"Viljugir sem og óviljugir" 5. ágúst 2004 00:01 Það er ekki hægt að segja annað en að nýjasta heimildarmynd Michael Moore hafi gert mig þunglyndan. Framtíðin er ekki björt þegar valdamestu menn heimsins virðast vera upp til hópa öfga hægrimenn sem stjórnast af mammón, ofsafenginni þjóðerniskennd og blindri réttsýni. Það bætir síðan gráu ofan á svart að fylgjast með núverandi forseta Bandaríkjanna við hin ýmsu tækifæri í rúma tvo klukkutíma og sannfærast betur og betur um að það sé enginn heima þarna uppi. Þrátt fyrir dómsdagsstemningu myndarinnar er hún virkilega fyndin (hláturinn jaðrar á köflum við að vera hysterískur) og einstaklega vel gerð. Það er enginn jafn góður að mata mann á upplýsingum og Michael Moore. Galdurinn liggur í framsetningu efnisins þar sem kaldhæðni, kímni og miskunnarlaus raunveruleiki blandast saman í magnaðan kokteil. Auðvitað hagræðir Moore þessu öllu þannig að áhrifin verði sem mest, enda er hann enginn hreintrúamaður þegar kemur að heimildarmyndagerð heldur hugsjónamaður með brennandi þörf til að koma skilaboðum sínum á framfæri. Sumar kenningarnar í myndinni eru langsóttar og samsæristemning með snert af ofsóknaræði liggur í loftinu en það verður ekki hjá því komist að meginþorri upplýsingana eru dagsannar og á sama tíma hrikalegar. Íraksstríðshluti myndarinnar er gífurlega áhrifamikill og lætur, vonandi, engan eftir ósnortinn. Það að Íslendingar eru "í hópi hinu viljugu" gerir það að verkum að Fahrenheit 9/11 verður sjálfvirkt skylduáhorf hér á landi og hvet ég alla, viljuga sem óviljuga, til að fara á þessa áhrifamiklu og ógleymanlegu heimildarmynd. Kristófer Dignus Fahrenheit 9/11 Leikstjóri: Michael Moore Bíó og sjónvarp Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Fleiri fréttir Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Það er ekki hægt að segja annað en að nýjasta heimildarmynd Michael Moore hafi gert mig þunglyndan. Framtíðin er ekki björt þegar valdamestu menn heimsins virðast vera upp til hópa öfga hægrimenn sem stjórnast af mammón, ofsafenginni þjóðerniskennd og blindri réttsýni. Það bætir síðan gráu ofan á svart að fylgjast með núverandi forseta Bandaríkjanna við hin ýmsu tækifæri í rúma tvo klukkutíma og sannfærast betur og betur um að það sé enginn heima þarna uppi. Þrátt fyrir dómsdagsstemningu myndarinnar er hún virkilega fyndin (hláturinn jaðrar á köflum við að vera hysterískur) og einstaklega vel gerð. Það er enginn jafn góður að mata mann á upplýsingum og Michael Moore. Galdurinn liggur í framsetningu efnisins þar sem kaldhæðni, kímni og miskunnarlaus raunveruleiki blandast saman í magnaðan kokteil. Auðvitað hagræðir Moore þessu öllu þannig að áhrifin verði sem mest, enda er hann enginn hreintrúamaður þegar kemur að heimildarmyndagerð heldur hugsjónamaður með brennandi þörf til að koma skilaboðum sínum á framfæri. Sumar kenningarnar í myndinni eru langsóttar og samsæristemning með snert af ofsóknaræði liggur í loftinu en það verður ekki hjá því komist að meginþorri upplýsingana eru dagsannar og á sama tíma hrikalegar. Íraksstríðshluti myndarinnar er gífurlega áhrifamikill og lætur, vonandi, engan eftir ósnortinn. Það að Íslendingar eru "í hópi hinu viljugu" gerir það að verkum að Fahrenheit 9/11 verður sjálfvirkt skylduáhorf hér á landi og hvet ég alla, viljuga sem óviljuga, til að fara á þessa áhrifamiklu og ógleymanlegu heimildarmynd. Kristófer Dignus Fahrenheit 9/11 Leikstjóri: Michael Moore
Bíó og sjónvarp Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Fleiri fréttir Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira