Clinton fagnað gríðarlega 27. júlí 2004 00:01 Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, og Hillary Clinton, kona hans og þingmaður í New York ríki, töluðu á flokksþingi demókrata í gær. Ingólfur Bjarni Sigfússon fréttamaður sótti fundinn og að hans sögn ætlaði allt um koll að keyra þegar Clinton steig í pontu. Stjarna fyrsta kvölds flokksþings demókrata í Boston var Bill Clinton og raunar fylgdi Hillary fast á hæla honum. Í hvert skipti sem nöfn þeirra voru nefnd, ærðist nánast múgurinn og fagnaði mjög. Clinton var í fluggír og skilaboð hans féllu vel í kramið. „Þeir ákváðu að notfæra sér þessa sameiningarstund til að þoka landinu of langt til hægri og yfirgefa bandamenn okkar,“ sagði Clinton. „Ekki eingöngu með því að ráðast á Írak áður en vopnaeftirlitsmenn luku störfum sínum heldur neituðu þeir líka að styðja loftslagssamninginn, alþjóðlega stríðsglæpadómstólinn og samningana um fækkun skotflauga og bann við kjarnorkutilraunum.“ Stjórn og stefna George Bush forseta voru gagnrýnd, þó oftast án þess að nefna Bush sjálfan á nafn. Hamrað var á því að John Kerry væri betri og sterkari leiðtogi sem gæti stýrt Bandaríkjunum en kannanir benda einmitt til þess að almenningur hafi ekki ennþá gert upp hug sinn um hvort Kerry yrði góður yfirmaður heraflans. Gærkvöldið tókst vel að mati stjórnmálaskýrenda og fyrir vikið vex þrýstingurinn á Kerry að standa sig vel á fimmtudaginn þegar hann flytur ræðu. Stemningin í Boston er mikil og andrúmsloftið er merkilega afslappað miðað við að óttinn við hryðjuverk er gríðarlegur, bæði árásir Al-Kaída og innlendra stjórnleysingja. Lögreglan er þó á hverju horni og þegar farið er inn í Freet-höllina þar sem flokksþingið er haldið er það eins og að fara í gegnum stranga leit á flugvelli. Allt gengur þetta þó hratt og vel fyrir sig og fréttamenn fá ótrúlega góðan aðgang. Í kvöld stíga á stokk tveir traustir demókratar og svo tvö andlit sem rétt er að fylgjast með. Annars vegar er það eiginkona Kerrys, Theresa Heinz Kerry, sem þykir býsna yfirlýsingaglöð, og hins vegar Barago Bama(?) sem er öruggur um þingæti í haust. Hann er svartur mannréttindalögfræðingur sem þykir hafa allmikla persónutöfra og margir demókratar gera sér von um að hann verði, áður en langt um líður, fyrsti þeldökki forseti Bandaríkjanna. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Fleiri fréttir Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Sjá meira
Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, og Hillary Clinton, kona hans og þingmaður í New York ríki, töluðu á flokksþingi demókrata í gær. Ingólfur Bjarni Sigfússon fréttamaður sótti fundinn og að hans sögn ætlaði allt um koll að keyra þegar Clinton steig í pontu. Stjarna fyrsta kvölds flokksþings demókrata í Boston var Bill Clinton og raunar fylgdi Hillary fast á hæla honum. Í hvert skipti sem nöfn þeirra voru nefnd, ærðist nánast múgurinn og fagnaði mjög. Clinton var í fluggír og skilaboð hans féllu vel í kramið. „Þeir ákváðu að notfæra sér þessa sameiningarstund til að þoka landinu of langt til hægri og yfirgefa bandamenn okkar,“ sagði Clinton. „Ekki eingöngu með því að ráðast á Írak áður en vopnaeftirlitsmenn luku störfum sínum heldur neituðu þeir líka að styðja loftslagssamninginn, alþjóðlega stríðsglæpadómstólinn og samningana um fækkun skotflauga og bann við kjarnorkutilraunum.“ Stjórn og stefna George Bush forseta voru gagnrýnd, þó oftast án þess að nefna Bush sjálfan á nafn. Hamrað var á því að John Kerry væri betri og sterkari leiðtogi sem gæti stýrt Bandaríkjunum en kannanir benda einmitt til þess að almenningur hafi ekki ennþá gert upp hug sinn um hvort Kerry yrði góður yfirmaður heraflans. Gærkvöldið tókst vel að mati stjórnmálaskýrenda og fyrir vikið vex þrýstingurinn á Kerry að standa sig vel á fimmtudaginn þegar hann flytur ræðu. Stemningin í Boston er mikil og andrúmsloftið er merkilega afslappað miðað við að óttinn við hryðjuverk er gríðarlegur, bæði árásir Al-Kaída og innlendra stjórnleysingja. Lögreglan er þó á hverju horni og þegar farið er inn í Freet-höllina þar sem flokksþingið er haldið er það eins og að fara í gegnum stranga leit á flugvelli. Allt gengur þetta þó hratt og vel fyrir sig og fréttamenn fá ótrúlega góðan aðgang. Í kvöld stíga á stokk tveir traustir demókratar og svo tvö andlit sem rétt er að fylgjast með. Annars vegar er það eiginkona Kerrys, Theresa Heinz Kerry, sem þykir býsna yfirlýsingaglöð, og hins vegar Barago Bama(?) sem er öruggur um þingæti í haust. Hann er svartur mannréttindalögfræðingur sem þykir hafa allmikla persónutöfra og margir demókratar gera sér von um að hann verði, áður en langt um líður, fyrsti þeldökki forseti Bandaríkjanna.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Fleiri fréttir Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Sjá meira