Alltaf viðbúinn krísuástandi. 13. október 2005 14:44 Húbert Nói Jóhannesson myndlistarmaður segist eftir nokkra umhugsun velja gamla Árbæinn í Árbæjarsafni sem fegursta hús Reykjavíkur. "Mér finnst líka eitthvað fallegt við þá staðreynd að gamli Árbærinn skuli ennþá vera í Reykjavík. Svo er það heillandi að hægt sé að róta upp húsi svona eiginlega beint úr umhverfinu, úr grjóti, torfi og rekavið." Húbert Nói er alinn upp í Árbænum og á þaðan ljúfar minningar úr æsku. "Þetta var náttúrlega í útjaðri byggðar og afskaplega "kreatívt" umhverfi, sem fæddi af sér marga skapandi einstaklinga. Maður varð að hafa ofan af fyrir sér og finna upp á einhverju skemmtilegu því það voru engin skipulögð leiksvæði. Ég og vinur minn fengum til dæmis allskyns dót til afnota sem tengdist starfi föður hans hjá Hafrannsóknastofnuninni. Þetta dót varð grunnur að margvíslegum vísindarannsóknum í Árbænum og við fórum aldrei út úr húsi án þess að vera með poka í beltisstað með matador-húsum, eldspýtum og allskyns drasli sem við ætluðum að nota ef við þyrftum að bregðast við krísuástandi í hverfinu. Það kom nú reyndar aldrei til, en við vorum tilbúnir að mæta hverju sem var og gátum gert skyndikort af svæðinu með aðstoð matador-húsanna ef á þyrfti að halda." Húbert Nói er ekki frá því að hann sæki eitthvað af sínum myndlistarneista í gamla hverfið sitt. "Til dæmis litaskalinn, það var ekki mikil ljósmengun í Árbænum þótt það yrði auðvitað aldrei niðamyrkur heldur mismunandi djúpir bláir tónar. En útlínur Esjunnar í myrkrinu settust að í sálinni svo og andrúmsloftið í Árbænum sem var alveg sérstakt." Húbert Nói ætlaði að verða lífefnafræðingur og segist vera það að einum þriðja. "Svo sá ég fram á að ég myndi enda sem líffræðikennari og svissaði snarlega yfir í myndlistina." Nú er hann að undirbúa sýningu sem opnar í Kaupmannahöfn 26. nóvember næstkomandi. "Mér var bara boðið að koma og halda sýningu og ef ég er beðinn að koma slæ ég til. Það er ekkert flóknara," segir hann glaðbeittur. Hús og heimili Mest lesið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Fleiri fréttir Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sjá meira
Húbert Nói Jóhannesson myndlistarmaður segist eftir nokkra umhugsun velja gamla Árbæinn í Árbæjarsafni sem fegursta hús Reykjavíkur. "Mér finnst líka eitthvað fallegt við þá staðreynd að gamli Árbærinn skuli ennþá vera í Reykjavík. Svo er það heillandi að hægt sé að róta upp húsi svona eiginlega beint úr umhverfinu, úr grjóti, torfi og rekavið." Húbert Nói er alinn upp í Árbænum og á þaðan ljúfar minningar úr æsku. "Þetta var náttúrlega í útjaðri byggðar og afskaplega "kreatívt" umhverfi, sem fæddi af sér marga skapandi einstaklinga. Maður varð að hafa ofan af fyrir sér og finna upp á einhverju skemmtilegu því það voru engin skipulögð leiksvæði. Ég og vinur minn fengum til dæmis allskyns dót til afnota sem tengdist starfi föður hans hjá Hafrannsóknastofnuninni. Þetta dót varð grunnur að margvíslegum vísindarannsóknum í Árbænum og við fórum aldrei út úr húsi án þess að vera með poka í beltisstað með matador-húsum, eldspýtum og allskyns drasli sem við ætluðum að nota ef við þyrftum að bregðast við krísuástandi í hverfinu. Það kom nú reyndar aldrei til, en við vorum tilbúnir að mæta hverju sem var og gátum gert skyndikort af svæðinu með aðstoð matador-húsanna ef á þyrfti að halda." Húbert Nói er ekki frá því að hann sæki eitthvað af sínum myndlistarneista í gamla hverfið sitt. "Til dæmis litaskalinn, það var ekki mikil ljósmengun í Árbænum þótt það yrði auðvitað aldrei niðamyrkur heldur mismunandi djúpir bláir tónar. En útlínur Esjunnar í myrkrinu settust að í sálinni svo og andrúmsloftið í Árbænum sem var alveg sérstakt." Húbert Nói ætlaði að verða lífefnafræðingur og segist vera það að einum þriðja. "Svo sá ég fram á að ég myndi enda sem líffræðikennari og svissaði snarlega yfir í myndlistina." Nú er hann að undirbúa sýningu sem opnar í Kaupmannahöfn 26. nóvember næstkomandi. "Mér var bara boðið að koma og halda sýningu og ef ég er beðinn að koma slæ ég til. Það er ekkert flóknara," segir hann glaðbeittur.
Hús og heimili Mest lesið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Fleiri fréttir Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sjá meira