Einn á báti 28. september 2004 00:01 Saga Kristins H. Gunnarssonar innan Framsóknarflokksins er stutt en viðburðarík. Fyrir sex árum gekk hann í raðir flokksins og var strax leiddur í öndvegi. Í gærkvöldi var hann orðinn útlagi í eigin flokki eftir að þingflokkurinn úthýsti honum úr nefndum alþingis. Kristinn kom fyrst inn á þing árið 1991 fyrir Alþýðubandalagið og hefur setið þar síðan. Þegar hópur þingmanna ákvað að leggja niður Alþýðuflokk og Alþýðubandalag og stofna Samfylkinguna og síðar Vinstri-græna, tilkynnti Kristinn að kveðjustund væri upp runnin. Í skamman tíma gerðist hann þingmaður utan flokka en gekk svo í raðir Framsóknarmanna á vormánuðum 1998. Fyrrum félagi Kristins í Alþýðubandalaginu segir að Kristinn hafi vafalaust talið Framsóknarflokkinn vera mesta byggðaflokkinn á þingi og þess vegna ákveðið að ganga í raðir hans. ,,Kristinn stendur við bakið á fólkinu í kjördæminu og hefur mikið samráð við það. Þess vegna held ég að þetta muni koma niður á flokknum á Vestfjörðum. Kristinn á þar trausta félaga sem taka þessum hrókeringum þingflokksins ekki þegjandi." Gulldrengur gerður útlægur Framsóknarmaður sem blaðið ræddi við sagði að Kristinn hefði verið gulldrengurinn í flokknum þegar hann ákvað að ganga í raðir hans. ,,Ég held að enginn hafi fengið viðlíka móttökur eins og Kristinn. Hann kom úr öðrum flokki og það var tekið á móti honum með blómum og kossum. Hann var strax gerður að formanni þingflokksins og síðan var hann gerður að formanni Byggðastofnunar." En vandi fylgir vegsemd hverri og fljótlega fór að bera á vonbrigðum með samstarfið. Fyrrverandi þingmaður flokksins segir að Kristinn hafi orðið nokkuð einráður sem þingflokksformaður. ,,Hann talaði alltaf sem formaður þingflokks þó hann væri að tala á nótum sem gengu í berhögg við stefnu þingflokksins. Það var ekki vel liðið." Þá komu upp samstarfsörðugleikar milli Kristins og þáverandi forstjóra Byggðastofnunar. Valgerður Sverrisdótti, iðnaðarráðherra, sem bauð Kristinn velkominn í flokkinn með kossi og blómum árið 1998 þurfti fjórum árum síðar að víkja Kristni úr hásætinu, sem hún hafði sjálf leitt hann í, og út í horn. Hann og forstjórinn viku báðir sæti. Fyrir síðustu Alþingiskosningar sóttist Kristinn eftir að leiða lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi en hafnaði í öðru sæti. Í upphafi þingsins þótti þingflokknum kominn tími á að skipta um forystu og kaus Hjálmar Árnasonar þingflokksformann. Tillaga þess efnis var greidd með öllum atkvæðum en Kristinn var ekki viðstaddur atkvæðagreiðsluna. Rekst illa í flokki Síðan þá hafa nokkur mál komið upp þar sem Kristinn hefur ekki fylgt flokknum að málum. Hann hefur sjálfur nefnt afstöðuna til fjölmiðlafrumvarpsins, sem hann lagðist gegn, og afstöðu til stríðsins í Írak og þátttöku Íslendinga í því. Þá hefur sjálfstæðismönnum þótt óþægilegt að hafa Kristinn sem varaformann efnahags- og viðskiptanefndar þegar viðkvæm mál og umdeild eru til umfjöllunar. Viðmælendur blaðsins eru allir þeirrar skoðunar að Kristinn sé öflugur og vinnusamur þingmaður sem rekist þó illa í flokki. Á það jafnt við í Framsóknarflokki og Alþýðubandalagi. Fyrrum flokksbróðir hans í Alþýðubandalaginu sagði að hann hefði ekki alltaf verið á sömu línu og forystan. Hins vegar hafi engum dottið í hug að grípa til slíkra örþrifaráða sem þingflokkur framsóknarmanna beitti í gær. ,,Hann er ekki alltaf þægilegur í samstarfi og er sjálfum sér samkvæmur. Hann er líklega látinn gjalda þess." Félagi Kristins í þingflokki Framsóknarmanna sagði eftir fund þingflokksins í gær að framkoma Kristins að undanförnu hefði rýrt hann öllu trausti og hann tók undir að Kristinn rekist illa í flokki. ,,Kristinn mun þrífast vel í einum þingflokki og það er þingflokkur Kristins H. Gunnarssonar." Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Saga Kristins H. Gunnarssonar innan Framsóknarflokksins er stutt en viðburðarík. Fyrir sex árum gekk hann í raðir flokksins og var strax leiddur í öndvegi. Í gærkvöldi var hann orðinn útlagi í eigin flokki eftir að þingflokkurinn úthýsti honum úr nefndum alþingis. Kristinn kom fyrst inn á þing árið 1991 fyrir Alþýðubandalagið og hefur setið þar síðan. Þegar hópur þingmanna ákvað að leggja niður Alþýðuflokk og Alþýðubandalag og stofna Samfylkinguna og síðar Vinstri-græna, tilkynnti Kristinn að kveðjustund væri upp runnin. Í skamman tíma gerðist hann þingmaður utan flokka en gekk svo í raðir Framsóknarmanna á vormánuðum 1998. Fyrrum félagi Kristins í Alþýðubandalaginu segir að Kristinn hafi vafalaust talið Framsóknarflokkinn vera mesta byggðaflokkinn á þingi og þess vegna ákveðið að ganga í raðir hans. ,,Kristinn stendur við bakið á fólkinu í kjördæminu og hefur mikið samráð við það. Þess vegna held ég að þetta muni koma niður á flokknum á Vestfjörðum. Kristinn á þar trausta félaga sem taka þessum hrókeringum þingflokksins ekki þegjandi." Gulldrengur gerður útlægur Framsóknarmaður sem blaðið ræddi við sagði að Kristinn hefði verið gulldrengurinn í flokknum þegar hann ákvað að ganga í raðir hans. ,,Ég held að enginn hafi fengið viðlíka móttökur eins og Kristinn. Hann kom úr öðrum flokki og það var tekið á móti honum með blómum og kossum. Hann var strax gerður að formanni þingflokksins og síðan var hann gerður að formanni Byggðastofnunar." En vandi fylgir vegsemd hverri og fljótlega fór að bera á vonbrigðum með samstarfið. Fyrrverandi þingmaður flokksins segir að Kristinn hafi orðið nokkuð einráður sem þingflokksformaður. ,,Hann talaði alltaf sem formaður þingflokks þó hann væri að tala á nótum sem gengu í berhögg við stefnu þingflokksins. Það var ekki vel liðið." Þá komu upp samstarfsörðugleikar milli Kristins og þáverandi forstjóra Byggðastofnunar. Valgerður Sverrisdótti, iðnaðarráðherra, sem bauð Kristinn velkominn í flokkinn með kossi og blómum árið 1998 þurfti fjórum árum síðar að víkja Kristni úr hásætinu, sem hún hafði sjálf leitt hann í, og út í horn. Hann og forstjórinn viku báðir sæti. Fyrir síðustu Alþingiskosningar sóttist Kristinn eftir að leiða lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi en hafnaði í öðru sæti. Í upphafi þingsins þótti þingflokknum kominn tími á að skipta um forystu og kaus Hjálmar Árnasonar þingflokksformann. Tillaga þess efnis var greidd með öllum atkvæðum en Kristinn var ekki viðstaddur atkvæðagreiðsluna. Rekst illa í flokki Síðan þá hafa nokkur mál komið upp þar sem Kristinn hefur ekki fylgt flokknum að málum. Hann hefur sjálfur nefnt afstöðuna til fjölmiðlafrumvarpsins, sem hann lagðist gegn, og afstöðu til stríðsins í Írak og þátttöku Íslendinga í því. Þá hefur sjálfstæðismönnum þótt óþægilegt að hafa Kristinn sem varaformann efnahags- og viðskiptanefndar þegar viðkvæm mál og umdeild eru til umfjöllunar. Viðmælendur blaðsins eru allir þeirrar skoðunar að Kristinn sé öflugur og vinnusamur þingmaður sem rekist þó illa í flokki. Á það jafnt við í Framsóknarflokki og Alþýðubandalagi. Fyrrum flokksbróðir hans í Alþýðubandalaginu sagði að hann hefði ekki alltaf verið á sömu línu og forystan. Hins vegar hafi engum dottið í hug að grípa til slíkra örþrifaráða sem þingflokkur framsóknarmanna beitti í gær. ,,Hann er ekki alltaf þægilegur í samstarfi og er sjálfum sér samkvæmur. Hann er líklega látinn gjalda þess." Félagi Kristins í þingflokki Framsóknarmanna sagði eftir fund þingflokksins í gær að framkoma Kristins að undanförnu hefði rýrt hann öllu trausti og hann tók undir að Kristinn rekist illa í flokki. ,,Kristinn mun þrífast vel í einum þingflokki og það er þingflokkur Kristins H. Gunnarssonar."
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira