Össur gagnrýnir aðgerðarleysi 16. október 2004 00:01 Sjálfstæðisflokkurinn er að notfæra sér verkfallið til að ýta undir hugmyndir um einkavæðingu skólakerfisins að sögn Össurar Skarphéðinssonar, formanns Samfylkingarinnar. Í ræðu á flokkstjórnarfundi Samfylkingarinnar í gær gagnrýndi Össur ríkisstjórnina harkalega vegna aðgerðaleysis í kennaraverkfallinu. Hann sagði að vegna hugmynda um einkavæðingu þráaðist Sjálfstæðisflokkurinn við því að ríkisstjórnin kæmi að lausn deilunnar. "Krafa manna sem tilheyra Sjálfstæðisflokknum um fleiri rekstrarform er ekkert annað en krafa um einkavæðingu skólakerfisins. Það er markmið Sjálfstæðisflokksins," sagði Össur. Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að flokkurinn sé á engan hátt að nýta sér verkfallið til að ýta undir hugmyndir um einkavæðingu skólakerfisins. "Það er engin spurning að verkfall mun leiða til þess að almenningur mun kalla á eftir breytingum á skólakerfinu. Verkfallið hefur nú þegar leitt til þess að fólk notar í auknum mæli netið og kennsluforrit í námi sínu og þetta mun eflaust flýta þróun skólakerfisins. Það hefur lengi verið á stefnuskrá hjá mörgum sjálfstæðismönnum að auka einkavæðingu - líka í skólakerfinu." Össur sagði ábyrgðarleysi af ríkisstjórn að segja um verkfall sem varðar þriðjung heimila í landinu að það kæmi henni ekki við. "Það er ábyrgðarleysi sem stappar nærri gáleysi. Það var þessi ríkisstjórn sem bjó til samningana sem grunnskólakennarar miða sig eðlilega við. Það var þessi ríkisstjórn sem breytti skattkerfinu þannig að hátt á annan milljarð króna minna koma árlega í hlut sveitarfélaganna. Það er því þessi ríkisstjórn sem ber ábyrgð á slæmri fjárhagsstöðu sveitarfélaganna." Össur gagnrýndi einnig framsóknarmenn. "Þegar formaður Framsóknarflokksins segir að verkfallið komi sér ekki við, þá er hann verkfæri Sjálfstæðisflokksins við að koma í gegn einkaskólum og einkavæðingu menntakerfisins." Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðarmaður Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra, sagði við Fréttablaðið að forsætisráðherra hefði ekki áhuga á að svara gagnrýni Össurar. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn er að notfæra sér verkfallið til að ýta undir hugmyndir um einkavæðingu skólakerfisins að sögn Össurar Skarphéðinssonar, formanns Samfylkingarinnar. Í ræðu á flokkstjórnarfundi Samfylkingarinnar í gær gagnrýndi Össur ríkisstjórnina harkalega vegna aðgerðaleysis í kennaraverkfallinu. Hann sagði að vegna hugmynda um einkavæðingu þráaðist Sjálfstæðisflokkurinn við því að ríkisstjórnin kæmi að lausn deilunnar. "Krafa manna sem tilheyra Sjálfstæðisflokknum um fleiri rekstrarform er ekkert annað en krafa um einkavæðingu skólakerfisins. Það er markmið Sjálfstæðisflokksins," sagði Össur. Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að flokkurinn sé á engan hátt að nýta sér verkfallið til að ýta undir hugmyndir um einkavæðingu skólakerfisins. "Það er engin spurning að verkfall mun leiða til þess að almenningur mun kalla á eftir breytingum á skólakerfinu. Verkfallið hefur nú þegar leitt til þess að fólk notar í auknum mæli netið og kennsluforrit í námi sínu og þetta mun eflaust flýta þróun skólakerfisins. Það hefur lengi verið á stefnuskrá hjá mörgum sjálfstæðismönnum að auka einkavæðingu - líka í skólakerfinu." Össur sagði ábyrgðarleysi af ríkisstjórn að segja um verkfall sem varðar þriðjung heimila í landinu að það kæmi henni ekki við. "Það er ábyrgðarleysi sem stappar nærri gáleysi. Það var þessi ríkisstjórn sem bjó til samningana sem grunnskólakennarar miða sig eðlilega við. Það var þessi ríkisstjórn sem breytti skattkerfinu þannig að hátt á annan milljarð króna minna koma árlega í hlut sveitarfélaganna. Það er því þessi ríkisstjórn sem ber ábyrgð á slæmri fjárhagsstöðu sveitarfélaganna." Össur gagnrýndi einnig framsóknarmenn. "Þegar formaður Framsóknarflokksins segir að verkfallið komi sér ekki við, þá er hann verkfæri Sjálfstæðisflokksins við að koma í gegn einkaskólum og einkavæðingu menntakerfisins." Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðarmaður Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra, sagði við Fréttablaðið að forsætisráðherra hefði ekki áhuga á að svara gagnrýni Össurar.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira