Framtíðin ekki í höndum Sigrúnar 26. ágúst 2004 00:01 Guðjón Ólafur Jónsson, varaþingmaður Framsóknarflokksins segir framtíð flokksins ekki í höndum Sigrúnar Magnúsdóttur heldur stelpu og strákhvolpa. Sigrún sagði á fjölmennum fundi í gærkvöldi að konur í Framsókn ætluðu ekki að láta strákhvolpa lítilsvirða sig og varaþingmaðurinn tók það til sín. Um 150 manns sóttu fund framsóknarkvenna í gærkvöldi. Sigrún Magnúsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi, var harðorð í framsöguræðu sinni. Hún sagði meðal annars að framsóknarkonur létu ekki strákhvolpa lítilsvirða framsóknarkonur og störf þeirra. Þá sagðist hún blása á óvandaðan málflutning varaþingmanns sem sjálfur hafi leitað eftir framgangi sér til handa í þremur kjördæmum. Þar vísar Sigrún til Guðjóns Ólafs Jónssonar, varaþingmanns, sem fór mikinn í pistli á hrifla.is fyrr í vikunni. Guðjón hélt því fram að fáeinir, einkum konur, sem einhvern tímann hafi orðið fyrir vonbrigðum með eigin framgang í Framsóknarflokknum vitni nú um meinta þrönga valdaklíku í flokknum, sem eigi þar öllu lifandi og dauðu að ráða. Sigrún fékk góðan hljómgrunn á fundinum þegar hún gagnrýndi þessi orð Guðjóns Ólafs. Guðjón sagði í samtali við fréttastofu í dag að þarna talaði sár og bitur kona, en ljóst væri að Sigrún Magnúsdóttir væri ekki framtíð flokksins, heldur stelpu- og strákahvolpar eins og hann sjálfur. Þá segist hann alls ekki telja að líkja mætti framgöngu sinni í síðustu viku við pólitískt sjálfsmorð, enda vissu allir sem til starfa hans þekktu við trúnaðarstörf í þágu flokksins að hann hefði náð að rífa félagsstarfið upp. Guðjón segist ennfremur fagna ályktun fundarins, sem samþykkti einróma að val flokksins á ráðherrum í ríkisstjórn fullnægði ekki markmiðum flokksins í jafnréttismálum. Eftir brotthvarf Sivjar Friðleifsdóttur úr ríkissjórn er ein kona ráðherra af fimm, en í lögum flokksins segir að hlutur kvenna í trúnaðarstörfum skuli vera minnst 40 prósent. Í ályktun fundarins segir ennfremur að í flokknum sé fjöldi kvenna með hæfileika, reynslu og vilja til að axla pólítíska ábyrgð, og eru konur og jafnréttissinnar hvattir til að þjappa sér saman til að ná fram jafnrétti undir merkjum flokksins. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Sjá meira
Guðjón Ólafur Jónsson, varaþingmaður Framsóknarflokksins segir framtíð flokksins ekki í höndum Sigrúnar Magnúsdóttur heldur stelpu og strákhvolpa. Sigrún sagði á fjölmennum fundi í gærkvöldi að konur í Framsókn ætluðu ekki að láta strákhvolpa lítilsvirða sig og varaþingmaðurinn tók það til sín. Um 150 manns sóttu fund framsóknarkvenna í gærkvöldi. Sigrún Magnúsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi, var harðorð í framsöguræðu sinni. Hún sagði meðal annars að framsóknarkonur létu ekki strákhvolpa lítilsvirða framsóknarkonur og störf þeirra. Þá sagðist hún blása á óvandaðan málflutning varaþingmanns sem sjálfur hafi leitað eftir framgangi sér til handa í þremur kjördæmum. Þar vísar Sigrún til Guðjóns Ólafs Jónssonar, varaþingmanns, sem fór mikinn í pistli á hrifla.is fyrr í vikunni. Guðjón hélt því fram að fáeinir, einkum konur, sem einhvern tímann hafi orðið fyrir vonbrigðum með eigin framgang í Framsóknarflokknum vitni nú um meinta þrönga valdaklíku í flokknum, sem eigi þar öllu lifandi og dauðu að ráða. Sigrún fékk góðan hljómgrunn á fundinum þegar hún gagnrýndi þessi orð Guðjóns Ólafs. Guðjón sagði í samtali við fréttastofu í dag að þarna talaði sár og bitur kona, en ljóst væri að Sigrún Magnúsdóttir væri ekki framtíð flokksins, heldur stelpu- og strákahvolpar eins og hann sjálfur. Þá segist hann alls ekki telja að líkja mætti framgöngu sinni í síðustu viku við pólitískt sjálfsmorð, enda vissu allir sem til starfa hans þekktu við trúnaðarstörf í þágu flokksins að hann hefði náð að rífa félagsstarfið upp. Guðjón segist ennfremur fagna ályktun fundarins, sem samþykkti einróma að val flokksins á ráðherrum í ríkisstjórn fullnægði ekki markmiðum flokksins í jafnréttismálum. Eftir brotthvarf Sivjar Friðleifsdóttur úr ríkissjórn er ein kona ráðherra af fimm, en í lögum flokksins segir að hlutur kvenna í trúnaðarstörfum skuli vera minnst 40 prósent. Í ályktun fundarins segir ennfremur að í flokknum sé fjöldi kvenna með hæfileika, reynslu og vilja til að axla pólítíska ábyrgð, og eru konur og jafnréttissinnar hvattir til að þjappa sér saman til að ná fram jafnrétti undir merkjum flokksins.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Sjá meira