Framsóknarkonur grípa til aðgerða 20. ágúst 2004 00:01 Framsóknarkonur á höfuðborgarsvæðinu ætla að grípa til aðgerða vegna ákvörðunar Halldórs Ásgrímssonar um að svipta Siv Friðleifsdóttur ráðherrastóli og smala nú til stórfundar í hádeginu á morgun. Siv Friðleifsdóttir telur að andstæðingar sínir ætli að reyna koma sér úr stjórn flokksins á næsta flokksþingi. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur stjórnarsamstarfið hafa veikst eftir atburði gærdagsins. Reiðin kraumar í Framsóknarkonum eftir ákvörðun Halldórs Ásgrímssonar um að setja Siv Friðleifsdóttur út úr ríkisstjórninni eftir tæpan mánuð. Þær hafa nú blásið í herlúðra og boðað allar Framsóknarkonur sem vettlingi geta valdið til samráðsfundar í Iðnó í hádeginu á morgun. Þar á ekki bara að spjalla, það á að taka ákvarðanir um beinharðar aðgerðir. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur verið hringt í allar Framsóknarkonur á höfuðborgarsvæðinu í dag og þær boðaðar til fundarins. Heimildir Fréttastofu herma að tvær konur úr þingflokki Framsóknarflokksins ætli sér að mæta á þennan fund. Þær Siv Friðleifsdóttir og Jónína Bjartmars. Það er því ljóst að það eru mikil átök framundan í Framsóknarflokknum. Siv Friðleifsdóttir ku óttast mjög að hún sé nú komin endanlega út í kuldann hjá flokksforystunni. Samkvæmt heimildum fréttastofu sagði hún samherjum sínum eftir þingflokksfundinn í gær, að þetta væri aðeins byrjunin, næst yrði hún slegin af sem ritari flokksins á flokksþinginu næsta vor. Þar eru menn þegar farnir að gæla við að arftaki hennar kunni að verða Dagný Jónsdóttir, sem hefur talað gegn Framsóknarkonum og þótt sýna flokksforystunni mikla hollustu. Þá gerast þær raddir æ háværari að Árni Magnússon ætli þegar í vor að gera atlögu að varaformannsstóli Guðna Ágústssonar, og það sem meira er; í Suðurkjördæmi er þegar talað um að Árni leiði listann í næstu kosningum í stað Guðna. Árni er enda búsettur í því kjördæmi, þó svo hann sé þingmaður Reykvíkinga. Jafnréttisnefnd Framsóknarflokksins sendi frá sér ályktun í dag þar sem ákvörðun þingflokksins er hörmuð. Bæði brjóti hún í bága við lög flokksins og eins sé ljóst að þingflokkurinn hafi ekki haft jafnréttisáætlun flokksins að leiðarljósi. Átök og ósætti í stjórnarflokki vekja upp spurningar um hvort slíkt hafi áhrif á stjórnarsamstarfið. Gunnar Birgisson, þingmaður Sjálfstæðismanna telur engan vafa á að atburðir gærdagsins hafi veikt stjórnarsamstarfið og að staða ríkisstjórnarinnar hafi einnig veikst. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Sjá meira
Framsóknarkonur á höfuðborgarsvæðinu ætla að grípa til aðgerða vegna ákvörðunar Halldórs Ásgrímssonar um að svipta Siv Friðleifsdóttur ráðherrastóli og smala nú til stórfundar í hádeginu á morgun. Siv Friðleifsdóttir telur að andstæðingar sínir ætli að reyna koma sér úr stjórn flokksins á næsta flokksþingi. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur stjórnarsamstarfið hafa veikst eftir atburði gærdagsins. Reiðin kraumar í Framsóknarkonum eftir ákvörðun Halldórs Ásgrímssonar um að setja Siv Friðleifsdóttur út úr ríkisstjórninni eftir tæpan mánuð. Þær hafa nú blásið í herlúðra og boðað allar Framsóknarkonur sem vettlingi geta valdið til samráðsfundar í Iðnó í hádeginu á morgun. Þar á ekki bara að spjalla, það á að taka ákvarðanir um beinharðar aðgerðir. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur verið hringt í allar Framsóknarkonur á höfuðborgarsvæðinu í dag og þær boðaðar til fundarins. Heimildir Fréttastofu herma að tvær konur úr þingflokki Framsóknarflokksins ætli sér að mæta á þennan fund. Þær Siv Friðleifsdóttir og Jónína Bjartmars. Það er því ljóst að það eru mikil átök framundan í Framsóknarflokknum. Siv Friðleifsdóttir ku óttast mjög að hún sé nú komin endanlega út í kuldann hjá flokksforystunni. Samkvæmt heimildum fréttastofu sagði hún samherjum sínum eftir þingflokksfundinn í gær, að þetta væri aðeins byrjunin, næst yrði hún slegin af sem ritari flokksins á flokksþinginu næsta vor. Þar eru menn þegar farnir að gæla við að arftaki hennar kunni að verða Dagný Jónsdóttir, sem hefur talað gegn Framsóknarkonum og þótt sýna flokksforystunni mikla hollustu. Þá gerast þær raddir æ háværari að Árni Magnússon ætli þegar í vor að gera atlögu að varaformannsstóli Guðna Ágústssonar, og það sem meira er; í Suðurkjördæmi er þegar talað um að Árni leiði listann í næstu kosningum í stað Guðna. Árni er enda búsettur í því kjördæmi, þó svo hann sé þingmaður Reykvíkinga. Jafnréttisnefnd Framsóknarflokksins sendi frá sér ályktun í dag þar sem ákvörðun þingflokksins er hörmuð. Bæði brjóti hún í bága við lög flokksins og eins sé ljóst að þingflokkurinn hafi ekki haft jafnréttisáætlun flokksins að leiðarljósi. Átök og ósætti í stjórnarflokki vekja upp spurningar um hvort slíkt hafi áhrif á stjórnarsamstarfið. Gunnar Birgisson, þingmaður Sjálfstæðismanna telur engan vafa á að atburðir gærdagsins hafi veikt stjórnarsamstarfið og að staða ríkisstjórnarinnar hafi einnig veikst.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Sjá meira