Kennaraviðræður sigldu í strand 10. október 2004 00:01 Hvorki gengur né rekur í samningaviðræðum kennara og sveitarfélaga. Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari sleit fundi um kvöldmatarleytið í gær og hyggst ekki boða samningamenn aftur til fundar fyrr en á miðvikudag. Enn ber mikið í milli í viðræðunum og það er ekki til þess fallið að einfalda málin að hvorir um sig hafa gjörólíkar hugmyndir um hvernig eigi að leysa vandann. Fulltrúar kennara segja samkomulag ekki nást án þess að ríkið komi að deilunni með aukið fjármagn en fulltrúar sveitarfélaga segja það á ábyrgð sveitarfélaga og kennara að semja án aðkomu ríkisins. "Ég er allt annað en bjartsýnn," segir Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands. "Þetta lítur í raun og veru þannig út frá mínum bæjardyrum séð að það sé verið að reyna að þröngva okkur til að skrifa undir kjarasamning sem maður veit að verður aldrei samþykktur." Hann segir að slíkur gjörningur myndi leiða til margra vikna verkfalls í kjölfarið og segir samninga ekki nást nema meiri peningur sé settur í skólamálin. "Ég neita því að ríkið beri ekki ábyrgð á skólamálum í landinu þó framkvæmdin sé í höndum sveitarfélaganna," sagði hann. "Ég sé enga aðkomu ríkisvaldsins í þessu. Þetta er milli sveitarfélaganna og viðsemjenda þeirra," segir hins vegar Birgir Björn Sigurjónsson, formaður samninganefndar sveitarfélaganna. "Það hlýtur að vera sú krafa á báðum aðilum að leggja sig fram um að finna lausn, öðru vísi gerist þetta ekki," segir hann en vill ekki tjá sig um hvaða líkur hann telji á að samningar náist á næstunni. Ekki náðist í menntamálaráðherra eftir fundarslit í gær en ráðherrar hafa áður sagt að ríkið komi ekki að lausn deilunnar. Ekki er vilji fyrir því í Sambandi íslenskra sveitarfélaga að leita eftir sérstökum samningum við ríkið nú og á dögunum sameinuðust fulltrúar R-lista og Sjálfstæðisflokks um að fella tillögu F-listans um að óska eftir aðkomu stjórnvalda að lausn deilunnar. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Hvorki gengur né rekur í samningaviðræðum kennara og sveitarfélaga. Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari sleit fundi um kvöldmatarleytið í gær og hyggst ekki boða samningamenn aftur til fundar fyrr en á miðvikudag. Enn ber mikið í milli í viðræðunum og það er ekki til þess fallið að einfalda málin að hvorir um sig hafa gjörólíkar hugmyndir um hvernig eigi að leysa vandann. Fulltrúar kennara segja samkomulag ekki nást án þess að ríkið komi að deilunni með aukið fjármagn en fulltrúar sveitarfélaga segja það á ábyrgð sveitarfélaga og kennara að semja án aðkomu ríkisins. "Ég er allt annað en bjartsýnn," segir Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands. "Þetta lítur í raun og veru þannig út frá mínum bæjardyrum séð að það sé verið að reyna að þröngva okkur til að skrifa undir kjarasamning sem maður veit að verður aldrei samþykktur." Hann segir að slíkur gjörningur myndi leiða til margra vikna verkfalls í kjölfarið og segir samninga ekki nást nema meiri peningur sé settur í skólamálin. "Ég neita því að ríkið beri ekki ábyrgð á skólamálum í landinu þó framkvæmdin sé í höndum sveitarfélaganna," sagði hann. "Ég sé enga aðkomu ríkisvaldsins í þessu. Þetta er milli sveitarfélaganna og viðsemjenda þeirra," segir hins vegar Birgir Björn Sigurjónsson, formaður samninganefndar sveitarfélaganna. "Það hlýtur að vera sú krafa á báðum aðilum að leggja sig fram um að finna lausn, öðru vísi gerist þetta ekki," segir hann en vill ekki tjá sig um hvaða líkur hann telji á að samningar náist á næstunni. Ekki náðist í menntamálaráðherra eftir fundarslit í gær en ráðherrar hafa áður sagt að ríkið komi ekki að lausn deilunnar. Ekki er vilji fyrir því í Sambandi íslenskra sveitarfélaga að leita eftir sérstökum samningum við ríkið nú og á dögunum sameinuðust fulltrúar R-lista og Sjálfstæðisflokks um að fella tillögu F-listans um að óska eftir aðkomu stjórnvalda að lausn deilunnar.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira