Hvaða ráðherra kveður? 6. ágúst 2004 00:01 Staða Jóns Kristjánssonar innan ríkisstjórnarinnar þykir síst sterkari en Sivjar Friðleifsdóttur. Enn mega þau þó bíða þess að Halldór Ásgrímsson deili ákvörðun sinni því ólíklegt er að hún verði tilkynnt þennan mánuðinn. Rétt rúmur mánuður er þar til Halldór Ásgrímsson tekur við lyklavöldum í stjórnarráðinu í skiptum fyrir umhverfisráðuneytið. Töluverðrar spennu gætir í Framsóknarflokknum og víðar um það hvaða ráðherra Framsóknar verði látinn kveðja ríkisstjórnina. Siv Friðleifsdóttir hefur þótt vera í erfiðri stöðu í ljósi þess að það er hennar ráðuneyti sem fer til Sjálfstæðisflokksins. Á móti er hins vegar á það bent að hún kemur úr stærsta kjördæmi Framsóknar, er ritari flokksins og með sterkt bakland í kvennahreyfingunni. Siv segir sjálf að endanleg ákvörðun hafi ekki verið tekin. Hún hefur alla tíð sagt að hún hafi ekki áhuga á að hætta sem ráðherra. Það segir reyndar enginn. Árni Magnússon þykir ósnertanlegur þótt hann sé glænýr og komi úr Reykjavík, líkt og formaðurinn. Tveir ráðherrar Framsóknar koma úr Norðausturkjördæmi, Valgerður Sverrisdóttir og Jón Kristjánsson. Staða Valgerðar þykir sterkari en Jóns. Jón sagði í samtali við fréttastofu að hann vildi vera áfram ráðherra. Hann sé búinn að taka áttir í heilbrigðisráðuneytinu og telji sig geta gert þar gagn. Hann muni hins vegar bíða þess sem verða vilji. Sú ákveðna auðmýkt sem birtist í þessu svari er einmitt talin geta orðið honum að falli. Ljóst er að Framsóknarflokkurinn má ekki við fleiri þingmönnum sem fylgja frekar eigin skoðunum en flokksforystunnar. Jóni Kristjánssyni hefur hins vegar tekist hið ómögulega - það er, að vera svo gott sem óumdeildur ráðherra í fjárfrekasta ráðuneytinu. Ákvörðunar Halldórs Ásgrímssonar er ekki að vænta fyrr en stuttu fyrir skiptin 15. september - hvað sem hann ákveður verður umdeilt og hví leyfa óánægju að krauma? Þá þykir ekki góð reynsla af því að láta ráðherra sitja áfram þegar búið er að taka undan þeim stólinn. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Sjá meira
Staða Jóns Kristjánssonar innan ríkisstjórnarinnar þykir síst sterkari en Sivjar Friðleifsdóttur. Enn mega þau þó bíða þess að Halldór Ásgrímsson deili ákvörðun sinni því ólíklegt er að hún verði tilkynnt þennan mánuðinn. Rétt rúmur mánuður er þar til Halldór Ásgrímsson tekur við lyklavöldum í stjórnarráðinu í skiptum fyrir umhverfisráðuneytið. Töluverðrar spennu gætir í Framsóknarflokknum og víðar um það hvaða ráðherra Framsóknar verði látinn kveðja ríkisstjórnina. Siv Friðleifsdóttir hefur þótt vera í erfiðri stöðu í ljósi þess að það er hennar ráðuneyti sem fer til Sjálfstæðisflokksins. Á móti er hins vegar á það bent að hún kemur úr stærsta kjördæmi Framsóknar, er ritari flokksins og með sterkt bakland í kvennahreyfingunni. Siv segir sjálf að endanleg ákvörðun hafi ekki verið tekin. Hún hefur alla tíð sagt að hún hafi ekki áhuga á að hætta sem ráðherra. Það segir reyndar enginn. Árni Magnússon þykir ósnertanlegur þótt hann sé glænýr og komi úr Reykjavík, líkt og formaðurinn. Tveir ráðherrar Framsóknar koma úr Norðausturkjördæmi, Valgerður Sverrisdóttir og Jón Kristjánsson. Staða Valgerðar þykir sterkari en Jóns. Jón sagði í samtali við fréttastofu að hann vildi vera áfram ráðherra. Hann sé búinn að taka áttir í heilbrigðisráðuneytinu og telji sig geta gert þar gagn. Hann muni hins vegar bíða þess sem verða vilji. Sú ákveðna auðmýkt sem birtist í þessu svari er einmitt talin geta orðið honum að falli. Ljóst er að Framsóknarflokkurinn má ekki við fleiri þingmönnum sem fylgja frekar eigin skoðunum en flokksforystunnar. Jóni Kristjánssyni hefur hins vegar tekist hið ómögulega - það er, að vera svo gott sem óumdeildur ráðherra í fjárfrekasta ráðuneytinu. Ákvörðunar Halldórs Ásgrímssonar er ekki að vænta fyrr en stuttu fyrir skiptin 15. september - hvað sem hann ákveður verður umdeilt og hví leyfa óánægju að krauma? Þá þykir ekki góð reynsla af því að láta ráðherra sitja áfram þegar búið er að taka undan þeim stólinn.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Sjá meira