Ábyrgðarleysi að útiloka ESB-aðild 10. september 2004 00:01 "Sá dagur kann að koma að við sjáum hagsmunum okkar best borgið innandyra í Evrópusambandinu". Þetta sagði Halldór Ásgrímsson formaður Framsóknarflokksins í síðustu ræðu sinni sem utanríkisráðherra á fundi þingflokks og landstjórnar flokksins í Borgarnesi í gær. "Ég hef ekki sagt hvenær, en ég veit að við verðum að fara í þessa vinnu og við Framsóknarmenn eigum að hafa forystu í þeim efnum". Halldór sagði það ábyrgðarleysi að útiloka aðild að ESB, það væri "bara hluti af framtíðinni að ræða þetta", hvort sem mönnum líkaði betur eða verr. "Það þýðir ekkert að forðast að segja óþægilega hluti þótt menn hrökkvi við og segi sig jafnvel úr flokknum". Halldór nefndi sérstaklega reynslu Norðmanna sem víti til varnaðar; þeir hefðu tvisvar samið um aðild án nægs undirbúnings og aðildarsamningar síðan verið felldir í þjóðaratkvæðagreiðslu. "Við megum ekki lenda í sömu sporum og Norðmenn. Við værum að bregðast hlutverki okkar í stjórnmálum ef við neituðum möguleikanum á að sækja um." Halldór sagði að opin og víðtæk umræða yrði að vera í þjóðfélaginu og síðan þyrfti að vega og meta á yfirvegaðan hátt kosti þess að gerast aðili. Utanríkisráðherra dró ekkert úr gagnrýni sinni á sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins og líkti henni á ný við "nýlendustefnu". Athygli vakti að Halldór vék í veigamiklum atriðum frá skrifuðum texta í ræðu sinni í Borgarnesi og hnykkti mjög á orðum sínum um hugsanlega aðild Íslands að ESB. Með orðum sínum í Borgarnesi vill utanríkisráðherra bersýnilega slá á fullyrðingar um sinnaskipti í Evrópumálunum eins og stjórnarandstaðan hefur sakað hann um eftir ræðu hans á Akureyri á miðvikudag. En hafa meintar misjafnar áherslur utanríkisráðherra í opinberum málflutningi undanfarið ekki boðið upp á ólíkar túlkanir? "Ég hef aldrei útilokað aðild að Evrópusambandinu, það er bara röng túlkun á mínum orðum" sagði Halldór Ásgrímsson í viðtali við Fréttablaðið. "Hins vegar verða menn að átta sig á að aðild að Evrópusambandinu er ekkert einfalt mál og sjálfsagt. Það blasa við mjög mörg úrlausnarefni sem skipta miklu máli fyrir hagsmuni Íslands og því verður ekki komist hjá því að tala um þau eins og þau eru." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira
"Sá dagur kann að koma að við sjáum hagsmunum okkar best borgið innandyra í Evrópusambandinu". Þetta sagði Halldór Ásgrímsson formaður Framsóknarflokksins í síðustu ræðu sinni sem utanríkisráðherra á fundi þingflokks og landstjórnar flokksins í Borgarnesi í gær. "Ég hef ekki sagt hvenær, en ég veit að við verðum að fara í þessa vinnu og við Framsóknarmenn eigum að hafa forystu í þeim efnum". Halldór sagði það ábyrgðarleysi að útiloka aðild að ESB, það væri "bara hluti af framtíðinni að ræða þetta", hvort sem mönnum líkaði betur eða verr. "Það þýðir ekkert að forðast að segja óþægilega hluti þótt menn hrökkvi við og segi sig jafnvel úr flokknum". Halldór nefndi sérstaklega reynslu Norðmanna sem víti til varnaðar; þeir hefðu tvisvar samið um aðild án nægs undirbúnings og aðildarsamningar síðan verið felldir í þjóðaratkvæðagreiðslu. "Við megum ekki lenda í sömu sporum og Norðmenn. Við værum að bregðast hlutverki okkar í stjórnmálum ef við neituðum möguleikanum á að sækja um." Halldór sagði að opin og víðtæk umræða yrði að vera í þjóðfélaginu og síðan þyrfti að vega og meta á yfirvegaðan hátt kosti þess að gerast aðili. Utanríkisráðherra dró ekkert úr gagnrýni sinni á sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins og líkti henni á ný við "nýlendustefnu". Athygli vakti að Halldór vék í veigamiklum atriðum frá skrifuðum texta í ræðu sinni í Borgarnesi og hnykkti mjög á orðum sínum um hugsanlega aðild Íslands að ESB. Með orðum sínum í Borgarnesi vill utanríkisráðherra bersýnilega slá á fullyrðingar um sinnaskipti í Evrópumálunum eins og stjórnarandstaðan hefur sakað hann um eftir ræðu hans á Akureyri á miðvikudag. En hafa meintar misjafnar áherslur utanríkisráðherra í opinberum málflutningi undanfarið ekki boðið upp á ólíkar túlkanir? "Ég hef aldrei útilokað aðild að Evrópusambandinu, það er bara röng túlkun á mínum orðum" sagði Halldór Ásgrímsson í viðtali við Fréttablaðið. "Hins vegar verða menn að átta sig á að aðild að Evrópusambandinu er ekkert einfalt mál og sjálfsagt. Það blasa við mjög mörg úrlausnarefni sem skipta miklu máli fyrir hagsmuni Íslands og því verður ekki komist hjá því að tala um þau eins og þau eru."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira