Davíð kveður sem forsætisráðherra 14. september 2004 00:01 Davíð Oddsson stýrði sínum síðasta ríkisstjórnarfundi sem forsætisráðherra í morgun, en hann lætur af embættinu á morgun, og sest þá í stól utanríkisráðherra, og Halldór Ásgrímsson, sem gegnt hefur embætti utanríkisráðherra í níu ár, tekur við lyklavöldunum í Stjórnarráðinu. Davíð sagði að fundurinn hefði verið skemmtilegur og andinn góður. Hann sagði vissulega eftirsjá úr forsætisráðuneytinu, en hún viki fyrir miklu þakklæti fyrir þau 13 ár, sem hann hefur verið forsætisráðherra. Hann sagðist ánægður og sáttur við umskiptin. Það væri gott að geta eftir langan tíma lokið störfum með þessum hætti, tilfinningu að það sé sátt og samstarsvilji innan ríkisstjórnar, ólíkt því sem oftast sé þegar forætisráðherrar hætta, þegar allt önnur stjórn tekur við og ráðherrann fer með pokann á öxlinni í burt. Davíð taldi að það yrði einfalt og eðlilegt fyrir sig að starfa undir Halldóri Ásgrímssyni og aðspurður um hvort hann hefði einhver ráð til verðandi forsætisráðherra, sagði hann brýnt að forsætisráðherra sýndi festu, stöðugleika og sanngirni og leyfði ríkisstjórnarflokkunum að takast á, þar sem þeir væru ólíkir. Davíð sagði ómögulegt á þessari stundu að nefna einhverja hápunkta á forsætisráðherraferli sínum, en minntist á að fjölmiðlamálið hefði verið erfitt. Hann sagði að ekki mætti gleyma því að sér hefði verið sýnd mikil þolinmæði, bæði af þessari ríkisstjórn og þeirri síðastu. Hann væri ekki alltaf auðveldur í skapi og hefði átt til að rjúka upp, en það væri liðið og gott væri að geta hætt í góðu skapi og verið sáttur. Halldór Ásgrímsson fráfarandi utanríkisráðherra og verðandi forsætisráðherra sagðist einnig hlakka mikið til þess að setjast í nýja ráðhherrastólinn og sagðist líta þessi tímamót afar björtum augum. Hann sagðist ekki kvíða því að hafa sinn fyrrverandi yfirmann, sem sinn undirmann á næstunni. Þvert á móti sagðist hann ekki efast um gott samstarf hér eftir sem hingað til. Halldór sagði sig og Davíð hafa starfað mjög vel saman og það myndi halda áfram. Hann hefði talið það slæmt ef Davíð hefði farið úr ríkisstjórnstjórn og það styrkti stjórnina að hann yrði áfram. Að lokum sagðist Halldór ekki hlusta á þær kenningar að fyrrverandi forsætisráðherra gæti ekki tekið að sér annað starf í ríkisstjórn. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Sjá meira
Davíð Oddsson stýrði sínum síðasta ríkisstjórnarfundi sem forsætisráðherra í morgun, en hann lætur af embættinu á morgun, og sest þá í stól utanríkisráðherra, og Halldór Ásgrímsson, sem gegnt hefur embætti utanríkisráðherra í níu ár, tekur við lyklavöldunum í Stjórnarráðinu. Davíð sagði að fundurinn hefði verið skemmtilegur og andinn góður. Hann sagði vissulega eftirsjá úr forsætisráðuneytinu, en hún viki fyrir miklu þakklæti fyrir þau 13 ár, sem hann hefur verið forsætisráðherra. Hann sagðist ánægður og sáttur við umskiptin. Það væri gott að geta eftir langan tíma lokið störfum með þessum hætti, tilfinningu að það sé sátt og samstarsvilji innan ríkisstjórnar, ólíkt því sem oftast sé þegar forætisráðherrar hætta, þegar allt önnur stjórn tekur við og ráðherrann fer með pokann á öxlinni í burt. Davíð taldi að það yrði einfalt og eðlilegt fyrir sig að starfa undir Halldóri Ásgrímssyni og aðspurður um hvort hann hefði einhver ráð til verðandi forsætisráðherra, sagði hann brýnt að forsætisráðherra sýndi festu, stöðugleika og sanngirni og leyfði ríkisstjórnarflokkunum að takast á, þar sem þeir væru ólíkir. Davíð sagði ómögulegt á þessari stundu að nefna einhverja hápunkta á forsætisráðherraferli sínum, en minntist á að fjölmiðlamálið hefði verið erfitt. Hann sagði að ekki mætti gleyma því að sér hefði verið sýnd mikil þolinmæði, bæði af þessari ríkisstjórn og þeirri síðastu. Hann væri ekki alltaf auðveldur í skapi og hefði átt til að rjúka upp, en það væri liðið og gott væri að geta hætt í góðu skapi og verið sáttur. Halldór Ásgrímsson fráfarandi utanríkisráðherra og verðandi forsætisráðherra sagðist einnig hlakka mikið til þess að setjast í nýja ráðhherrastólinn og sagðist líta þessi tímamót afar björtum augum. Hann sagðist ekki kvíða því að hafa sinn fyrrverandi yfirmann, sem sinn undirmann á næstunni. Þvert á móti sagðist hann ekki efast um gott samstarf hér eftir sem hingað til. Halldór sagði sig og Davíð hafa starfað mjög vel saman og það myndi halda áfram. Hann hefði talið það slæmt ef Davíð hefði farið úr ríkisstjórnstjórn og það styrkti stjórnina að hann yrði áfram. Að lokum sagðist Halldór ekki hlusta á þær kenningar að fyrrverandi forsætisráðherra gæti ekki tekið að sér annað starf í ríkisstjórn.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Sjá meira