Dregið í bikarnum hjá konunum 6. ágúst 2004 00:01 Dregið var í undanúrslitum bikarkeppninnar í knattspyrnu í hádeginu í dag. Hjá konunum drógust saman bikarmeistarar Vals og Íslandsmeistarar KR og fer leikurinn fram á Hlíðarenda. Í Vestmannaeyjum mætast svo ÍBV og Stjarnan. Leikirnir fara fram 31. ágúst og hefjast klukkan 17.30. Úrslitaleikurinn verður háður 11. september. Fréttablaðið var á staðnum og spjallaði við fulltrúa liðanna eftir að ljóst var hvaða lið myndu mætast. Fulltrúi frá ÍBV var ekki á fundinum. Auður Skúladóttir, þjálfari og fyrirliði Stjörnustúlkna, var ekkert alltof kát en sagði lítið duga að væla: "Við hefðum auðvitað viljað fá heimaleik enda aldrei auðvelt að spila í Eyjum. Við fengum stóran skell þegar við spiluðum þar síðast og okkar markmið er fyrst og fremst að gera betur en þá. þetta er hins vegar bara einn leikur og það getur auðvitað allt gerst í bikarnum og við getum ekki gert neitt annað en að vona það besta." Maður vill alltaf heimaleik í bikarnum en það er ekki á allt kosið í þessu," sagði Halldóra Björk Sigurðardóttir, þjálfari KR-stelpna, og bætti við: "Hins vegar eru allir andstæðingar erfiðir þegar komið er svo langt í keppninni. Við eigum harma að hefna á Hlíðarenda frá því fyrr í sumar og viljum gjarnan kvitta fyrir það. Það er á hreinu að við stefnum ótrauðar á að fara alla leið í bikarnum og við höfum alla burði til þess - engin spurning," sagði Halldóra. Íris Andrésdóttir er fyrirliði bikarmeistara Vals og hún var á því að sitt lið gerði tilkall til beggja stóru titlanna sem í boði eru: "Okkar markmið er að gera betur en í fyrra og við náum því aðeins með því að sigra bæði á Íslandsmótinu og í bikarkeppninni. Við teljum okkur með besta liðið en skulum samt spyrja að leikslokum. Eins og staðan er í dag eru allir leikmenn heilir og við höfum verið að endurheimta leikmenn úr meiðslum, þannig að ef eitthvað er erum við að styrkjast. Hins vegar er KR-liðið mjög verðugur andstæðingur og það er alltaf erfitt að spila á móti þeim," sagði Íris Andrésdóttir. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Fótbolti Fleiri fréttir Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Dagskrá: Þakkargjörðarleikir NFL, Big Ben og Blikar á móti Loga í Laugardal „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu „Aðeins örðuvísi stemning en hefur verið í síðustu leikjum“ Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Serbarnir unnu með tólf mörkum Valskonur á mikilli siglingu Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Sjá meira
Dregið var í undanúrslitum bikarkeppninnar í knattspyrnu í hádeginu í dag. Hjá konunum drógust saman bikarmeistarar Vals og Íslandsmeistarar KR og fer leikurinn fram á Hlíðarenda. Í Vestmannaeyjum mætast svo ÍBV og Stjarnan. Leikirnir fara fram 31. ágúst og hefjast klukkan 17.30. Úrslitaleikurinn verður háður 11. september. Fréttablaðið var á staðnum og spjallaði við fulltrúa liðanna eftir að ljóst var hvaða lið myndu mætast. Fulltrúi frá ÍBV var ekki á fundinum. Auður Skúladóttir, þjálfari og fyrirliði Stjörnustúlkna, var ekkert alltof kát en sagði lítið duga að væla: "Við hefðum auðvitað viljað fá heimaleik enda aldrei auðvelt að spila í Eyjum. Við fengum stóran skell þegar við spiluðum þar síðast og okkar markmið er fyrst og fremst að gera betur en þá. þetta er hins vegar bara einn leikur og það getur auðvitað allt gerst í bikarnum og við getum ekki gert neitt annað en að vona það besta." Maður vill alltaf heimaleik í bikarnum en það er ekki á allt kosið í þessu," sagði Halldóra Björk Sigurðardóttir, þjálfari KR-stelpna, og bætti við: "Hins vegar eru allir andstæðingar erfiðir þegar komið er svo langt í keppninni. Við eigum harma að hefna á Hlíðarenda frá því fyrr í sumar og viljum gjarnan kvitta fyrir það. Það er á hreinu að við stefnum ótrauðar á að fara alla leið í bikarnum og við höfum alla burði til þess - engin spurning," sagði Halldóra. Íris Andrésdóttir er fyrirliði bikarmeistara Vals og hún var á því að sitt lið gerði tilkall til beggja stóru titlanna sem í boði eru: "Okkar markmið er að gera betur en í fyrra og við náum því aðeins með því að sigra bæði á Íslandsmótinu og í bikarkeppninni. Við teljum okkur með besta liðið en skulum samt spyrja að leikslokum. Eins og staðan er í dag eru allir leikmenn heilir og við höfum verið að endurheimta leikmenn úr meiðslum, þannig að ef eitthvað er erum við að styrkjast. Hins vegar er KR-liðið mjög verðugur andstæðingur og það er alltaf erfitt að spila á móti þeim," sagði Íris Andrésdóttir.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Fótbolti Fleiri fréttir Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Dagskrá: Þakkargjörðarleikir NFL, Big Ben og Blikar á móti Loga í Laugardal „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu „Aðeins örðuvísi stemning en hefur verið í síðustu leikjum“ Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Serbarnir unnu með tólf mörkum Valskonur á mikilli siglingu Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Sjá meira