Menningarstjórnun á Bifröst 1. september 2004 00:01 "Þjóðfélagið gerir æ meiri kröfur um endurmenntun og símenntun og mér fannst þetta kjörin leið til að fylgja með í þeim straumi. Þetta leggst mjög vel í mig," segir Jónas Sen píanóleikari og tónlistargagnrýnandi sem skellti sér í meistaranám í menningar- og menntastjórnun við Viðskiptaháskólann á Bifröst í sumar. Honum finnst það spennandi. "Þarna er boðið upp á marga áhugaverða kúrsa og mér finnst ég læra heilmikið," segir hann. Jónas er ekki óvanur lærdómi og þetta er í annað sinn sem hann þreytir mastersnám. "Ég var í Háskóla úti í London fyrir tólf eða þrettán árum og var farinn að sakna þessa akademíska umhverfis," segir hann og hlær þegar hann er beðinn að bera saman London og Borgarfjörðinn. "Mér finnst Borgarfjörðurinn skemmtilegri. Það var líka svo fínt veður þar í sumar og hópurinn góður sem ég var í." Næst lýsir hann námskeiðunum þremur sem hann tók í sumarlotunni. "Eitt var um stjórnun fyrirtækja og var mjög áhugavert fyrir mig því ég veit minna en ekkert um fyrirtæki. Síðan var hagnýt talnagreining þar sem maður þurfti að læra aftur algebru og föll sem var skemmtilegt líka og það þriðja kallast Nútímafræði og er um helstu hugmyndir sem liggja til grundvallar nútímahugsun. Jón Ólafsson heimspekingur kennir það ásamt fleirum." Jónas situr einmitt við ritgerðarsmíð fyrir þann kúrs. "Ég er að skrifa um mörkin milli hámenningar og lágmenningar og hvernig þau hafa verið að minnka hér á landi á síðustu árum," upplýsir hann. Haustönnin byrjar eftir nokkra daga og hún er tekin í fjarnámi á þrefalt lengri tíma en sumarnámið og hið sama á við um vorönnina. Eftir næstu sumartörn er svo komið að mastersritgerðinni og í lokin er Jónas spurður hvort efni hennar sé ákveðið. "Nei, í rauninni ekki. Ég hef nú ár til stefnu," er svarið. Nám Mest lesið Tchéky Karyo látinn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
"Þjóðfélagið gerir æ meiri kröfur um endurmenntun og símenntun og mér fannst þetta kjörin leið til að fylgja með í þeim straumi. Þetta leggst mjög vel í mig," segir Jónas Sen píanóleikari og tónlistargagnrýnandi sem skellti sér í meistaranám í menningar- og menntastjórnun við Viðskiptaháskólann á Bifröst í sumar. Honum finnst það spennandi. "Þarna er boðið upp á marga áhugaverða kúrsa og mér finnst ég læra heilmikið," segir hann. Jónas er ekki óvanur lærdómi og þetta er í annað sinn sem hann þreytir mastersnám. "Ég var í Háskóla úti í London fyrir tólf eða þrettán árum og var farinn að sakna þessa akademíska umhverfis," segir hann og hlær þegar hann er beðinn að bera saman London og Borgarfjörðinn. "Mér finnst Borgarfjörðurinn skemmtilegri. Það var líka svo fínt veður þar í sumar og hópurinn góður sem ég var í." Næst lýsir hann námskeiðunum þremur sem hann tók í sumarlotunni. "Eitt var um stjórnun fyrirtækja og var mjög áhugavert fyrir mig því ég veit minna en ekkert um fyrirtæki. Síðan var hagnýt talnagreining þar sem maður þurfti að læra aftur algebru og föll sem var skemmtilegt líka og það þriðja kallast Nútímafræði og er um helstu hugmyndir sem liggja til grundvallar nútímahugsun. Jón Ólafsson heimspekingur kennir það ásamt fleirum." Jónas situr einmitt við ritgerðarsmíð fyrir þann kúrs. "Ég er að skrifa um mörkin milli hámenningar og lágmenningar og hvernig þau hafa verið að minnka hér á landi á síðustu árum," upplýsir hann. Haustönnin byrjar eftir nokkra daga og hún er tekin í fjarnámi á þrefalt lengri tíma en sumarnámið og hið sama á við um vorönnina. Eftir næstu sumartörn er svo komið að mastersritgerðinni og í lokin er Jónas spurður hvort efni hennar sé ákveðið. "Nei, í rauninni ekki. Ég hef nú ár til stefnu," er svarið.
Nám Mest lesið Tchéky Karyo látinn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira