Spilað eftir eyranu 15. september 2004 00:01 Tónheimar í Fákafeni 9 hafa þá sérstöðu á meðal tónlistarskólanna að þar er nemendum kennt að spila á píanó eftir eyranu. Hann hefur starfað í þrjú ár og er Ástvaldur Traustason skólastjóri. Nemendur geta valið að leika sín uppáhaldslög, hvort sem þau eru eftir Beethoven eða Bítlana, og boðið er upp á ólíka stíla, svo sem djass, blús, popp og dægurlög. Skipt er niður í fjögurra manna hópa eftir aldri, getu og áhugasviði og Ástvaldur lýsir kennslunni nánar. "Hver nemandi hefur rafmagnspíanó og bæði hann og kennarinn setja upp heyrnartól því þannig getur kennarinn hlustað á hvern nemanda fyrir sig og og talað við hann án þess að trufla aðra. Nemandinn lærir að spila á sama hátt og hann lærir að syngja eða tala, það er með því að prófa sig áfram óhræddur við að gera mistök." Hann segir áherslu einnig lagða á spuna og skapandi hugsun við námið. "Við notum aðgengilegar aðferðir við kennsluna og teljum námið alveg kjörið fyrir fólk sem langar að geta spilað sér og öðrum til ánægju og það hentar öllum, ungum og eldri, byrjendum og lengra komnum," fullyrðir hann og tekur sem dæmi að yngsti nemandinn til þessa hafi verið sjö ára og sá elsti áttræður. Víst er að marga dreymir um að geta spilað undir fjöldasöng og haldið uppi skemmtan í góðra vina hópi og þarna virðist vera kominn lykill að því. Að sögn Ástvalds bjóða Tónheimar upp á nám fyrir tónlistar- og tónmenntakennara og margir úr þeirra röðum hafa nýtt sér það. Nánari upplýsingar má finna á vefnum tonheimar.is Nám Mest lesið Tchéky Karyo látinn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
Tónheimar í Fákafeni 9 hafa þá sérstöðu á meðal tónlistarskólanna að þar er nemendum kennt að spila á píanó eftir eyranu. Hann hefur starfað í þrjú ár og er Ástvaldur Traustason skólastjóri. Nemendur geta valið að leika sín uppáhaldslög, hvort sem þau eru eftir Beethoven eða Bítlana, og boðið er upp á ólíka stíla, svo sem djass, blús, popp og dægurlög. Skipt er niður í fjögurra manna hópa eftir aldri, getu og áhugasviði og Ástvaldur lýsir kennslunni nánar. "Hver nemandi hefur rafmagnspíanó og bæði hann og kennarinn setja upp heyrnartól því þannig getur kennarinn hlustað á hvern nemanda fyrir sig og og talað við hann án þess að trufla aðra. Nemandinn lærir að spila á sama hátt og hann lærir að syngja eða tala, það er með því að prófa sig áfram óhræddur við að gera mistök." Hann segir áherslu einnig lagða á spuna og skapandi hugsun við námið. "Við notum aðgengilegar aðferðir við kennsluna og teljum námið alveg kjörið fyrir fólk sem langar að geta spilað sér og öðrum til ánægju og það hentar öllum, ungum og eldri, byrjendum og lengra komnum," fullyrðir hann og tekur sem dæmi að yngsti nemandinn til þessa hafi verið sjö ára og sá elsti áttræður. Víst er að marga dreymir um að geta spilað undir fjöldasöng og haldið uppi skemmtan í góðra vina hópi og þarna virðist vera kominn lykill að því. Að sögn Ástvalds bjóða Tónheimar upp á nám fyrir tónlistar- og tónmenntakennara og margir úr þeirra röðum hafa nýtt sér það. Nánari upplýsingar má finna á vefnum tonheimar.is
Nám Mest lesið Tchéky Karyo látinn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira