Liza Marklund til Íslands 18. ágúst 2004 00:01 Sænski metsölu- og spennusagnahöfundurinn Liza Marklund er væntanleg til Íslands dagana 1.- 3. september í tilefni af útkomu bókarinnar Úlfurinn rauði. Rithöfundurinn hefur sent frá sér sjö bækur sem selst hafa í yfir 5 milljónum eintaka á 26 tungumálum en Úlfurinn rauði er fimmta bókin sem þýdd er á íslensku. Sænska sendirráðið á Íslandi, Norræna húsið og Ari útgáfa bjóða Lizu til landsins en hún áritar bækur í Norræna húsinu, föstudaginn 3. september. Norræna húsið er þá öllum opið og hefst dagskráin kl. 20. Lesendum og aðdáendum Lizu gefst einnig kostur á að spyrja hana spjörunum úr og leikkonan Þrúður Vilhjálmsdóttir les valda kafla úr Úlfinum rauða. Anna R. Ingólfsdóttir er íslenski þýðandi Lisu Marklund en hún leitaði strax til Halldórs Guðmundssonar útgáfustjóra Máls og menningar eftir að hafa lesið Sprengivarginn í Svíþjóð fyrir nokkrum árum. Bókin var gefin út á íslensku og í kjölfarið fylgdu Stúdíó Sex og Paradís. Síðar stofnaði Anna Ara útgáfu og tryggði sér rétt á komandi bókum Marklund. Ari útgáfa hefur gefið út Villibirtu og Úlfinn rauða og mögulegt er að fyrsta bók Marklund, sem á sænsku heitir Gömda, verði einnig þýdd á íslensku. Gömda vakti mikla athygli þegar hún kom út í Svíþjóð 1995 en hún er sannsöguleg og fjallar um unga konu sem sætir sjúklegum ofsóknum frá barnsföður sínum. Eftir áralangan flótta undan manninum hröklast konan úr landi og var Liza Marklund á tímabili hennar eini tengiliður við umheiminn. Nýjasta bók Lizu, Asyl, kom út á árinu og er framhald af Gömda. Bókin segir frá aðdragandanum þess að konan varð sú fyrsta frá Svíþjóð til að fá pólitískt hæli í Bandaríkjunum. "Liza Marklund höfðar alltaf betur og betur til mín," segir Anna R. Ingólfsdóttir. "Hún tekur á málum fólks sem er að standa sig og er á kafi í atvinnulífi. Hún fjallar um þjóðfélagsmál sem eru ofarlega á baugi hverju sinni og sem dæmi segir Úlfurinn rauði frá fári sem kom upp eftir að sænski menntamálaráðherran breytti fjölmiðlafrumvarpi á síðustu stundu. Bókin er skáldsaga en um leið og ég hafði lokið við að þýða hana kom deilan upp um fjölmiðlafrumvarpið hér á landi." Úlfurinn rauði er væntanleg í verslanir á næstu dögum. Bókmenntir Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Fleiri fréttir Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Sjá meira
Sænski metsölu- og spennusagnahöfundurinn Liza Marklund er væntanleg til Íslands dagana 1.- 3. september í tilefni af útkomu bókarinnar Úlfurinn rauði. Rithöfundurinn hefur sent frá sér sjö bækur sem selst hafa í yfir 5 milljónum eintaka á 26 tungumálum en Úlfurinn rauði er fimmta bókin sem þýdd er á íslensku. Sænska sendirráðið á Íslandi, Norræna húsið og Ari útgáfa bjóða Lizu til landsins en hún áritar bækur í Norræna húsinu, föstudaginn 3. september. Norræna húsið er þá öllum opið og hefst dagskráin kl. 20. Lesendum og aðdáendum Lizu gefst einnig kostur á að spyrja hana spjörunum úr og leikkonan Þrúður Vilhjálmsdóttir les valda kafla úr Úlfinum rauða. Anna R. Ingólfsdóttir er íslenski þýðandi Lisu Marklund en hún leitaði strax til Halldórs Guðmundssonar útgáfustjóra Máls og menningar eftir að hafa lesið Sprengivarginn í Svíþjóð fyrir nokkrum árum. Bókin var gefin út á íslensku og í kjölfarið fylgdu Stúdíó Sex og Paradís. Síðar stofnaði Anna Ara útgáfu og tryggði sér rétt á komandi bókum Marklund. Ari útgáfa hefur gefið út Villibirtu og Úlfinn rauða og mögulegt er að fyrsta bók Marklund, sem á sænsku heitir Gömda, verði einnig þýdd á íslensku. Gömda vakti mikla athygli þegar hún kom út í Svíþjóð 1995 en hún er sannsöguleg og fjallar um unga konu sem sætir sjúklegum ofsóknum frá barnsföður sínum. Eftir áralangan flótta undan manninum hröklast konan úr landi og var Liza Marklund á tímabili hennar eini tengiliður við umheiminn. Nýjasta bók Lizu, Asyl, kom út á árinu og er framhald af Gömda. Bókin segir frá aðdragandanum þess að konan varð sú fyrsta frá Svíþjóð til að fá pólitískt hæli í Bandaríkjunum. "Liza Marklund höfðar alltaf betur og betur til mín," segir Anna R. Ingólfsdóttir. "Hún tekur á málum fólks sem er að standa sig og er á kafi í atvinnulífi. Hún fjallar um þjóðfélagsmál sem eru ofarlega á baugi hverju sinni og sem dæmi segir Úlfurinn rauði frá fári sem kom upp eftir að sænski menntamálaráðherran breytti fjölmiðlafrumvarpi á síðustu stundu. Bókin er skáldsaga en um leið og ég hafði lokið við að þýða hana kom deilan upp um fjölmiðlafrumvarpið hér á landi." Úlfurinn rauði er væntanleg í verslanir á næstu dögum.
Bókmenntir Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Fleiri fréttir Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Sjá meira