Leikhópurinn stal skrúðgöngunni 2. september 2004 00:01 "Ég kom fyrst til Edinborgar árið 1995 á leið til Inverness í Skotlandi. Ég kom við og kíkti á kastalann og fannst borgin falleg en hún hreyfði samt ekkert sérstaklega við mér. Þremur árum síðar fór ég svo til Edinborgar aftur með leikhópinn minn, Regínu, en við fórum með sýninguna Northern Lights og tókum þatt í jaðarleiklistarhátíðinni (Fringe Festival),"segir Gunnar Sigurðsson, leikstjóri. "Við vorum þarna í þrjár vikur, sýndum leikritið og tókum þátt í hátíðinni og á þessum tíma náði ég að kynnast borginni betur og uppgötvaði meira af töfrum hennar. Það eftirminnilegasta úr þessari ferð er þó skrúðganga sem við tókum þátt í. Við fréttum af því að það ætti að opna hátíðina með skrúðgöngu og mættum á tiltekinn stað og stilltum okkur upp innan um aðra leikhópa. Þeir voru flestir á stórum trukkum og allur umbúnaður þeirra ansi íburðarmikill fannst okkur og mun fjölmennari en við sem vorum bara fimm en við pældum ekkert í því og örkuðum af stað milli trukkanna. Mörg hundruð þúsund manns fylgdust með göngunni fara hjá og við fylltumst þvílíkum fítonskrafti að okkur héldu engin bönd. Við stríddum rússneskum fimleikahópi sem var fyrir aftan okkur í göngunni, rukum á fólk og sögðumst vera frá Íslandi, stilltum okkur upp fyrir framan áhorfendapalla sem var búið að koma fyrir á gönguleiðinni og létum hylla okkur, fífluðumst og vorum eftir á að hyggja eins og drýsildjöflar. Gangan tók þrjá tíma og var nokkrir kílómetrar en við fundum ekki fyrir þreytu og fórum örugglega tvöfalda vegalengdina á hlaupum og gáska. Okkur leið eins og við ættum þessa skrúðgöngu og borgina alla. Það kom okkur því nokkuð á óvart að uppgötva þegar heim á hótel var komið að við áttum ekkert að vera í göngunni. Hún var alls ekki fyrir alla þátttakendur í Fringe-hátíðinni heldur var valið í hana gaumgæfilega með margra mánaða fyrirvara. Stundum er talað um að stela senunni en ég vil meina að við höfum stolið þessari skrúðgöngu. Ég hef sjaldan upplifað neitt jafn magnað og þessa göngu eftir gömlu steinsteyptu götunum í Edinborg með orkuna frá mannfjöldanum í æðunum. Sama hvar og hvenær við eigum eftir að koma fram síðar, mun ekkert toppa þessa lífsreynslu,"segir Gunnar Sigurðsson, skrúðgönguþjófur. Ferðalög Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Die Antwoord og M.O.P. ásamt fleirum á Secret Solstice Lífið Velti mér ekki upp úr vandamálum Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
"Ég kom fyrst til Edinborgar árið 1995 á leið til Inverness í Skotlandi. Ég kom við og kíkti á kastalann og fannst borgin falleg en hún hreyfði samt ekkert sérstaklega við mér. Þremur árum síðar fór ég svo til Edinborgar aftur með leikhópinn minn, Regínu, en við fórum með sýninguna Northern Lights og tókum þatt í jaðarleiklistarhátíðinni (Fringe Festival),"segir Gunnar Sigurðsson, leikstjóri. "Við vorum þarna í þrjár vikur, sýndum leikritið og tókum þátt í hátíðinni og á þessum tíma náði ég að kynnast borginni betur og uppgötvaði meira af töfrum hennar. Það eftirminnilegasta úr þessari ferð er þó skrúðganga sem við tókum þátt í. Við fréttum af því að það ætti að opna hátíðina með skrúðgöngu og mættum á tiltekinn stað og stilltum okkur upp innan um aðra leikhópa. Þeir voru flestir á stórum trukkum og allur umbúnaður þeirra ansi íburðarmikill fannst okkur og mun fjölmennari en við sem vorum bara fimm en við pældum ekkert í því og örkuðum af stað milli trukkanna. Mörg hundruð þúsund manns fylgdust með göngunni fara hjá og við fylltumst þvílíkum fítonskrafti að okkur héldu engin bönd. Við stríddum rússneskum fimleikahópi sem var fyrir aftan okkur í göngunni, rukum á fólk og sögðumst vera frá Íslandi, stilltum okkur upp fyrir framan áhorfendapalla sem var búið að koma fyrir á gönguleiðinni og létum hylla okkur, fífluðumst og vorum eftir á að hyggja eins og drýsildjöflar. Gangan tók þrjá tíma og var nokkrir kílómetrar en við fundum ekki fyrir þreytu og fórum örugglega tvöfalda vegalengdina á hlaupum og gáska. Okkur leið eins og við ættum þessa skrúðgöngu og borgina alla. Það kom okkur því nokkuð á óvart að uppgötva þegar heim á hótel var komið að við áttum ekkert að vera í göngunni. Hún var alls ekki fyrir alla þátttakendur í Fringe-hátíðinni heldur var valið í hana gaumgæfilega með margra mánaða fyrirvara. Stundum er talað um að stela senunni en ég vil meina að við höfum stolið þessari skrúðgöngu. Ég hef sjaldan upplifað neitt jafn magnað og þessa göngu eftir gömlu steinsteyptu götunum í Edinborg með orkuna frá mannfjöldanum í æðunum. Sama hvar og hvenær við eigum eftir að koma fram síðar, mun ekkert toppa þessa lífsreynslu,"segir Gunnar Sigurðsson, skrúðgönguþjófur.
Ferðalög Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Die Antwoord og M.O.P. ásamt fleirum á Secret Solstice Lífið Velti mér ekki upp úr vandamálum Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira