Enn pattstaða við Akureyrarhöfn 5. október 2004 00:01 Pattstaða ríkir enn við Akureyrarhöfn þar sem félagar úr Sjómannasambandinu hindra löndun úr Sólbaki EA. Sjómannasambandið segist verða kyrrt þar til forstjóri Brims tekur til baka sérsamning sem gerður var við áhöfnina. Forstjórinn stendur hins vegar fast á sínu og segist vera með lögin sín megin. Lögreglan segir þetta vinnudeilu og mun ekki blanda sér í málið að svo komnu. Lið manna úr forystu Sjómannasambandsins tók á móti Sólbaki EA þegar togarinn kom til hafnar á Akureyri í dag. Skipið er alfarið í eigu Brims en forstjóri fyrirtækisins stofnaði um rekstur hans sérstakt félag og samdi sérstaklega við áhöfnina án hlutdeildar Sjómannasambandsins. Þessu hefur verkalýðsforystan mótmælt harðlega og sagt brot á vinnulöggjöf og kjarasamningum. Menn séu þvingaði til að standa utan verkalýðsfélaga og fái verri kjör en samningar segi til um. Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambandsins, telur málið klárt lögbrot og enga ástæðu til að fara með það fyrir dómstóla. Hann segir lögin þeirra megin og kjarasamningarnir klárlega og hefur sambandið fengið álit margra lögfræðinga á málinu. Sævar segir sjómenn ætla að vera á bryggjunni þar til GuðmundurKristjánsson, forstjóri Brims, „hættir þessum leik“ eins og Sævar orðar það. Guðmundur segist alltaf til í að tala við Sjómannasambandið en forsvarsmenn þess hafi ekki óskað eftir neinum fundi. Þess vegna átti hann sig ekki á því hvað Sævar og félagar eru að tala um. Allt hjá Brimi er löglegt að sögn Guðmundar. Guðmundur segir bæði áhöfn Sólbaks og útgerðina ánægða með samninginn og lögfræðingar hafi gefið samþykki sitt - hann sér því ekki vandamálið. Hann segist hafa haldið að þetta væri frjálst samfélag sem við búum í, en kannski sé það ekki svo. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Innlent Fleiri fréttir Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Sjá meira
Pattstaða ríkir enn við Akureyrarhöfn þar sem félagar úr Sjómannasambandinu hindra löndun úr Sólbaki EA. Sjómannasambandið segist verða kyrrt þar til forstjóri Brims tekur til baka sérsamning sem gerður var við áhöfnina. Forstjórinn stendur hins vegar fast á sínu og segist vera með lögin sín megin. Lögreglan segir þetta vinnudeilu og mun ekki blanda sér í málið að svo komnu. Lið manna úr forystu Sjómannasambandsins tók á móti Sólbaki EA þegar togarinn kom til hafnar á Akureyri í dag. Skipið er alfarið í eigu Brims en forstjóri fyrirtækisins stofnaði um rekstur hans sérstakt félag og samdi sérstaklega við áhöfnina án hlutdeildar Sjómannasambandsins. Þessu hefur verkalýðsforystan mótmælt harðlega og sagt brot á vinnulöggjöf og kjarasamningum. Menn séu þvingaði til að standa utan verkalýðsfélaga og fái verri kjör en samningar segi til um. Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambandsins, telur málið klárt lögbrot og enga ástæðu til að fara með það fyrir dómstóla. Hann segir lögin þeirra megin og kjarasamningarnir klárlega og hefur sambandið fengið álit margra lögfræðinga á málinu. Sævar segir sjómenn ætla að vera á bryggjunni þar til GuðmundurKristjánsson, forstjóri Brims, „hættir þessum leik“ eins og Sævar orðar það. Guðmundur segist alltaf til í að tala við Sjómannasambandið en forsvarsmenn þess hafi ekki óskað eftir neinum fundi. Þess vegna átti hann sig ekki á því hvað Sævar og félagar eru að tala um. Allt hjá Brimi er löglegt að sögn Guðmundar. Guðmundur segir bæði áhöfn Sólbaks og útgerðina ánægða með samninginn og lögfræðingar hafi gefið samþykki sitt - hann sér því ekki vandamálið. Hann segist hafa haldið að þetta væri frjálst samfélag sem við búum í, en kannski sé það ekki svo.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Innlent Fleiri fréttir Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Sjá meira