Meirihluti vill að Siv hætti 13. október 2005 14:32 Mikill meirihluti þingflokks Framsóknarflokksins er þess fylgjandi að Siv Friðleifsdóttir verði látin taka pokann sinn þegar Framsókn lætur ráðherrastól umhverfismála af hendi til Sjálfstæðisflokksins. Hópur framsóknarkvenna berst fyrir stöðu Sivjar og formaður landssamtaka Framsóknarkvenna segir mikla ólgu innan flokksins. Það er tæpur mánuður þar til Framsóknarmenn láta stól umhverfisráðherra af hendi til Sjálfstæðismanna. Halldór Ásgrímsson, hefur haldið spilunum þétt að sér, en allt bendir nú til þess að það verði Siv Friðleifsdóttir, umhverfisráðherra sem missi ráðherrastól. Fréttastofa hefur margar góðar heimildir fyrir því að mikill meirihluti 12 manna þingflokks Framsóknarflokksins sé þeirrar skoðunar að Siv þurfi að fara. Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra, þykir hafa mjög sterka stöðu innan þingflokksins, og vaxið jafnt af störfum sínum sem hógværð, eins og einn þingmaður Framsóknar orðaði það. Athygli vakti í dag auglýsing 40 framsóknarkvenna sem skora á þingflokkinn að virða lög flokksins um jafnrétti. Framsóknarmenn sem fréttastofa hefur rætt við segja þessa herferð afar gagnsæja, hún sé augljóslega til að berjast fyrir stöðu Sivjar, en auk þess er þar að finna dyggar stuðningskonur Jónínu Bjartmarz, sem fannst framhjá henni gengið í fyrra. Flestum ber þó saman um að Jónína sé ekki á leiðinni í ráðherrastól. Una María Óskarsdóttir, formaður Landssambands Framsóknarkvenna segir fulla ástæðu til að óttast stöðu kvenna innan Framsóknarflokksins. Framsóknarflokkurinn hafi verið fyrstur til að semja jafnréttisáætlun á flokksþingi en nú líti út fyrir að framsóknarkonum muni fækka í ríkisstjórn og því hafi þær vissulega áhyggjur. Dagný Jónsdóttir, yngsta þingkona Framsóknarmanna er ekki hrifin af framtaki kynsystra sinna, eins og fram kemur á heimasíðu hennar í dag. Hún segir meðal annars í pistli sínum: "Ég tilheyri þessum hópi kvenna og karla sem vilja velja einstakling hverju sinni sem hentar best í það hlutverk sem velja á í. Það er minn skilningur á nútíma jafnréttisbaráttu,.." Í lögum Framsóknarflokksins og í jafnréttisáætlun hans er skýrt kveðið á um að það skuli stefnt að því, að að minnstka kosti 40 % af hvoru kyni gegni trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Það er því eðlilegt að spurt sé hvort skoðanir Dagnýjar séu á skjön við stefnu framsóknarflokksins. Dagný segist þó hafa verið að lýsa sinni skoðun og hún standi fast við hana. Hún vilji nútímajafnrétti þar sem ekki þurfi að mismuna fólki eftir kyni. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Sjá meira
Mikill meirihluti þingflokks Framsóknarflokksins er þess fylgjandi að Siv Friðleifsdóttir verði látin taka pokann sinn þegar Framsókn lætur ráðherrastól umhverfismála af hendi til Sjálfstæðisflokksins. Hópur framsóknarkvenna berst fyrir stöðu Sivjar og formaður landssamtaka Framsóknarkvenna segir mikla ólgu innan flokksins. Það er tæpur mánuður þar til Framsóknarmenn láta stól umhverfisráðherra af hendi til Sjálfstæðismanna. Halldór Ásgrímsson, hefur haldið spilunum þétt að sér, en allt bendir nú til þess að það verði Siv Friðleifsdóttir, umhverfisráðherra sem missi ráðherrastól. Fréttastofa hefur margar góðar heimildir fyrir því að mikill meirihluti 12 manna þingflokks Framsóknarflokksins sé þeirrar skoðunar að Siv þurfi að fara. Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra, þykir hafa mjög sterka stöðu innan þingflokksins, og vaxið jafnt af störfum sínum sem hógværð, eins og einn þingmaður Framsóknar orðaði það. Athygli vakti í dag auglýsing 40 framsóknarkvenna sem skora á þingflokkinn að virða lög flokksins um jafnrétti. Framsóknarmenn sem fréttastofa hefur rætt við segja þessa herferð afar gagnsæja, hún sé augljóslega til að berjast fyrir stöðu Sivjar, en auk þess er þar að finna dyggar stuðningskonur Jónínu Bjartmarz, sem fannst framhjá henni gengið í fyrra. Flestum ber þó saman um að Jónína sé ekki á leiðinni í ráðherrastól. Una María Óskarsdóttir, formaður Landssambands Framsóknarkvenna segir fulla ástæðu til að óttast stöðu kvenna innan Framsóknarflokksins. Framsóknarflokkurinn hafi verið fyrstur til að semja jafnréttisáætlun á flokksþingi en nú líti út fyrir að framsóknarkonum muni fækka í ríkisstjórn og því hafi þær vissulega áhyggjur. Dagný Jónsdóttir, yngsta þingkona Framsóknarmanna er ekki hrifin af framtaki kynsystra sinna, eins og fram kemur á heimasíðu hennar í dag. Hún segir meðal annars í pistli sínum: "Ég tilheyri þessum hópi kvenna og karla sem vilja velja einstakling hverju sinni sem hentar best í það hlutverk sem velja á í. Það er minn skilningur á nútíma jafnréttisbaráttu,.." Í lögum Framsóknarflokksins og í jafnréttisáætlun hans er skýrt kveðið á um að það skuli stefnt að því, að að minnstka kosti 40 % af hvoru kyni gegni trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Það er því eðlilegt að spurt sé hvort skoðanir Dagnýjar séu á skjön við stefnu framsóknarflokksins. Dagný segist þó hafa verið að lýsa sinni skoðun og hún standi fast við hana. Hún vilji nútímajafnrétti þar sem ekki þurfi að mismuna fólki eftir kyni.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Sjá meira