Endurmenntun HÍ 25. ágúst 2004 00:01 Hvað eiga morð í öllum betri bókabúðum, Bach og viðbrögð við afbrýðisemi í samböndum sameiginlegt? Jú, þau eru meðal ótal umfjöllunarefna á námskeiðum Endurmenntunar Háskóla Íslands í vetur. Kolbrún Erla Matthíasdóttir er markaðsstjóri þar og segir okkur meira. "Á hverju misseri bjóðum við upp á um það bil 200 námskeið á um 20 fræðasviðum og meirihlutinn er nýr. Ég get nefnt sem dæmi eitt sem var að detta inn og heitir Sálgreining og stjórnmál -- Bush á bekknum. Haukur Ingi Jónasson sálgreinir er með það og þar verður sýnt fram á hvernig nota má kenningar sálgreiningarstefnunnar á persónuleika stjórnmálamanna. Menningarnámskeiðin eru öll ný og þar eru til dæmis tvö um Halldór Laxness, hvort á sinni önninni í umsjá Halldórs Guðmundssonar. Það fyrra hefur undirtitilinn Skáld á öfgafullri öld. Svo er bragfræðinámskeið hjá Ragnari Inga Aðalsteinssyni og Jón Bö verður með fornsögur að venju. Það hafa margir skyldumætingu hjá honum! Auk þess erum við í samstarfi við Sinfóníuhljómsveitina, Þjóðleikhúsið og vinafélag Íslensku óperunnar og setjum upp námskeið sem tengjast verkefnum hjá þeim." Kolbrún segir hugmyndir að nýjum námskeiðum koma víða að. Verkefnisstjórar sjái hver um sinn flokk og félagasamtök og stofnanir af ýmsu tagi knýi á um samstarf. Reynt sé að finna sérfræðinga á hverju sviði enda sé aðgengi gott að kennurum í háskólanum sem séu óþreytandi að miðla þekkingu sinni. Einnig fái Endurmenntun stundum ábendingar um erlenda fræðimenn á leið til landsins og ráði þá til tímabundinnar kennslu. Af námskeiðum sem ganga í endurnýjun lífdaga hvert haust nefnir Kolbrún eitt um íslenska stafsetningu í hnotskurn, annað í verkefnisstjórnun og það þriðja um eflingu sjálfstrausts. Hún segir samstarf við háskóladeildirnar að aukast og æ fleiri námskeið gefi einingar til dæmis inn í meistaranám. "Það er ótalmargt spennandi í boði eins og sjá má á vefnum okkar endurmenntun.is," segir Kolbrún að lokum og heldur áfram leið sinni með námsskrána í prentun sem verður borin í öll hús á Reykjavíkursvæðinu um næstu mánaðamót. Nám Mest lesið Tchéky Karyo látinn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
Hvað eiga morð í öllum betri bókabúðum, Bach og viðbrögð við afbrýðisemi í samböndum sameiginlegt? Jú, þau eru meðal ótal umfjöllunarefna á námskeiðum Endurmenntunar Háskóla Íslands í vetur. Kolbrún Erla Matthíasdóttir er markaðsstjóri þar og segir okkur meira. "Á hverju misseri bjóðum við upp á um það bil 200 námskeið á um 20 fræðasviðum og meirihlutinn er nýr. Ég get nefnt sem dæmi eitt sem var að detta inn og heitir Sálgreining og stjórnmál -- Bush á bekknum. Haukur Ingi Jónasson sálgreinir er með það og þar verður sýnt fram á hvernig nota má kenningar sálgreiningarstefnunnar á persónuleika stjórnmálamanna. Menningarnámskeiðin eru öll ný og þar eru til dæmis tvö um Halldór Laxness, hvort á sinni önninni í umsjá Halldórs Guðmundssonar. Það fyrra hefur undirtitilinn Skáld á öfgafullri öld. Svo er bragfræðinámskeið hjá Ragnari Inga Aðalsteinssyni og Jón Bö verður með fornsögur að venju. Það hafa margir skyldumætingu hjá honum! Auk þess erum við í samstarfi við Sinfóníuhljómsveitina, Þjóðleikhúsið og vinafélag Íslensku óperunnar og setjum upp námskeið sem tengjast verkefnum hjá þeim." Kolbrún segir hugmyndir að nýjum námskeiðum koma víða að. Verkefnisstjórar sjái hver um sinn flokk og félagasamtök og stofnanir af ýmsu tagi knýi á um samstarf. Reynt sé að finna sérfræðinga á hverju sviði enda sé aðgengi gott að kennurum í háskólanum sem séu óþreytandi að miðla þekkingu sinni. Einnig fái Endurmenntun stundum ábendingar um erlenda fræðimenn á leið til landsins og ráði þá til tímabundinnar kennslu. Af námskeiðum sem ganga í endurnýjun lífdaga hvert haust nefnir Kolbrún eitt um íslenska stafsetningu í hnotskurn, annað í verkefnisstjórnun og það þriðja um eflingu sjálfstrausts. Hún segir samstarf við háskóladeildirnar að aukast og æ fleiri námskeið gefi einingar til dæmis inn í meistaranám. "Það er ótalmargt spennandi í boði eins og sjá má á vefnum okkar endurmenntun.is," segir Kolbrún að lokum og heldur áfram leið sinni með námsskrána í prentun sem verður borin í öll hús á Reykjavíkursvæðinu um næstu mánaðamót.
Nám Mest lesið Tchéky Karyo látinn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira