Helmingur kennara fylkti liði 30. september 2004 00:01 Samninganefndir grunnskólakennara og sveitarfélaga hittast aftur á morgun eftir sjö klukkustunda fund hjá ríkissáttasemjara í dag. Formaður Kennarasambandsins segir að þá muni koma í ljós hvort einhverjar glæður hafi kviknað sem hægt verði að blása lífi í. Um helmingur grunnskólakennara á landinu gerði tilraun til að heimsækja borgarstjóra og menntamálaráðherra í dag til að leggja áherslu á kjarakröfur sínar. Á annað þúsund kennarar og kennaranemar söfnuðust saman við húsakynni ríkissáttasemjara í morgun þegar samningafundur hófst og lýstu yfir eindregnum stuðningi við samninganefnd kennara. Fjöldinn óskaði þess að hvergi yrði yrði hvikað frá kröfugerð. Kennarar gengu svo fylktu liði að Ráðhúsinu í Reykjavík þar sem ætlunin var að afhenda borgarstjóra yfirlýsingu þess efnis að kominn sé tími til að pólítískt kjörnir borgarfulltrúar hætti að skýla sér á bakvið andlitslaust fyrirbæri á borð við Launanefnd sveitarfélaganna og axli pólítíska ábyrgð sem borgarfulltrúar. Engir fundir hafa verið haldnir í borgarstjórn um kjaradeiluna þá ellefu daga sem grunnskólakennarar hafa verið í verkfalli Kennarar komu þó að tómum kofanum því borgarstjóri er staddur erlendis og sömu sögu eru að segja um formann Fræðsluráðs. Yfirlýsingin var skilin eftir í móttöku Ráðhússins og síðan lá leið kennara að menntamálaráðuneytinu. Þar átti að reyna að koma þeim skilaboðum til menntamálaráðherra að hún geti ekki firrt sig ábyrgð. Ráðherrann var líka í útlöndum, sem og ráðuneytisstjóri. Ólafur Loftsson, formaður Kennarafélags Reykjavíkur, lýsti því yfir að að mati félagsins lýsti þetta áhugaleysi á málefnum grunnskólans. Haft var á orði að réttast væri að hópurinn færi á næstu ferðaskrifstofu til að koma málstað sínum á framfæri við ráðamenn. Þrátt fyrir að kennarar kvarti um áhugaleysi ráðamanna, þá þarf formaður Kennarafélags Reykjavíkur ekki að kvarta yfir að samstöðu vanti hjá kennurum. Að hans sögn lætur nærri að helmingur grunnskólakennara landsins hafi tekið þátt í göngunni í dag og segir hann það sýna ótrúlega samstöðu á meðal kennara. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Sjá meira
Samninganefndir grunnskólakennara og sveitarfélaga hittast aftur á morgun eftir sjö klukkustunda fund hjá ríkissáttasemjara í dag. Formaður Kennarasambandsins segir að þá muni koma í ljós hvort einhverjar glæður hafi kviknað sem hægt verði að blása lífi í. Um helmingur grunnskólakennara á landinu gerði tilraun til að heimsækja borgarstjóra og menntamálaráðherra í dag til að leggja áherslu á kjarakröfur sínar. Á annað þúsund kennarar og kennaranemar söfnuðust saman við húsakynni ríkissáttasemjara í morgun þegar samningafundur hófst og lýstu yfir eindregnum stuðningi við samninganefnd kennara. Fjöldinn óskaði þess að hvergi yrði yrði hvikað frá kröfugerð. Kennarar gengu svo fylktu liði að Ráðhúsinu í Reykjavík þar sem ætlunin var að afhenda borgarstjóra yfirlýsingu þess efnis að kominn sé tími til að pólítískt kjörnir borgarfulltrúar hætti að skýla sér á bakvið andlitslaust fyrirbæri á borð við Launanefnd sveitarfélaganna og axli pólítíska ábyrgð sem borgarfulltrúar. Engir fundir hafa verið haldnir í borgarstjórn um kjaradeiluna þá ellefu daga sem grunnskólakennarar hafa verið í verkfalli Kennarar komu þó að tómum kofanum því borgarstjóri er staddur erlendis og sömu sögu eru að segja um formann Fræðsluráðs. Yfirlýsingin var skilin eftir í móttöku Ráðhússins og síðan lá leið kennara að menntamálaráðuneytinu. Þar átti að reyna að koma þeim skilaboðum til menntamálaráðherra að hún geti ekki firrt sig ábyrgð. Ráðherrann var líka í útlöndum, sem og ráðuneytisstjóri. Ólafur Loftsson, formaður Kennarafélags Reykjavíkur, lýsti því yfir að að mati félagsins lýsti þetta áhugaleysi á málefnum grunnskólans. Haft var á orði að réttast væri að hópurinn færi á næstu ferðaskrifstofu til að koma málstað sínum á framfæri við ráðamenn. Þrátt fyrir að kennarar kvarti um áhugaleysi ráðamanna, þá þarf formaður Kennarafélags Reykjavíkur ekki að kvarta yfir að samstöðu vanti hjá kennurum. Að hans sögn lætur nærri að helmingur grunnskólakennara landsins hafi tekið þátt í göngunni í dag og segir hann það sýna ótrúlega samstöðu á meðal kennara.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Sjá meira