Hvernig verð ég símsmiður? 20. ágúst 2004 00:01 Símsmíði er kennd í Iðnskólanum í Reykjavík og er námið 82 einingar og skiptist á fjórar annir. Námið hefst með námi í grunndeild rafiðna í tvær annir og eru allmargir skólar víða um land sem bjóða það nám. Inntökuskilyrði í grunndeild rafiðna er grunnskólapróf. Að grunndeild lokinni þarf að gera tveggja ára námssamning við símsmíðameistara. Flestir þeir sem leggja út í símsmíðanám eru búnir að tryggja sér samning áður en þeir hefja námið. Nemendur á námssamningi ljúka verklegum hluta námsins á vinnustað en bóklegum hluta á tveimur önnum í Iðnskólanum í Reykjavík sem er eini skólinn sem kennir bóklega námið. Að loknu námi er tekið sveinspróf og fær sá sem stenst það rétt til þess að kalla sig símsmið. Nám í símsmíði hefst í grunndeild rafiðna sem er sameiginleg öllum rafiðngreinum og þar eru kenndar almennar greinar, svo sem íslenska, danska, enska og stærðfræði, faggreinar eins og efnisfræði, grunnteikning og rafmagnsfræði og verklegar faggreinar eins og málmsmíðar og mælingar. Grunndeild þarf að ljúka með lágmarkseinkunn til að hægt sé að hefja nám í símsmíði. Hið eiginlega nám í símsmíði tekur þá við, þ.e. fagnám og starfsþjálfun. Helstu námsgreinar eru fínsmíði, línufræði og símafræði. Námið tekur þrjú til fjögur ár og fer lengd námstímans eftir því hvernig námskeið og fagnám raðast saman. Námið er lánshæft meðan nemandi er ekki á launum. Möguleikar á framhaldsnámi eru til dæmis nám í meistaraskóla eða tækniskóla og einnig er hægt að bæta ofan á nám á tæknibraut til stúdentsprófs. Starf símsmiða er fjölbreytilegt. Símsmiðir leggja símastrengi frá inntakskassa og símalínur innanhúss fyrir símtæki og annan notendabúnað, svo sem mótöld, telextæki, faxtæki og tölvur. Þeir annast bilanagreiningu og viðgerðir á símastrengjum og línum. Þeir skipuleggja uppsetningu tengigrinda og prófa símalínur. Flestir símsmiðir starfa hjá símafyrirtækjum og eru flestir búnir að tryggja sér atvinnu áður en þeir leggja út í námið með því að gera samning með meistarann. Atvinna Mest lesið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Lífið Claudia Cardinale er látin Lífið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Fleiri fréttir Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Símsmíði er kennd í Iðnskólanum í Reykjavík og er námið 82 einingar og skiptist á fjórar annir. Námið hefst með námi í grunndeild rafiðna í tvær annir og eru allmargir skólar víða um land sem bjóða það nám. Inntökuskilyrði í grunndeild rafiðna er grunnskólapróf. Að grunndeild lokinni þarf að gera tveggja ára námssamning við símsmíðameistara. Flestir þeir sem leggja út í símsmíðanám eru búnir að tryggja sér samning áður en þeir hefja námið. Nemendur á námssamningi ljúka verklegum hluta námsins á vinnustað en bóklegum hluta á tveimur önnum í Iðnskólanum í Reykjavík sem er eini skólinn sem kennir bóklega námið. Að loknu námi er tekið sveinspróf og fær sá sem stenst það rétt til þess að kalla sig símsmið. Nám í símsmíði hefst í grunndeild rafiðna sem er sameiginleg öllum rafiðngreinum og þar eru kenndar almennar greinar, svo sem íslenska, danska, enska og stærðfræði, faggreinar eins og efnisfræði, grunnteikning og rafmagnsfræði og verklegar faggreinar eins og málmsmíðar og mælingar. Grunndeild þarf að ljúka með lágmarkseinkunn til að hægt sé að hefja nám í símsmíði. Hið eiginlega nám í símsmíði tekur þá við, þ.e. fagnám og starfsþjálfun. Helstu námsgreinar eru fínsmíði, línufræði og símafræði. Námið tekur þrjú til fjögur ár og fer lengd námstímans eftir því hvernig námskeið og fagnám raðast saman. Námið er lánshæft meðan nemandi er ekki á launum. Möguleikar á framhaldsnámi eru til dæmis nám í meistaraskóla eða tækniskóla og einnig er hægt að bæta ofan á nám á tæknibraut til stúdentsprófs. Starf símsmiða er fjölbreytilegt. Símsmiðir leggja símastrengi frá inntakskassa og símalínur innanhúss fyrir símtæki og annan notendabúnað, svo sem mótöld, telextæki, faxtæki og tölvur. Þeir annast bilanagreiningu og viðgerðir á símastrengjum og línum. Þeir skipuleggja uppsetningu tengigrinda og prófa símalínur. Flestir símsmiðir starfa hjá símafyrirtækjum og eru flestir búnir að tryggja sér atvinnu áður en þeir leggja út í námið með því að gera samning með meistarann.
Atvinna Mest lesið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Lífið Claudia Cardinale er látin Lífið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Fleiri fréttir Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira