Besta breska bandið í ár 10. september 2004 00:01 Reyndar kom sigurinn liðsmönnum Franz Ferdinand á óvart. "Við áttum alls ekki von á að vinna þetta. Við erum ekki einu sinni með ræðu eða neitt -- þetta kemur okkur í opna skjöldu. Þetta er frábært og við erum alveg undrandi, en mjög stoltir," sagði söngvarinn og gítarleikarinn Alex Kapranos af þessu tilefni. "Öll hin böndin sem voru tilnefnd áttu verðlaunin meira skilið en við," bætti hann svo við. Mercury-verðlaunin voru nú afhent í 13. sinn en þau eru veitt fyrir bestu plötu ársins hjá bresku eða írsku bandi. Sigurvegarar eru jafnan metnir fyrir hæfileika sína og frumlegheit, öfugt við plötusölu og fleira eins og tíðkast oft annars staðar. Meðal þeirra sem tilefndir voru til verðlaunanna að þessu sinni voru The Streets, unga söngkonan Joss Stone, r&b söngkonan Jamelia, Amy Winehouse og gítarlausa rokkbandið Keane sem kemur hingað til lands í næsta mánuði og spilar á Airwaves. Þá voru einnig tilnefndir Belle & Sebastian, rapparinn Ty, rokksveitin The Zutons og Snow Patrol. Mercury-verðlaunin hafa oft verið gagnrýnd fyrir að vera full "artí", og oft á tíðum hafa verðlaunin fallið í skaut listamönnum sem hinn almenni tónlistaráhugamaður hefur aldrei heyrt um. Þetta var ekki uppi á teningnum í ár og allir þeir sem tilnefndir voru eru orðnir velþekktir og -liðnir. Franz Ferdinand eru lýsandi fyrir þetta. Plata þeirra hefur selst í yfir milljón eintökum og hvar sem þeir spila þessa dagana er fullt út úr húsi. Tónlist Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Reyndar kom sigurinn liðsmönnum Franz Ferdinand á óvart. "Við áttum alls ekki von á að vinna þetta. Við erum ekki einu sinni með ræðu eða neitt -- þetta kemur okkur í opna skjöldu. Þetta er frábært og við erum alveg undrandi, en mjög stoltir," sagði söngvarinn og gítarleikarinn Alex Kapranos af þessu tilefni. "Öll hin böndin sem voru tilnefnd áttu verðlaunin meira skilið en við," bætti hann svo við. Mercury-verðlaunin voru nú afhent í 13. sinn en þau eru veitt fyrir bestu plötu ársins hjá bresku eða írsku bandi. Sigurvegarar eru jafnan metnir fyrir hæfileika sína og frumlegheit, öfugt við plötusölu og fleira eins og tíðkast oft annars staðar. Meðal þeirra sem tilefndir voru til verðlaunanna að þessu sinni voru The Streets, unga söngkonan Joss Stone, r&b söngkonan Jamelia, Amy Winehouse og gítarlausa rokkbandið Keane sem kemur hingað til lands í næsta mánuði og spilar á Airwaves. Þá voru einnig tilnefndir Belle & Sebastian, rapparinn Ty, rokksveitin The Zutons og Snow Patrol. Mercury-verðlaunin hafa oft verið gagnrýnd fyrir að vera full "artí", og oft á tíðum hafa verðlaunin fallið í skaut listamönnum sem hinn almenni tónlistaráhugamaður hefur aldrei heyrt um. Þetta var ekki uppi á teningnum í ár og allir þeir sem tilnefndir voru eru orðnir velþekktir og -liðnir. Franz Ferdinand eru lýsandi fyrir þetta. Plata þeirra hefur selst í yfir milljón eintökum og hvar sem þeir spila þessa dagana er fullt út úr húsi.
Tónlist Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira