Bensínverð að sliga heimilin 8. október 2004 00:01 Félag íslenskra bifreiðaeigenda hyggst gera kröfu til stjórnvalda um að gripið verði til tímabundinna aðgerða til að draga úr sveiflum á bensínverði, sem skelli á landsmönnum með miklum þunga. "Það er ljóst að þessi mikla hækkun á bensínverði er að sliga heimilin í landinu," sagði Runólfur og benti á að hækkunin hefði verið ríflega 16 prósent á tæpum tveimur síðustu árum. Hann sagði að vissulega væri mikil verðhækkun á eldsneyti að ganga yfir heiminn. Annars vegar stafaði það af þekktum óróa í olíuframleiðsluríkjunum. Hins vegar væri iðnvæðing þróunarríkjanna, sem hefði í för með sér stóraukna eftirspurn eftir eldsneyti og spákaupmennsku samhliða því. En ríkissjóður væri að njóta hækkaðs virðisaukaskatts samfara bensínhækkunum. Gera mætti ráð fyrir að skatttekjur hans af bensíni einu væri ríflega 500 milljónir í tekjuauka, miðað við meðalverð á síðasta ári. Hins vegar hefði aukin samkeppni í eldsneytissölu heldur haldið aftur af hækkun álagningar. Um tíma hefði tilhneigingar gætt hjá oliufélögunum að hækka álagningu umfram meðalálagningu. "Eftir sem áður er lítraverðið gríðarlega hátt," sagði Runólfur. "Þetta er farið að telja í tugum þúsunda fyrir hverja meðalfjölskyldu. menn sjá ekki teikn á lofti um að það séu einhverjar róttækar, viðvarandi verðbreytingar í loftinu niður á við." Spurður um afstöðu FÍB til skattheimtu stjórnvalda af bensínverði benti Runólfur á að fyrri Persaflóaátökunum hefði tímabundið verið lækkað vörugjald af bensíni hér á landi. Það hefði endurtekið sig í kringum "rauðu strikin" fyrir tveimur árum, því menn hefðu séð fram á að fyrirliggjandi eldsneytishækkanir gætu jafnvel haft áhrif á kjarasamninga. "Við teljum eðlilegt, að nú verði gripið til tímabundinna aðgerða til að draga úr sveiflunum," sagði Runólfur. "Það liggur fyrir að eftir sem áður er ríkið að njóta góðs af þessari þróun í formi hækkaðs virðisaukaskatts." Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
Félag íslenskra bifreiðaeigenda hyggst gera kröfu til stjórnvalda um að gripið verði til tímabundinna aðgerða til að draga úr sveiflum á bensínverði, sem skelli á landsmönnum með miklum þunga. "Það er ljóst að þessi mikla hækkun á bensínverði er að sliga heimilin í landinu," sagði Runólfur og benti á að hækkunin hefði verið ríflega 16 prósent á tæpum tveimur síðustu árum. Hann sagði að vissulega væri mikil verðhækkun á eldsneyti að ganga yfir heiminn. Annars vegar stafaði það af þekktum óróa í olíuframleiðsluríkjunum. Hins vegar væri iðnvæðing þróunarríkjanna, sem hefði í för með sér stóraukna eftirspurn eftir eldsneyti og spákaupmennsku samhliða því. En ríkissjóður væri að njóta hækkaðs virðisaukaskatts samfara bensínhækkunum. Gera mætti ráð fyrir að skatttekjur hans af bensíni einu væri ríflega 500 milljónir í tekjuauka, miðað við meðalverð á síðasta ári. Hins vegar hefði aukin samkeppni í eldsneytissölu heldur haldið aftur af hækkun álagningar. Um tíma hefði tilhneigingar gætt hjá oliufélögunum að hækka álagningu umfram meðalálagningu. "Eftir sem áður er lítraverðið gríðarlega hátt," sagði Runólfur. "Þetta er farið að telja í tugum þúsunda fyrir hverja meðalfjölskyldu. menn sjá ekki teikn á lofti um að það séu einhverjar róttækar, viðvarandi verðbreytingar í loftinu niður á við." Spurður um afstöðu FÍB til skattheimtu stjórnvalda af bensínverði benti Runólfur á að fyrri Persaflóaátökunum hefði tímabundið verið lækkað vörugjald af bensíni hér á landi. Það hefði endurtekið sig í kringum "rauðu strikin" fyrir tveimur árum, því menn hefðu séð fram á að fyrirliggjandi eldsneytishækkanir gætu jafnvel haft áhrif á kjarasamninga. "Við teljum eðlilegt, að nú verði gripið til tímabundinna aðgerða til að draga úr sveiflunum," sagði Runólfur. "Það liggur fyrir að eftir sem áður er ríkið að njóta góðs af þessari þróun í formi hækkaðs virðisaukaskatts."
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira