ÍBV bikarmeistari 11. september 2004 00:01 ÍBV tryggði sér bikarmeistaratitilinn í knattspyrnu í gærdag með sanngjörnum 2-0 sigri á Íslandsmeisturum Vals. Það var búist við hörkuleik enda hér á ferðinni tvö bestu kvennalið landsins. Sú varð og raunin en hins vegar var það ljóst strax frá upphafi að eitthvað var að hjá Valsliðinu - það var einhver doði yfir því sem það náði aldrei að hrista af sér. Eyjaliðið mætti hins vegar glorhungrað til leiks og var grimmdin uppmáluð - leikmenn þess unnu flest návígi og þá brá oft fyrir skemmtilegu samspili og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. ÍBV átti til að mynda skot í slá og svo komst Margrét Lára Viðarsdóttir ein innfyrir en mjög góður markvörður Vals, Guðbjörg Gunnarsdóttir, varði vel. Í síðari hálfleik hélt ÍBV ógnartaki sínu á leiknum en gekk bölvanlega upp við markið. Á 72. mínútu átti liðið skot í stöng, annað skot fylgdi í kjölfarið en það var varið á línu. Héldu nú margir að Eyjastelpum væru allar bjargir bannaðar - þeim væri hreinlega fyrirmunað að skora. Svo var ekki því Bryndís Jóhannesdóttir skoraði mark 12 mínútum fyrir leikslok og var það virkilega sanngjarnt. Valsstelpur náðu ekki að ná neinni pressu að ráði eftir markið, færðu liðið allt of seint framar á völlinn og varnarmenn ÍBV áttu ekki í neinum vandræðum með að stöðva sóknarlotur Hlíðarendastelpna. Það var svo Mhairi Gilmoure sem gulltryggði sigurinn í uppbótartíma, sigur sem Eyjastelpur áttu svo sannarlega skilið. Liðið var þrælþétt frá aftasta manni til þess fremsta og stelpurnar voru einfaldlega tilbúnar í þessa prófraun - stóðust hana með sóma. Liðsheildin var sterk og í raun var engin einn leikmaður sem stóð eitthvað sérstaklega upp úr. Reyndar er ekki annað hægt en að minnast á frammistöðu Rachel J. Kruze, sem vann gríðarlega góða vinnu á miðsvæðinu og stoppaði trekk í trekk sóknarlotur Vals í fæðingu. Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, var að vonum stoltur af sínum stelpum. "Við vorum mun betri aðilinn í þessum leik og þá sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem við gjörsamlega óðum í færum. Valsstelpur skapa sér nánast ekki neitt í þessum leik og þessi sigur okkar því virkilega verðskuldaður. Stelpurnar spiluðu eins og fyrir þær var lagt og uppskeran var eftir því. Það er búin að vera ofsalega mikil umfjöllun um Valsliðið að undanförnu, og við vorum einfaldlega orðin hundleið á því og viljum fá smá athygli og fáum hana núna," sagði Heimir léttur í lund og bætti við: "Ég tel að það búi meira í þessu liði og næsta skref hjá okkur er að taka Íslandsmeistaratitilinn." Hjá Val var verulega fátt um fína drætti. Guðbjörg Gunnarsdóttir var algjör yfirburðarmanneskja og hélt í raun Val inni í leiknum lengi vel með frábærri markvörslu og þessi stelpa er að verða besti markvörðurinn sem við eigum. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Gylfi valdið mestum vonbrigðum NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers Haraldur tekur við Fram af Rakel Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Laugardalsvöllur tekur lit Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjá meira
ÍBV tryggði sér bikarmeistaratitilinn í knattspyrnu í gærdag með sanngjörnum 2-0 sigri á Íslandsmeisturum Vals. Það var búist við hörkuleik enda hér á ferðinni tvö bestu kvennalið landsins. Sú varð og raunin en hins vegar var það ljóst strax frá upphafi að eitthvað var að hjá Valsliðinu - það var einhver doði yfir því sem það náði aldrei að hrista af sér. Eyjaliðið mætti hins vegar glorhungrað til leiks og var grimmdin uppmáluð - leikmenn þess unnu flest návígi og þá brá oft fyrir skemmtilegu samspili og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. ÍBV átti til að mynda skot í slá og svo komst Margrét Lára Viðarsdóttir ein innfyrir en mjög góður markvörður Vals, Guðbjörg Gunnarsdóttir, varði vel. Í síðari hálfleik hélt ÍBV ógnartaki sínu á leiknum en gekk bölvanlega upp við markið. Á 72. mínútu átti liðið skot í stöng, annað skot fylgdi í kjölfarið en það var varið á línu. Héldu nú margir að Eyjastelpum væru allar bjargir bannaðar - þeim væri hreinlega fyrirmunað að skora. Svo var ekki því Bryndís Jóhannesdóttir skoraði mark 12 mínútum fyrir leikslok og var það virkilega sanngjarnt. Valsstelpur náðu ekki að ná neinni pressu að ráði eftir markið, færðu liðið allt of seint framar á völlinn og varnarmenn ÍBV áttu ekki í neinum vandræðum með að stöðva sóknarlotur Hlíðarendastelpna. Það var svo Mhairi Gilmoure sem gulltryggði sigurinn í uppbótartíma, sigur sem Eyjastelpur áttu svo sannarlega skilið. Liðið var þrælþétt frá aftasta manni til þess fremsta og stelpurnar voru einfaldlega tilbúnar í þessa prófraun - stóðust hana með sóma. Liðsheildin var sterk og í raun var engin einn leikmaður sem stóð eitthvað sérstaklega upp úr. Reyndar er ekki annað hægt en að minnast á frammistöðu Rachel J. Kruze, sem vann gríðarlega góða vinnu á miðsvæðinu og stoppaði trekk í trekk sóknarlotur Vals í fæðingu. Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, var að vonum stoltur af sínum stelpum. "Við vorum mun betri aðilinn í þessum leik og þá sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem við gjörsamlega óðum í færum. Valsstelpur skapa sér nánast ekki neitt í þessum leik og þessi sigur okkar því virkilega verðskuldaður. Stelpurnar spiluðu eins og fyrir þær var lagt og uppskeran var eftir því. Það er búin að vera ofsalega mikil umfjöllun um Valsliðið að undanförnu, og við vorum einfaldlega orðin hundleið á því og viljum fá smá athygli og fáum hana núna," sagði Heimir léttur í lund og bætti við: "Ég tel að það búi meira í þessu liði og næsta skref hjá okkur er að taka Íslandsmeistaratitilinn." Hjá Val var verulega fátt um fína drætti. Guðbjörg Gunnarsdóttir var algjör yfirburðarmanneskja og hélt í raun Val inni í leiknum lengi vel með frábærri markvörslu og þessi stelpa er að verða besti markvörðurinn sem við eigum.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Gylfi valdið mestum vonbrigðum NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers Haraldur tekur við Fram af Rakel Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Laugardalsvöllur tekur lit Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjá meira