Leyndardómsfullur Ólafur Jóhann 19. ágúst 2004 00:01 Það er óhætt að segja að sköpunarkrafturinn ráði ríkjum hjá Ólafi Jóhanni Ólafssyni um þessar mundir en fimm mánaðagömul dóttir hans, Sóley, afhenti í gær útgáfustjóra Máls og menningar, Páli Valssyni, endanlegt handrit að glænýrri skáldsögu rithöfundarins. "Ein aðalpersóna bókarinnar heitir líka Sóley en þó að ég hafi ráðið nafngiftinni í bókinni var það Anna konan mín sem valdi nafnið á dótturina," segir hinn ástsæli höfundur Ólafur Jóhann. Nýja skáldsagan er mikil að vöxtum, um fimm hundruð blaðsíður eftir grimman niðurskurð, en áætlað er að bókin komi út í október. "Að mínu mati er þetta metnaðarfyllsta bókmenntaverk sem Ólafur hefur skrifað til þessa," segir Páll Valsson. "Þetta er breið epísk saga sem fer víða bæði í tíma og rúmi, mikil örlagasaga, en við getum ekkert gefið meira upp um efni hennar að sinni." Mikil leynd hvílir yfir væntanlegri bók en Ólafur segir ástæðuna að finna í viðfangsefninu. Nýja bókin er byggð á ýmsum raunverulegum atburðum líkt og var um síðustu bók Ólafs, Höll minninganna, þar sem persóna af holdi og blóði var kveikjan að skáldsögunni. "Munurinn er sá að hér er um að ræða fleiri en eina manneskju og þetta fólk er ekki úr fortíðinni heldur samtímanum," segir Ólafur sem hefur unnið bæði upp úr samtölum við fólk og rituðum heimildum. "Það hafa líka þó nokkrir haft samband við mig að fyrra bragði og lagt fram upplýsingar og margir hverjir hafa tekið af mér loforð um að ég láti aldrei uppi hvaðan þær upplýsingar komu. Sem ég stend að sjálfsögðu við." Fyrri bækur Ólafs hafa komið út undir merki Vöku Helgafells og ekki verður breyting á því þótt Ólafur vinni nú með útgáfustjóra Máls og menningar enda eru bæði útgáfumerkin undir hatti Eddu útgáfu. "Ég var svo heppinn að fá nú Pál Valsson til að ritstýra mér í fyrsta sinn," segir Ólafur en í gegnum árin hafa þeir félagarnir spilað reglulega saman fótbolta og segir Páll að samspil þeirra hafi verið mjög gefandi og skemmtilegt, bæði á fótboltavellinum og ritvellinum. Höll minninganna kom út árið 2001 á Íslandi. Bókin seldist þá í um 18 þúsund eintökum og hefur nýverið fengið afar lofsamlega dóma bæði í Bandaríkjunum og á Bretlandi en áætlað er að nýja skáldsagan komi út í Bretlandi árið 2006. "Ég hef ekki enn sett mig í samband við útgáfustjórann minn í Bandaríkjunum," segir Ólafur. "Þó að ég búi lungann af árinu í Bandaríkjunum og bækurnar mínar séu farnar að koma nokkuð víða út í heiminum, þá snertir það mig alltaf mest þegar þær koma út á Íslandi. Enda eru genin íslensk." Auk þess að eignast dóttur og gefa út bók með stuttu millibili er einnig í bígerð Hollywood-kvikmynd sem er unnin upp úr skáldsögu Ólafs Slóð fiðrildanna . "Handritið er tilbúið en það er unnið af Liv Ullmann sem er jafnframt leikstjóri myndarinnar," segir Ólafur og ýjar að því að næstu stórtíðindi gætu orðið af því hvaða leikkona hreppi aðalhlutverk kvikmyndarinnar. Bókmenntir Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Fleiri fréttir Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Sjá meira
Það er óhætt að segja að sköpunarkrafturinn ráði ríkjum hjá Ólafi Jóhanni Ólafssyni um þessar mundir en fimm mánaðagömul dóttir hans, Sóley, afhenti í gær útgáfustjóra Máls og menningar, Páli Valssyni, endanlegt handrit að glænýrri skáldsögu rithöfundarins. "Ein aðalpersóna bókarinnar heitir líka Sóley en þó að ég hafi ráðið nafngiftinni í bókinni var það Anna konan mín sem valdi nafnið á dótturina," segir hinn ástsæli höfundur Ólafur Jóhann. Nýja skáldsagan er mikil að vöxtum, um fimm hundruð blaðsíður eftir grimman niðurskurð, en áætlað er að bókin komi út í október. "Að mínu mati er þetta metnaðarfyllsta bókmenntaverk sem Ólafur hefur skrifað til þessa," segir Páll Valsson. "Þetta er breið epísk saga sem fer víða bæði í tíma og rúmi, mikil örlagasaga, en við getum ekkert gefið meira upp um efni hennar að sinni." Mikil leynd hvílir yfir væntanlegri bók en Ólafur segir ástæðuna að finna í viðfangsefninu. Nýja bókin er byggð á ýmsum raunverulegum atburðum líkt og var um síðustu bók Ólafs, Höll minninganna, þar sem persóna af holdi og blóði var kveikjan að skáldsögunni. "Munurinn er sá að hér er um að ræða fleiri en eina manneskju og þetta fólk er ekki úr fortíðinni heldur samtímanum," segir Ólafur sem hefur unnið bæði upp úr samtölum við fólk og rituðum heimildum. "Það hafa líka þó nokkrir haft samband við mig að fyrra bragði og lagt fram upplýsingar og margir hverjir hafa tekið af mér loforð um að ég láti aldrei uppi hvaðan þær upplýsingar komu. Sem ég stend að sjálfsögðu við." Fyrri bækur Ólafs hafa komið út undir merki Vöku Helgafells og ekki verður breyting á því þótt Ólafur vinni nú með útgáfustjóra Máls og menningar enda eru bæði útgáfumerkin undir hatti Eddu útgáfu. "Ég var svo heppinn að fá nú Pál Valsson til að ritstýra mér í fyrsta sinn," segir Ólafur en í gegnum árin hafa þeir félagarnir spilað reglulega saman fótbolta og segir Páll að samspil þeirra hafi verið mjög gefandi og skemmtilegt, bæði á fótboltavellinum og ritvellinum. Höll minninganna kom út árið 2001 á Íslandi. Bókin seldist þá í um 18 þúsund eintökum og hefur nýverið fengið afar lofsamlega dóma bæði í Bandaríkjunum og á Bretlandi en áætlað er að nýja skáldsagan komi út í Bretlandi árið 2006. "Ég hef ekki enn sett mig í samband við útgáfustjórann minn í Bandaríkjunum," segir Ólafur. "Þó að ég búi lungann af árinu í Bandaríkjunum og bækurnar mínar séu farnar að koma nokkuð víða út í heiminum, þá snertir það mig alltaf mest þegar þær koma út á Íslandi. Enda eru genin íslensk." Auk þess að eignast dóttur og gefa út bók með stuttu millibili er einnig í bígerð Hollywood-kvikmynd sem er unnin upp úr skáldsögu Ólafs Slóð fiðrildanna . "Handritið er tilbúið en það er unnið af Liv Ullmann sem er jafnframt leikstjóri myndarinnar," segir Ólafur og ýjar að því að næstu stórtíðindi gætu orðið af því hvaða leikkona hreppi aðalhlutverk kvikmyndarinnar.
Bókmenntir Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Fleiri fréttir Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Sjá meira