðið er upp á það sama og árið áður." Erfitt er að meta peningalega veltu Iceland Airwaves en hún er talsverð. Einföld margföldun á miðaverði (5.000) og gestafjölda (2.500) sýnir að tólf og hálf milljón fæst í kassann. En kostnaðurinn er mikill og víða liggja verðmæti sem erfitt er að meta í krónum og aurum. Þorsteinn segir sveiflurnar í afkomunni litlar. "Þetta hefur legið þægilega öðru hvoru megin við núllið. Það er aldrei mikill afgangur og aldrei rosalegt tap."Rokkborgin Reykjavík Þátttaka Icelandair í Iceland Airwaves stafar ekki bara af rokkáhuga stjórnenda félagsins. Hátíðin er liður í markaðssetningu Íslands, og þá sér í lagi Reykjavíkur, sem spennandi áfangastaðar utan háannatíma. "Við höfum unnið að þróun ímyndar Reykjavíkur sem hressilegrar og skemmtilegrar borgar með tengsl við náttúruna," segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. "Liður í því er að búa til viðburði til að styrkja þessa ímynd. Við bæði auglýsum Iceland Airwaves sérstaklega og fáum umfjöllun í fjölmiðlum. Afraksturinn er því tvíþættur, annars vegar fáum við ferðamenn til að koma á hátíðina sjálfa og hins vegar er þetta tækifæri til að koma Íslandi og Reykjavík á framfæri í gegnum fjölmiðla." Guðjón segir árangurinn þegar góðan, umfjöllunin hafi verið mikil og að mestu jákvæð. "Reykjavík hefur orðið sterka ímynd sem borg áhugaverðrar tónlistar og þar er svo sem fleiru að þakka, t.d. Björk og Sigur Rós. En Iceland Airwaves þykir öðruvísi og sérkennileg og það er einmitt það sem við erum að sækjast eftir. Að auki hefur farþegafjöldinn vaxið með árunum og hátíðin hefur náð eyrum fólks utan Bandaríkjanna og Bretlands. Nú koma gestir einnig frá Skandinavíu, Þýskalandi og víðar af meginlandi Evrópu."
Airwaves Innlent Menning Mest lesið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Icewear styrkir Þjóðhátíð Lífið samstarf Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira