Tugir fatlaðra barna án vistunar 21. september 2004 00:01 Stærstur hluti fatlaðra nemenda í grunnskólum landsins verður hart úti í yfirstandandi kennaraverkfalli. Um 75 börn í Öskjuhlíðarskóla eru dæmd til að vera heima allan daginn, þar sem þau fá ekki skóladagvist. Allt rask á skipulagi hversdagsins kemur ákaflega illa við fötluðu börnin, sem þurfa helst að hafa allt í föstum skorðum. "Dóttir okkar er þroskaheft með einhverfu," sagði Sigurður Sigurðsson, faðir lítillar stúlku, einnar þeirra sem lenda illa úti í kennaraverkfallinu. Hún stundar nám í Safamýrarskóla, en þar eru börn sem eiga við hvað mesta fötlun að stríða. Hún fær þó skóladagvist eftir hádegi "Líf einhverfu barnanna snýst um að hafa reglu á öllum hlutum," sagði faðir hennar. "Rask, eins og svona verkfall hefur í för með sér er það versta sem kemur fyrir þau." Einar Hólm skólastjóri Öskjuhlíðarskóla sagði, að skóladagvist á vegum Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar væri í boði fyrir alla nemendur í 1. - 4. bekk skólans, sem sótt hefði verið um fyrir. Í þessum bekkjum væru 25 - 26 börn. Sú starfsemi væri óbreytt í kennaraverkfallinu og gætu nemendurnir sótt hana eftir klukkan eitt á daginn. Þá hefði ÍTR nýverið tekið við skóladagvist 5. - 10. bekk. Þar hefði ekki verið ráðið starfsfólk enn sem komið væri. "Nemendur 5. - 10. bekkjar, sem eru um 75 talsins, eru því alfarið án tilboða í þessu verkfalli," sagði hann. Gerður Aagot Árnadóttir, formaður Foreldrafélags Öskjuhlíðarskóla, gagnrýndi mjög, að aðgerðir af því tagi sem kennarar stæðu nú fyrir bitnuðu alltaf harðast á fötluðum börnum og aðstandendum þeirra. "Það er eins og alltaf sé hægt að setja okkur í algerlega vonlausa aðstöðu," sagði hún. "Það er hægt að reyna að útvega einhverja pössun hér og þar. En krakkarnir þola þetta ekki. Ef þetta eru mikið fötluð börn, eins og eru í sérskólunum, þá þola þau alls ekki einhvern þvæling. Þetta veldur þeim mikilli vanlíðan. Þau verða erfið og óróleg. Mér finnst þetta ekki vera boðlegt, sem þessum fjölskyldum er boðið upp á." Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Sjá meira
Stærstur hluti fatlaðra nemenda í grunnskólum landsins verður hart úti í yfirstandandi kennaraverkfalli. Um 75 börn í Öskjuhlíðarskóla eru dæmd til að vera heima allan daginn, þar sem þau fá ekki skóladagvist. Allt rask á skipulagi hversdagsins kemur ákaflega illa við fötluðu börnin, sem þurfa helst að hafa allt í föstum skorðum. "Dóttir okkar er þroskaheft með einhverfu," sagði Sigurður Sigurðsson, faðir lítillar stúlku, einnar þeirra sem lenda illa úti í kennaraverkfallinu. Hún stundar nám í Safamýrarskóla, en þar eru börn sem eiga við hvað mesta fötlun að stríða. Hún fær þó skóladagvist eftir hádegi "Líf einhverfu barnanna snýst um að hafa reglu á öllum hlutum," sagði faðir hennar. "Rask, eins og svona verkfall hefur í för með sér er það versta sem kemur fyrir þau." Einar Hólm skólastjóri Öskjuhlíðarskóla sagði, að skóladagvist á vegum Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar væri í boði fyrir alla nemendur í 1. - 4. bekk skólans, sem sótt hefði verið um fyrir. Í þessum bekkjum væru 25 - 26 börn. Sú starfsemi væri óbreytt í kennaraverkfallinu og gætu nemendurnir sótt hana eftir klukkan eitt á daginn. Þá hefði ÍTR nýverið tekið við skóladagvist 5. - 10. bekk. Þar hefði ekki verið ráðið starfsfólk enn sem komið væri. "Nemendur 5. - 10. bekkjar, sem eru um 75 talsins, eru því alfarið án tilboða í þessu verkfalli," sagði hann. Gerður Aagot Árnadóttir, formaður Foreldrafélags Öskjuhlíðarskóla, gagnrýndi mjög, að aðgerðir af því tagi sem kennarar stæðu nú fyrir bitnuðu alltaf harðast á fötluðum börnum og aðstandendum þeirra. "Það er eins og alltaf sé hægt að setja okkur í algerlega vonlausa aðstöðu," sagði hún. "Það er hægt að reyna að útvega einhverja pössun hér og þar. En krakkarnir þola þetta ekki. Ef þetta eru mikið fötluð börn, eins og eru í sérskólunum, þá þola þau alls ekki einhvern þvæling. Þetta veldur þeim mikilli vanlíðan. Þau verða erfið og óróleg. Mér finnst þetta ekki vera boðlegt, sem þessum fjölskyldum er boðið upp á."
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Sjá meira