Valskonur vængjum þöndum 28. ágúst 2004 00:01 Valsmenn fjölmenntu á Hlíðarenda í gær og sá langþráða stund renna upp þegar Íris Andrésdóttir varð fyrsti fyrirliði knattspyrnuliða félagsins til að lyfta Íslandsmeistaratitlinum í fimmtán ár. Valur þurfti einn sigur út úr tveimur síðustu leikjum sínum í Landsbankadeild kvenna og þær voru ekkert að draga þetta á langin heldur unnu sannfærandi sigur á Breiðabliki, 3-0, og tóku við Íslandsbikarnum á heimavelli. Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Valsliðsins, hefur gert frábæra hluti með liðið, það er ekki nóg með að hún hefur alið margar af þessum stelpum upp alla yngri flokkanna þá hefur hún gerbreytt hugarfari meistaraflokksliðsins og gert þær að sigurvegurum. Undanfarin sumur hafa Valsstúlkur sýnt að þær eru efni í meistara en í sumar sönnuðu þær það að þær eru meistarar. Uppskriftin að sigri Valsstúlkna endurspeglaðist vel í sigrinum á Blikum í gær, allir leikmenn liðsins eru samtaka að ná markmiðum liðsins og allar ellefu sem eru inn á vellinum hverju sinni eru að leggja sitt að mörkum. Þrjár stelpur hafa þó spilaði einstaklega vel í sumar, Ásta Árnadóttir hefur tekið að sér leiðtogahlutverk á sínu fyrsta ári í vörninni, Nína Ósk Kristinsdóttir hefur skorað 46 mörk á tímabilinu og síðasta en ekki síst þá stjórnar Laufey Ólafsdóttir algjörlega flæði spilsins á miðjunni og er óumdeilanlega besti leikmaður Íslandsmótsins í ár að mati undirtitaðs. Frábær leikmaður sem vinnur vel fyrir liðið og fer fyrir liðinu í einföldu og markvissu spili. Valsliðið spilar skemmtilegan bolta og ekki spillir fyrir að sjá leikgleðina og ánægjuna brjótast út þegar liðið skorar mörk og setur eitt af hinum sívinsælu fögnum sínum í gang. Valsliðið er ungt að árum, þetta eru uppaldar stelpur að megninu til, með Valshjartað á réttum stað og það er erfitt að sjá annað en þær munu vængjum þöndum koma með hvern bikarinn á fætur öðrum inn á Hlíðarenda á næstu árum. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Sjá meira
Valsmenn fjölmenntu á Hlíðarenda í gær og sá langþráða stund renna upp þegar Íris Andrésdóttir varð fyrsti fyrirliði knattspyrnuliða félagsins til að lyfta Íslandsmeistaratitlinum í fimmtán ár. Valur þurfti einn sigur út úr tveimur síðustu leikjum sínum í Landsbankadeild kvenna og þær voru ekkert að draga þetta á langin heldur unnu sannfærandi sigur á Breiðabliki, 3-0, og tóku við Íslandsbikarnum á heimavelli. Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Valsliðsins, hefur gert frábæra hluti með liðið, það er ekki nóg með að hún hefur alið margar af þessum stelpum upp alla yngri flokkanna þá hefur hún gerbreytt hugarfari meistaraflokksliðsins og gert þær að sigurvegurum. Undanfarin sumur hafa Valsstúlkur sýnt að þær eru efni í meistara en í sumar sönnuðu þær það að þær eru meistarar. Uppskriftin að sigri Valsstúlkna endurspeglaðist vel í sigrinum á Blikum í gær, allir leikmenn liðsins eru samtaka að ná markmiðum liðsins og allar ellefu sem eru inn á vellinum hverju sinni eru að leggja sitt að mörkum. Þrjár stelpur hafa þó spilaði einstaklega vel í sumar, Ásta Árnadóttir hefur tekið að sér leiðtogahlutverk á sínu fyrsta ári í vörninni, Nína Ósk Kristinsdóttir hefur skorað 46 mörk á tímabilinu og síðasta en ekki síst þá stjórnar Laufey Ólafsdóttir algjörlega flæði spilsins á miðjunni og er óumdeilanlega besti leikmaður Íslandsmótsins í ár að mati undirtitaðs. Frábær leikmaður sem vinnur vel fyrir liðið og fer fyrir liðinu í einföldu og markvissu spili. Valsliðið spilar skemmtilegan bolta og ekki spillir fyrir að sjá leikgleðina og ánægjuna brjótast út þegar liðið skorar mörk og setur eitt af hinum sívinsælu fögnum sínum í gang. Valsliðið er ungt að árum, þetta eru uppaldar stelpur að megninu til, með Valshjartað á réttum stað og það er erfitt að sjá annað en þær munu vængjum þöndum koma með hvern bikarinn á fætur öðrum inn á Hlíðarenda á næstu árum.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Sjá meira