Þrjú frumvörp í smíðum 1. september 2004 00:01 Þrjú frumvörp eru í smíðum í viðskiptaráðuneytinu sem samin verða í anda nýrrar skýrslu nefndar viðskiptaráðherra um íslenskt viðskiptaumhverfi og eru þau til breytinga á hlutafélagalögum, lögum um einkahlutafélög og samkeppnislögum. Vonast er til að frumvörpin verði tilbúin á næstu tveimur vikum og hægt verði að leggja þau fyrir Alþingi í upphafi þings. Samkvæmt upplýsingum frá viðskiptaráðuneytinu er líklegt að í frumvörpunum felist allar þær tillögur er nefndin setti fram í skýrslunni en Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra hefur lýst því yfir að í niðurstöðum nefndarinnar sé ekkert sem hún sé ósátt við. Breytingarnar verða þríþættar. Í fyrsta lagi varða þær stjórnunarhætti fyrirtækja. Lagt verður til að lágmarksfrestur stjórnar hlutafélags til að boða hlutafélagafund verði lengdur í tvær vikur og frambjóðendum til stjórnar beri að tilkynna framboð minnst tveimur dögum fyrir stjórnarkjör. Hlutafélögum verði gert kleift að kjósa bréfleiðis eða með rafrænum hætti og hægt verði að halda fundi með rafrænum hætti. Þá þurfi samþykki hluthafafundar á starfskjarastefnu fyrir stjórnendur. Enn fremur verði stjórnarformanni hlutafélags ekki heimilt að taka að sér önnur störf fyrir félagið en þau sem falli undir "eðlileg störf stjórnarformanns". Jafnframt verði stjórnarmönnum gert kleift að funda án framkvæmdastjóra. Upplýsa verði stjórn um öll veruleg viðskipti félagsins við tengda aðila. Einnig er lagt til að tíundi hluti hluthafa í hlutafélögum og einkahlutafélögum geti farið fram á sérstaka rannsókn á starfsemi félags og sömuleiðis höfðað skaðabótamál í nafni félags gegn þeim sem taldir eru hafa valdið félaginu tjóni í störfum sínum. Í öðru lagi gerir nefndin tillögur um breytingar á Samkeppnisstofnun og að hún fari jafnframt með núverandi hlutverk Samkeppnisráðs, sem verði lagt niður. Samkeppnisstofnun verði veitt aukið rekstrarfé, henni verði skipt upp og sá hluti hennar er hefur eftirlit með samkeppnishömlum á markaði verði settur undir sérstaka stofnun. Í þriðja lagi leggur nefndin til að Samkeppnisstofnun verði veitt heimild til að stokka upp fyrirtæki sem brotið hafa gegn ákvæðum samkeppnislaga eða skapa aðstæður sem hafa skaðleg áhrif á samkeppnina. Þá verði stofnuninni veittar ríkari heimildir til vettvangsrannsókna. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Sjá meira
Þrjú frumvörp eru í smíðum í viðskiptaráðuneytinu sem samin verða í anda nýrrar skýrslu nefndar viðskiptaráðherra um íslenskt viðskiptaumhverfi og eru þau til breytinga á hlutafélagalögum, lögum um einkahlutafélög og samkeppnislögum. Vonast er til að frumvörpin verði tilbúin á næstu tveimur vikum og hægt verði að leggja þau fyrir Alþingi í upphafi þings. Samkvæmt upplýsingum frá viðskiptaráðuneytinu er líklegt að í frumvörpunum felist allar þær tillögur er nefndin setti fram í skýrslunni en Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra hefur lýst því yfir að í niðurstöðum nefndarinnar sé ekkert sem hún sé ósátt við. Breytingarnar verða þríþættar. Í fyrsta lagi varða þær stjórnunarhætti fyrirtækja. Lagt verður til að lágmarksfrestur stjórnar hlutafélags til að boða hlutafélagafund verði lengdur í tvær vikur og frambjóðendum til stjórnar beri að tilkynna framboð minnst tveimur dögum fyrir stjórnarkjör. Hlutafélögum verði gert kleift að kjósa bréfleiðis eða með rafrænum hætti og hægt verði að halda fundi með rafrænum hætti. Þá þurfi samþykki hluthafafundar á starfskjarastefnu fyrir stjórnendur. Enn fremur verði stjórnarformanni hlutafélags ekki heimilt að taka að sér önnur störf fyrir félagið en þau sem falli undir "eðlileg störf stjórnarformanns". Jafnframt verði stjórnarmönnum gert kleift að funda án framkvæmdastjóra. Upplýsa verði stjórn um öll veruleg viðskipti félagsins við tengda aðila. Einnig er lagt til að tíundi hluti hluthafa í hlutafélögum og einkahlutafélögum geti farið fram á sérstaka rannsókn á starfsemi félags og sömuleiðis höfðað skaðabótamál í nafni félags gegn þeim sem taldir eru hafa valdið félaginu tjóni í störfum sínum. Í öðru lagi gerir nefndin tillögur um breytingar á Samkeppnisstofnun og að hún fari jafnframt með núverandi hlutverk Samkeppnisráðs, sem verði lagt niður. Samkeppnisstofnun verði veitt aukið rekstrarfé, henni verði skipt upp og sá hluti hennar er hefur eftirlit með samkeppnishömlum á markaði verði settur undir sérstaka stofnun. Í þriðja lagi leggur nefndin til að Samkeppnisstofnun verði veitt heimild til að stokka upp fyrirtæki sem brotið hafa gegn ákvæðum samkeppnislaga eða skapa aðstæður sem hafa skaðleg áhrif á samkeppnina. Þá verði stofnuninni veittar ríkari heimildir til vettvangsrannsókna.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Sjá meira