Tek við góðu búi 14. september 2004 00:01 Það gekk ekki þrautarlaust fyrir sig að finna lausa stund í dagskrá Sigríðar Önnu. Hún hefur verið önnum kafin síðustu daga, er nýkomin af þingmannaráðstefnu í Grænlandi og bjó sig svo undir að setjast í stól umhverfisráðherra þar sem úrlausnarefni stór og smá bíða á skrifborðinu. Í bunkanum er rjúpan sem bannað er að veiða. Sigríður Anna er illfáanleg til að gefa eitthvað út um hvort hún hyggist leyfa veiðar á ný. "Ég ætla að skoða þessi mál í heild sinni þegar ég er komin í ráðuneytið og vil ekkert meira segja um það á þessu stigi." Kemur til greina að aflétta banninu? "Ég mun bara skoða málin og er ekki reiðubúin að segja af eða á á þessari stundu." Hvenær skýrist þetta? "Ég tek bara þann tíma sem ég þarf í það," segir hún og brosir að vonlitlum tilraunum blaðamanns til að fá botn í málið. Spennandi verkefni Sigríður Anna hafði ekki setið í umhverfisnefnd Alþingis fyrr en ákvörðunin um að hún yrði umhverfisráðherra lá fyrir og ekki unnið sérstaklega að málaflokknum í sinni þingtíð. Hún hefur engu að síður áhuga á umhverfismálum. "Já, ég hef mikinn áhga á málflokknum og lít á þetta sem mjög spennandi og ögrandi verkefni. Umhverfismál eru allstaðar vaxandi málaflokkur og það er lögð mikil áhersla á þau í öllum vestrænum löndum þannig að enginn vafi leikur á mikilvægi þeirra." Umhverfisverndarsinnar segja mikilvægt að umhverfisráðherra sé málsvari náttúrunnar. Verður Sigríður Anna sá málsvari? "Það verður bara að koma í ljós og ómögulegt að dæma um slíkt fyrir fram. Ég tel að ég taki við góðu búi. Það hefur verið unnið mjög vel að náttúruverndarmálum að undanförnu og margt áorkast. Miklar umræður um virkjanamál hafa yfirskyggt náttúruverndina en ég er þeirrar skoðunnar að nýting orkulinda og umhverfisvernd fari ágætlega saman." Loftslagsmál hafa brunnið á mörgum og Sigríður Anna hefur kynnt sér þau, meðal annars í gegnum samstarf þingmanna um Norðurskautsmál. "Við höfum möguleika til að bregðast við og hægt er að þrýsta á þær þjóðir sem enn hafa ekki fullgilt Kyoto bókunina. Þjóðir heims verða að átta sig á alvarleika málsins og grípa til aðgerða en menn verða að varast að mála skrattann á vegginn. Þessu geta fylgt tækifæri. Möguleikar á siglingum norður fyrir Norðurskautið kunna að opnast og samgöngur geta þannig breyst til hins betra." Siglfirskur uppruninn gagnast Fáir stjórnmálamenn hafa fengið jafn rúman tíma og Sigríður Anna til að búa sig undir ráðherradóm. Tilkynnt var í maí á síðasta ári að hún tæki við umhverfisráðuneytinu 15. september 2004 og hefur hún því haft tæpa sextán mánuði til að setja sig inn í mál og móta sína stefnu. Hún segist hafa nýtt tímann ágætlega. "Það gagnaðist mér mjög mikið að verða formaður umhverfisnefndar þingsins og í gegnum þau störf fékk ég tækifæri til að setja mig vel inn í málin sem voru til umræðu í vetur." Einnig bendir hún á að tólf ára seta í sveitastjórn Grundarfjarðar hafi fært sér talsverða þekkingu og reynslu af málaflokkum ráðuneytisins. Hún bendir líka á að siglfirskur uppruninn hafi sitt að segja. "Það má margt læra af síldarævintýrinu. Siglfirðingar vita betur en flestir hvernig farið getur ef menn umgangast ekki auðlindirnar af varfærni." Eftir rúm þrettán ár á þingi er Sigríður Anna komin í ríkisstjórn. Hún neitar því ekki að sig hafi lengi langað til að verða ráðherra. "Ég held að við sem erum í stjórnmálum séum þar til að hafa áhrif og býst við að í flestum okkar og kannski öllum blundi þessi löngun." Og nýr umhverfisráðherra þjóðarinnar hlakkar til að takst á við embættið. "Þetta verður eflaust töluverð breyting en ég horfi á þetta af vissri auðmýkt og geri það sem ég get til að standa mig vel." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Innlent Fleiri fréttir Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Sjá meira
Það gekk ekki þrautarlaust fyrir sig að finna lausa stund í dagskrá Sigríðar Önnu. Hún hefur verið önnum kafin síðustu daga, er nýkomin af þingmannaráðstefnu í Grænlandi og bjó sig svo undir að setjast í stól umhverfisráðherra þar sem úrlausnarefni stór og smá bíða á skrifborðinu. Í bunkanum er rjúpan sem bannað er að veiða. Sigríður Anna er illfáanleg til að gefa eitthvað út um hvort hún hyggist leyfa veiðar á ný. "Ég ætla að skoða þessi mál í heild sinni þegar ég er komin í ráðuneytið og vil ekkert meira segja um það á þessu stigi." Kemur til greina að aflétta banninu? "Ég mun bara skoða málin og er ekki reiðubúin að segja af eða á á þessari stundu." Hvenær skýrist þetta? "Ég tek bara þann tíma sem ég þarf í það," segir hún og brosir að vonlitlum tilraunum blaðamanns til að fá botn í málið. Spennandi verkefni Sigríður Anna hafði ekki setið í umhverfisnefnd Alþingis fyrr en ákvörðunin um að hún yrði umhverfisráðherra lá fyrir og ekki unnið sérstaklega að málaflokknum í sinni þingtíð. Hún hefur engu að síður áhuga á umhverfismálum. "Já, ég hef mikinn áhga á málflokknum og lít á þetta sem mjög spennandi og ögrandi verkefni. Umhverfismál eru allstaðar vaxandi málaflokkur og það er lögð mikil áhersla á þau í öllum vestrænum löndum þannig að enginn vafi leikur á mikilvægi þeirra." Umhverfisverndarsinnar segja mikilvægt að umhverfisráðherra sé málsvari náttúrunnar. Verður Sigríður Anna sá málsvari? "Það verður bara að koma í ljós og ómögulegt að dæma um slíkt fyrir fram. Ég tel að ég taki við góðu búi. Það hefur verið unnið mjög vel að náttúruverndarmálum að undanförnu og margt áorkast. Miklar umræður um virkjanamál hafa yfirskyggt náttúruverndina en ég er þeirrar skoðunnar að nýting orkulinda og umhverfisvernd fari ágætlega saman." Loftslagsmál hafa brunnið á mörgum og Sigríður Anna hefur kynnt sér þau, meðal annars í gegnum samstarf þingmanna um Norðurskautsmál. "Við höfum möguleika til að bregðast við og hægt er að þrýsta á þær þjóðir sem enn hafa ekki fullgilt Kyoto bókunina. Þjóðir heims verða að átta sig á alvarleika málsins og grípa til aðgerða en menn verða að varast að mála skrattann á vegginn. Þessu geta fylgt tækifæri. Möguleikar á siglingum norður fyrir Norðurskautið kunna að opnast og samgöngur geta þannig breyst til hins betra." Siglfirskur uppruninn gagnast Fáir stjórnmálamenn hafa fengið jafn rúman tíma og Sigríður Anna til að búa sig undir ráðherradóm. Tilkynnt var í maí á síðasta ári að hún tæki við umhverfisráðuneytinu 15. september 2004 og hefur hún því haft tæpa sextán mánuði til að setja sig inn í mál og móta sína stefnu. Hún segist hafa nýtt tímann ágætlega. "Það gagnaðist mér mjög mikið að verða formaður umhverfisnefndar þingsins og í gegnum þau störf fékk ég tækifæri til að setja mig vel inn í málin sem voru til umræðu í vetur." Einnig bendir hún á að tólf ára seta í sveitastjórn Grundarfjarðar hafi fært sér talsverða þekkingu og reynslu af málaflokkum ráðuneytisins. Hún bendir líka á að siglfirskur uppruninn hafi sitt að segja. "Það má margt læra af síldarævintýrinu. Siglfirðingar vita betur en flestir hvernig farið getur ef menn umgangast ekki auðlindirnar af varfærni." Eftir rúm þrettán ár á þingi er Sigríður Anna komin í ríkisstjórn. Hún neitar því ekki að sig hafi lengi langað til að verða ráðherra. "Ég held að við sem erum í stjórnmálum séum þar til að hafa áhrif og býst við að í flestum okkar og kannski öllum blundi þessi löngun." Og nýr umhverfisráðherra þjóðarinnar hlakkar til að takst á við embættið. "Þetta verður eflaust töluverð breyting en ég horfi á þetta af vissri auðmýkt og geri það sem ég get til að standa mig vel."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Innlent Fleiri fréttir Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Sjá meira