Námskeið framundan 12. október 2004 00:01 Íslendingar eru þekktir fyrir mikinn áhuga á ættfræði. Þorgrímur Gestsson virkjar þann áhuga í námskeiði sem hann kennir í Námsflokkum Reykjavíkur og kallast Ritun ættarsögu. "Námskeiðið er til dæmis hugsað fyrir fólk sem er að standa fyrir ættarmóti og langar til að skrifa sögu ættarinnar í stuttu máli. Einnig hafa þeir sem teknir eru að eldast áhuga á að punkta ýmislegt niður, ég leiðbeini þeim hvernig best er að haga þeirri vinnu. Síðan kynni ég þátttakendum hvernig leita ber á söfnum og fer með þá inn á helstu bókasöfnin," segir Þorgrímur. Viðtalstækni er atriði sem Þorgrímur kennir: "Fólk tekur gjarnan viðtöl við elstu fjölskyldumeðlimina, ég kem með ábendingar hvernig best er að standa að því, kenni fólki einnig hvernig það getur nýtt sér segulbandstækni og fleira." Gamlir nemendur Þorgríms hafa sumir hafist handa við að skrá ættarsögu sína. "Síðasti hópur var mjög áhugasamur og skemmtilegur," segir Þorgrímur og hlakkar til að hitta næsta hóp. Nánari upplýsingar á síðunni namsflokkar.is Nám Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Íslendingar eru þekktir fyrir mikinn áhuga á ættfræði. Þorgrímur Gestsson virkjar þann áhuga í námskeiði sem hann kennir í Námsflokkum Reykjavíkur og kallast Ritun ættarsögu. "Námskeiðið er til dæmis hugsað fyrir fólk sem er að standa fyrir ættarmóti og langar til að skrifa sögu ættarinnar í stuttu máli. Einnig hafa þeir sem teknir eru að eldast áhuga á að punkta ýmislegt niður, ég leiðbeini þeim hvernig best er að haga þeirri vinnu. Síðan kynni ég þátttakendum hvernig leita ber á söfnum og fer með þá inn á helstu bókasöfnin," segir Þorgrímur. Viðtalstækni er atriði sem Þorgrímur kennir: "Fólk tekur gjarnan viðtöl við elstu fjölskyldumeðlimina, ég kem með ábendingar hvernig best er að standa að því, kenni fólki einnig hvernig það getur nýtt sér segulbandstækni og fleira." Gamlir nemendur Þorgríms hafa sumir hafist handa við að skrá ættarsögu sína. "Síðasti hópur var mjög áhugasamur og skemmtilegur," segir Þorgrímur og hlakkar til að hitta næsta hóp. Nánari upplýsingar á síðunni namsflokkar.is
Nám Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira