Aftur hlýtt og bjart um bæinn 20. júlí 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Það eru áreiðanlega engar ýkjur að segja að með afturköllun fjölmiðlalaganna sé þungu fargi létt af þjóðinni allri. Þetta mál hefur á undanförnum mánuðum spillt andrúmsloftinu í þjóðfélaginu, skapað erjur milli samherja og vík milli vina, og kallað fram óþægilegar endurminningar þeirra tíma þegar flokkadrættir voru meiri en verið hefur um langt árabil. Því eru takmörk sett hve okkar fámenna þjóðfélag þolir af slíkum átökum. Afturköllunin var viturleg ákvörðun og stækkar þá stjórnmálamenn sem höfðu forystu um hana. Nú hvílir sú skylda á öðrum málsaðilum að leggja sitt af mörkum, hverjum með sínum hætti, til að þjóðlífið jafni sig eftir átökin og tóm gefist til að sinna þeim fjölmörgu aðkallandi úrlausnarefnum sem legið hafa í láginni meðan tekist var á um fjölmiðlalöggjöfina. Vissulega er lögfræðilegur efi um það hvort heimilt sé að víkja sér undan þjóðaratkvæðagreiðslu með þeim hætti sem ríkisstjórnin leggur til eftir að forseti hefur synjað lögunum staðfestingar. En eins og málum er nú komið er eðlilegast að í stað þess að lagaspekingar þræti um túlkun stjórnarskrárinnar eða málið fari fyrir dómstóla kveði Alþingi sjálft upp úr um völd forsetans og leggi þá niðurstöðu síðan í dóm þjóðarinnar. Verði niðurstaðan sú að leggja til að embætti forseta Íslands verði framvegis eingöngu táknræn tignarstaða, eins og sterk rök hníga að, er óhjákvæmilegt að þjóðinni verði jafnhliða tryggður réttur í stjórnarskrá til að segja álit sitt í umdeildum álitamálum í almennri atkvæðagreiðslu. Verði það ekki gert er hætt við að enginn friður verði um breytingar á stjórnarskránni. Þó að ekki hafi verið uppörvandi að karpa um sama málefnið fram og aftur í þrjá mánuði hafa umræðurnar um fjölmiðlamálið síður en svo verið gagnslausar. Mikilvægast er kannski að umræðurnar hafa minnt stjórnmálamenn á að þeir þurfa að taka tillit til vilja kjósenda eins og hann endurspeglast í þjóðfélagsumræðunni, mótmælaaðgerðum og virkri þátttöku á annan hátt. Stjórnmálamenn hafa ekki takmarkalaust vald á milli kosninga þótt þeir myndi meirihluta á Alþingi. Segja má að í fjölmiðlamálinu hafi lýðræði styrkst í sessi á kostnað foringja-, ráðherra- og flokksræðis. Hvort það er stundarárangur en ávinningur til lengri tíma er of snemmt að segja til um. En yfir lyktum málsins eins og þau blasa nú við er tilefni til að gleðjast og taka undir með skáldinu Tómasi Guðmundssyni sem kvað:Nú verður aftur hlýtt og bjart um bæinn.Af bernskuglöðum hlátri strætið ómar,því vorið kemur sunnan yfir sæinn.Sjá, sólskinið á gangstéttunum ljómar.Og daprar sálir söngvar vorsins yngja.Og svo er mikill ljóssins undrakraftur,að jafnvel gamlir símastaurar syngjaí sólskininu og verða grænir aftur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Það eru áreiðanlega engar ýkjur að segja að með afturköllun fjölmiðlalaganna sé þungu fargi létt af þjóðinni allri. Þetta mál hefur á undanförnum mánuðum spillt andrúmsloftinu í þjóðfélaginu, skapað erjur milli samherja og vík milli vina, og kallað fram óþægilegar endurminningar þeirra tíma þegar flokkadrættir voru meiri en verið hefur um langt árabil. Því eru takmörk sett hve okkar fámenna þjóðfélag þolir af slíkum átökum. Afturköllunin var viturleg ákvörðun og stækkar þá stjórnmálamenn sem höfðu forystu um hana. Nú hvílir sú skylda á öðrum málsaðilum að leggja sitt af mörkum, hverjum með sínum hætti, til að þjóðlífið jafni sig eftir átökin og tóm gefist til að sinna þeim fjölmörgu aðkallandi úrlausnarefnum sem legið hafa í láginni meðan tekist var á um fjölmiðlalöggjöfina. Vissulega er lögfræðilegur efi um það hvort heimilt sé að víkja sér undan þjóðaratkvæðagreiðslu með þeim hætti sem ríkisstjórnin leggur til eftir að forseti hefur synjað lögunum staðfestingar. En eins og málum er nú komið er eðlilegast að í stað þess að lagaspekingar þræti um túlkun stjórnarskrárinnar eða málið fari fyrir dómstóla kveði Alþingi sjálft upp úr um völd forsetans og leggi þá niðurstöðu síðan í dóm þjóðarinnar. Verði niðurstaðan sú að leggja til að embætti forseta Íslands verði framvegis eingöngu táknræn tignarstaða, eins og sterk rök hníga að, er óhjákvæmilegt að þjóðinni verði jafnhliða tryggður réttur í stjórnarskrá til að segja álit sitt í umdeildum álitamálum í almennri atkvæðagreiðslu. Verði það ekki gert er hætt við að enginn friður verði um breytingar á stjórnarskránni. Þó að ekki hafi verið uppörvandi að karpa um sama málefnið fram og aftur í þrjá mánuði hafa umræðurnar um fjölmiðlamálið síður en svo verið gagnslausar. Mikilvægast er kannski að umræðurnar hafa minnt stjórnmálamenn á að þeir þurfa að taka tillit til vilja kjósenda eins og hann endurspeglast í þjóðfélagsumræðunni, mótmælaaðgerðum og virkri þátttöku á annan hátt. Stjórnmálamenn hafa ekki takmarkalaust vald á milli kosninga þótt þeir myndi meirihluta á Alþingi. Segja má að í fjölmiðlamálinu hafi lýðræði styrkst í sessi á kostnað foringja-, ráðherra- og flokksræðis. Hvort það er stundarárangur en ávinningur til lengri tíma er of snemmt að segja til um. En yfir lyktum málsins eins og þau blasa nú við er tilefni til að gleðjast og taka undir með skáldinu Tómasi Guðmundssyni sem kvað:Nú verður aftur hlýtt og bjart um bæinn.Af bernskuglöðum hlátri strætið ómar,því vorið kemur sunnan yfir sæinn.Sjá, sólskinið á gangstéttunum ljómar.Og daprar sálir söngvar vorsins yngja.Og svo er mikill ljóssins undrakraftur,að jafnvel gamlir símastaurar syngjaí sólskininu og verða grænir aftur.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar