Matthías gestur bókmenntahátíðar 9. ágúst 2004 00:01 Matthías Johannessen er einn af gestum bókmenntahátíðarinnar í Edinborg þetta árið. Af því tilefni hefur bókin "New Journeys" verið gefin út en hún inniheldur úrval af ljóðum Matthíasar sem mörg hver hafa ekki enn komið út en það er Bernand Scudder sem þýðir ljóðin og velur í bókina. Matthías mun koma fram í Opus-leikhúsinu í Edinborg miðvikudaginn 25. ágúst og lesa upp ljóð úr bók sinni. Sá háttur verður hafður á að sjónvarpsmaðurinn Magnús Magnússon sem búsettur er í London mun spyrja Matthías út í ljóðasmíðina og gefa þannig hlustendum kost á að skyggnast inn í hugarheim skáldsins. Bókmenntahátíðin er ein sú stærsta sinnar tegundar í heiminum og nýtur gífurlegra vinsælda. Meðal þeirra sem sækja munu hátíðina í ár eru höfundar á borð við Muriel Spark, Toni Morrison, Alex Garland, Doris Lessing og Ian Rankin. Matthías vinnur nú að nýrri bók sem mun koma út næsta haust sem er í senn málsvörn og minningar. Lífið Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Matthías Johannessen er einn af gestum bókmenntahátíðarinnar í Edinborg þetta árið. Af því tilefni hefur bókin "New Journeys" verið gefin út en hún inniheldur úrval af ljóðum Matthíasar sem mörg hver hafa ekki enn komið út en það er Bernand Scudder sem þýðir ljóðin og velur í bókina. Matthías mun koma fram í Opus-leikhúsinu í Edinborg miðvikudaginn 25. ágúst og lesa upp ljóð úr bók sinni. Sá háttur verður hafður á að sjónvarpsmaðurinn Magnús Magnússon sem búsettur er í London mun spyrja Matthías út í ljóðasmíðina og gefa þannig hlustendum kost á að skyggnast inn í hugarheim skáldsins. Bókmenntahátíðin er ein sú stærsta sinnar tegundar í heiminum og nýtur gífurlegra vinsælda. Meðal þeirra sem sækja munu hátíðina í ár eru höfundar á borð við Muriel Spark, Toni Morrison, Alex Garland, Doris Lessing og Ian Rankin. Matthías vinnur nú að nýrri bók sem mun koma út næsta haust sem er í senn málsvörn og minningar.
Lífið Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira