Valskonur vængjum þöndum 28. ágúst 2004 00:01 Valsmenn fjölmenntu á Hlíðarenda í gær og sá langþráða stund renna upp þegar Íris Andrésdóttir varð fyrsti fyrirliði knattspyrnuliða félagsins til að lyfta Íslandsmeistaratitlinum í fimmtán ár. Valur þurfti einn sigur út úr tveimur síðustu leikjum sínum í Landsbankadeild kvenna og þær voru ekkert að draga þetta á langin heldur unnu sannfærandi sigur á Breiðabliki, 3-0, og tóku við Íslandsbikarnum á heimavelli. Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Valsliðsins, hefur gert frábæra hluti með liðið, það er ekki nóg með að hún hefur alið margar af þessum stelpum upp alla yngri flokkanna þá hefur hún gerbreytt hugarfari meistaraflokksliðsins og gert þær að sigurvegurum. Undanfarin sumur hafa Valsstúlkur sýnt að þær eru efni í meistara en í sumar sönnuðu þær það að þær eru meistarar. Uppskriftin að sigri Valsstúlkna endurspeglaðist vel í sigrinum á Blikum í gær, allir leikmenn liðsins eru samtaka að ná markmiðum liðsins og allar ellefu sem eru inn á vellinum hverju sinni eru að leggja sitt að mörkum. Þrjár stelpur hafa þó spilaði einstaklega vel í sumar, Ásta Árnadóttir hefur tekið að sér leiðtogahlutverk á sínu fyrsta ári í vörninni, Nína Ósk Kristinsdóttir hefur skorað 46 mörk á tímabilinu og síðasta en ekki síst þá stjórnar Laufey Ólafsdóttir algjörlega flæði spilsins á miðjunni og er óumdeilanlega besti leikmaður Íslandsmótsins í ár að mati undirtitaðs. Frábær leikmaður sem vinnur vel fyrir liðið og fer fyrir liðinu í einföldu og markvissu spili. Valsliðið spilar skemmtilegan bolta og ekki spillir fyrir að sjá leikgleðina og ánægjuna brjótast út þegar liðið skorar mörk og setur eitt af hinum sívinsælu fögnum sínum í gang. Valsliðið er ungt að árum, þetta eru uppaldar stelpur að megninu til, með Valshjartað á réttum stað og það er erfitt að sjá annað en þær munu vængjum þöndum koma með hvern bikarinn á fætur öðrum inn á Hlíðarenda á næstu árum. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Levy var neyddur til að hætta Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Dagskráin í dag: Undankeppni fyrir HM 2026 hefst á Laugardalsvelli Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Myndir frá endalokum Íslands á EM Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sjá meira
Valsmenn fjölmenntu á Hlíðarenda í gær og sá langþráða stund renna upp þegar Íris Andrésdóttir varð fyrsti fyrirliði knattspyrnuliða félagsins til að lyfta Íslandsmeistaratitlinum í fimmtán ár. Valur þurfti einn sigur út úr tveimur síðustu leikjum sínum í Landsbankadeild kvenna og þær voru ekkert að draga þetta á langin heldur unnu sannfærandi sigur á Breiðabliki, 3-0, og tóku við Íslandsbikarnum á heimavelli. Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Valsliðsins, hefur gert frábæra hluti með liðið, það er ekki nóg með að hún hefur alið margar af þessum stelpum upp alla yngri flokkanna þá hefur hún gerbreytt hugarfari meistaraflokksliðsins og gert þær að sigurvegurum. Undanfarin sumur hafa Valsstúlkur sýnt að þær eru efni í meistara en í sumar sönnuðu þær það að þær eru meistarar. Uppskriftin að sigri Valsstúlkna endurspeglaðist vel í sigrinum á Blikum í gær, allir leikmenn liðsins eru samtaka að ná markmiðum liðsins og allar ellefu sem eru inn á vellinum hverju sinni eru að leggja sitt að mörkum. Þrjár stelpur hafa þó spilaði einstaklega vel í sumar, Ásta Árnadóttir hefur tekið að sér leiðtogahlutverk á sínu fyrsta ári í vörninni, Nína Ósk Kristinsdóttir hefur skorað 46 mörk á tímabilinu og síðasta en ekki síst þá stjórnar Laufey Ólafsdóttir algjörlega flæði spilsins á miðjunni og er óumdeilanlega besti leikmaður Íslandsmótsins í ár að mati undirtitaðs. Frábær leikmaður sem vinnur vel fyrir liðið og fer fyrir liðinu í einföldu og markvissu spili. Valsliðið spilar skemmtilegan bolta og ekki spillir fyrir að sjá leikgleðina og ánægjuna brjótast út þegar liðið skorar mörk og setur eitt af hinum sívinsælu fögnum sínum í gang. Valsliðið er ungt að árum, þetta eru uppaldar stelpur að megninu til, með Valshjartað á réttum stað og það er erfitt að sjá annað en þær munu vængjum þöndum koma með hvern bikarinn á fætur öðrum inn á Hlíðarenda á næstu árum.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Levy var neyddur til að hætta Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Dagskráin í dag: Undankeppni fyrir HM 2026 hefst á Laugardalsvelli Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Myndir frá endalokum Íslands á EM Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sjá meira