Dreifir Mentosi um borg og bæ 6. ágúst 2004 00:01 Bryndís Helgadóttir er átján ára stúlka sem vinnur við það tímabundið að ganga í fyrirtæki og gefa Mentos andremmueyði. Hún vinnur fyrir auglýsingaskrifstofuna Vatikanið í stórri markaðsherferð fyrir Mentos og hefur einnig leikið í auglýsingu fyrir þessa sömu herferð. "Ég hringi í fyrirtækin áður en ég heimsæki þau og fæ leyfi til þess að koma og dreifa Mentosi. Þetta er alveg þvílík gleði og mjög gaman. Ég er búin að kynnast mjög mörgu fólki í kringum þessa herferð og það er allt frábært," segir Bryndís. "Ég sat á kaffihúsi einn daginn og hitti þá strák sem ég kannast við og vinnur hjá Vatikaninu. Hann tók mynd af mér og þannig var ég komin á skrá. Síðan var hringt í mig fyrr í sumar og mér boðið að vera í auglýsingunni. Ég sá ekki eftir því það var gaman að vera í auglýsingunni. Ég lít ekki á þetta beint sem vinnu heldur meira sem skemmtun. Þetta er líka stuttur og góður vinnutími þar sem ég vinn bara frá tíu á morgnana til tvö á daginn," segir Bryndís en hún dreifir Mentosinu aðeins í rúma viku. "Ég veit svo sem ekki hvað bíður mín næst en mér hefur allavega fundist mjög gaman hingað til þannig að ég væri til í að vinna meira í þessari herferð. Annars er ég að vinna hjá móður minni sem á fyrirtæki sem flytur inn finnsk lyf og selur í öll helstu apótek á landinu. Þar sé ég um að allar sendingar fari á réttan stað og sinni líka afgreiðslu." Aðspurð um hvort hún vilji leggja módelbransann fyrir sig þá útilokar Bryndís það ekki. "Það voru teknar myndir af mér í tískuþátt í Kvennaskólanum í Reykjavík, þar sem ég stunda nám. Mér fannst það mjög gaman en hugsaði ekki meira út í það fyrr en mér bauðst að leika í Mentos auglýsingunni. Ég held að þetta yrði varla aðalstarfið mitt en svo lengi sem þetta er gaman þá er ég alveg til í það." lilja@frettabladid.is Atvinna Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Bryndís Helgadóttir er átján ára stúlka sem vinnur við það tímabundið að ganga í fyrirtæki og gefa Mentos andremmueyði. Hún vinnur fyrir auglýsingaskrifstofuna Vatikanið í stórri markaðsherferð fyrir Mentos og hefur einnig leikið í auglýsingu fyrir þessa sömu herferð. "Ég hringi í fyrirtækin áður en ég heimsæki þau og fæ leyfi til þess að koma og dreifa Mentosi. Þetta er alveg þvílík gleði og mjög gaman. Ég er búin að kynnast mjög mörgu fólki í kringum þessa herferð og það er allt frábært," segir Bryndís. "Ég sat á kaffihúsi einn daginn og hitti þá strák sem ég kannast við og vinnur hjá Vatikaninu. Hann tók mynd af mér og þannig var ég komin á skrá. Síðan var hringt í mig fyrr í sumar og mér boðið að vera í auglýsingunni. Ég sá ekki eftir því það var gaman að vera í auglýsingunni. Ég lít ekki á þetta beint sem vinnu heldur meira sem skemmtun. Þetta er líka stuttur og góður vinnutími þar sem ég vinn bara frá tíu á morgnana til tvö á daginn," segir Bryndís en hún dreifir Mentosinu aðeins í rúma viku. "Ég veit svo sem ekki hvað bíður mín næst en mér hefur allavega fundist mjög gaman hingað til þannig að ég væri til í að vinna meira í þessari herferð. Annars er ég að vinna hjá móður minni sem á fyrirtæki sem flytur inn finnsk lyf og selur í öll helstu apótek á landinu. Þar sé ég um að allar sendingar fari á réttan stað og sinni líka afgreiðslu." Aðspurð um hvort hún vilji leggja módelbransann fyrir sig þá útilokar Bryndís það ekki. "Það voru teknar myndir af mér í tískuþátt í Kvennaskólanum í Reykjavík, þar sem ég stunda nám. Mér fannst það mjög gaman en hugsaði ekki meira út í það fyrr en mér bauðst að leika í Mentos auglýsingunni. Ég held að þetta yrði varla aðalstarfið mitt en svo lengi sem þetta er gaman þá er ég alveg til í það." lilja@frettabladid.is
Atvinna Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira