Stefni á að vinna gullið 21. ágúst 2004 00:01 Rúnar Alexandersson er hvergi smeykur fyrir úrslitakeppnina á bogahesti sem fer fram í kvöld. Ólympíuleikar Fram undan er stærsta kvöld ævinnar hjá fimleikakappanum Rúnari Alexanderssyni er hann keppir í úrslitum á bogahesti. Upphaflega takmarkið hjá Rúnari var að komast í úrslit í fjölþraut en hann gerði ekki ráð fyrir því að komast í úrslit á bogahesti enda komast aðeins átta bestu áfram þar. Hann fór aftur á móti á kostum á bogahestinum í undankeppninni, fékk 9,737 í einkunn sem dugði honum til þess að komast í úrslit. Frábær árangur. Blaðamaður Fréttablaðsins hitti Rúnar í Ólympíuþorpinu fyrir nokkrum dögum síðan og hann var gríðarlega vel stemmdur. Hann var fyrst spurður að því hvernig honum hefði liðið er hann var kominn í úrslitin. Fannst ég vera heppinn „Mér fannst ég vera heppinn og það mjög heppinn. Þetta var samt eitt besta mót sem ég hef tekið þátt í. Ég hef aðeins einu sinni áður gert betur,“ sagði Rúnar af einstakri hógværð en ætli hann hafi ekki verið ánægður með æfinguna sína á bogahestinum? „Jú, en þetta var ekki fullkomið,“ sagði Rúnar og þjálfari hans, Guðmundur Þór Brynjólfsson, skaut því inn í að þegar þeir hefðu séð hvað það væru háar einkunnir á bogahestinum hefðu þeir ákveðið að taka ekki mikla áhættu og keyra frekar öruggar æfingar en erfiðar. Gera sömu æfingu betur Rúnar ætlar að gera sömu æfingar í úrslitunum í kvöld en bara betur. Hann telur sig eiga meira inni. „Ég er alveg viss um að ég á meira inni og get gert betur. Það þarf að fínpússa nokkra hluti í æfingunum. Draumurinn hjá mér er að vinna gull og ég hef fulla trú á því að ég geti unnið gullverðlaun hérna,“ sagði Rúnar kokhraustur en telur þjálfarinn að það sé virkilega möguleiki að Rúnar geti unnið gullið? „Við þurfum að gera eins vel og við getum og aðrir þurfa að gera ekki eins vel og þeir geta. Þetta er bara spurning um að hitta rétta daginn þar sem allt gengur upp. Getan er til staðar. Það er ekki spurning. Hausinn er líka í lagi þannig að það getur allt gerst,“ sagði Guðmundur Þór. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Tók ekki upp boltann og bjargaði mögulega tímabili liðsins Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Sjá meira
Rúnar Alexandersson er hvergi smeykur fyrir úrslitakeppnina á bogahesti sem fer fram í kvöld. Ólympíuleikar Fram undan er stærsta kvöld ævinnar hjá fimleikakappanum Rúnari Alexanderssyni er hann keppir í úrslitum á bogahesti. Upphaflega takmarkið hjá Rúnari var að komast í úrslit í fjölþraut en hann gerði ekki ráð fyrir því að komast í úrslit á bogahesti enda komast aðeins átta bestu áfram þar. Hann fór aftur á móti á kostum á bogahestinum í undankeppninni, fékk 9,737 í einkunn sem dugði honum til þess að komast í úrslit. Frábær árangur. Blaðamaður Fréttablaðsins hitti Rúnar í Ólympíuþorpinu fyrir nokkrum dögum síðan og hann var gríðarlega vel stemmdur. Hann var fyrst spurður að því hvernig honum hefði liðið er hann var kominn í úrslitin. Fannst ég vera heppinn „Mér fannst ég vera heppinn og það mjög heppinn. Þetta var samt eitt besta mót sem ég hef tekið þátt í. Ég hef aðeins einu sinni áður gert betur,“ sagði Rúnar af einstakri hógværð en ætli hann hafi ekki verið ánægður með æfinguna sína á bogahestinum? „Jú, en þetta var ekki fullkomið,“ sagði Rúnar og þjálfari hans, Guðmundur Þór Brynjólfsson, skaut því inn í að þegar þeir hefðu séð hvað það væru háar einkunnir á bogahestinum hefðu þeir ákveðið að taka ekki mikla áhættu og keyra frekar öruggar æfingar en erfiðar. Gera sömu æfingu betur Rúnar ætlar að gera sömu æfingar í úrslitunum í kvöld en bara betur. Hann telur sig eiga meira inni. „Ég er alveg viss um að ég á meira inni og get gert betur. Það þarf að fínpússa nokkra hluti í æfingunum. Draumurinn hjá mér er að vinna gull og ég hef fulla trú á því að ég geti unnið gullverðlaun hérna,“ sagði Rúnar kokhraustur en telur þjálfarinn að það sé virkilega möguleiki að Rúnar geti unnið gullið? „Við þurfum að gera eins vel og við getum og aðrir þurfa að gera ekki eins vel og þeir geta. Þetta er bara spurning um að hitta rétta daginn þar sem allt gengur upp. Getan er til staðar. Það er ekki spurning. Hausinn er líka í lagi þannig að það getur allt gerst,“ sagði Guðmundur Þór.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Tók ekki upp boltann og bjargaði mögulega tímabili liðsins Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Sjá meira