Milljarðatugir í húfi 17. júlí 2004 00:01 Spara má milljarða króna árlega með skilvirkri stjórn opinberra stofnana. Slík er reynsla Breta sem gefur vísbendingar um að ná megi fram miklum sparnaði hér. "Ein regla sem Bretar eru að sjá er að ef starfsemin er skilvirk og hluti hennar boðinn út þá ná stjórnvöld að minnsta kosti 15 prósenta sparnaði," segir Þór Sigfússon, framkvæmdastjóri Verslunarráðs Íslands, um mögulegan sparnað í rekstri opinberra stofnana. Þór segir nokkur atriði sem gott sé að hafa í huga þegar kemur að því að tryggja skilvirkni stofnana og sparnað í rekstri þeirra. "Það er alltaf talað um hvað eigi að gera við þessar stofnanir sem fara ár eftir ár fram úr. Nú er búið að leggja til að það sé auðveldara að segja upp almennum starfsmönnum ríkisins. Við teljum að það sé mjög eðlilegt að það séu líka aukið svigrúm til að segja upp forstöðumönnum stofnana standi þeir ekki sína plikt," segir Þór og bætir við að breyta ætti lögum þannig að enginn vafi leiki á að "ef forstöðumenn eru með framúrkeyrslu ár eftir ár, eru áskrifendur að umframfjárlögum, þá eigi að vera hægt að segja þeim upp". Annað sem málið snýr að eru stofnanirnar sjálfar. "Það hefur gengið langbest að fækka stofnunum. Þær eignast sitt eigið líf oft á tíðum," segir Þór. Þór segir erfitt að tiltaka ákveðna tölu um ákveðinn sparnað þar sem sumar stofnanir séu vel reknar og haldið innan fjárheimilda meðan aðrar keyri aftur og aftur fram úr fjárlögum. "Á stofnanaþættinum gæti þetta verið allt að tuttugu milljarðar. Það gæti náðst slíkur sparnaður ef það yrði farið í þetta ferli. "Viðskiptalífið er að gera þetta hvern einasta dag. Ef þetta væri Íslands hf.: Hvað myndum við gera til að ná endum saman? Það er ekkert endilega að það þurfi að hækka skatta heldur má skoða miklu fremur gjöldin. Þar má gera mikið, mikið betur. Það er bara ekki í tísku núna, því miður, að fást við útgjöld," segir Þór. Innlent Stj.mál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
Spara má milljarða króna árlega með skilvirkri stjórn opinberra stofnana. Slík er reynsla Breta sem gefur vísbendingar um að ná megi fram miklum sparnaði hér. "Ein regla sem Bretar eru að sjá er að ef starfsemin er skilvirk og hluti hennar boðinn út þá ná stjórnvöld að minnsta kosti 15 prósenta sparnaði," segir Þór Sigfússon, framkvæmdastjóri Verslunarráðs Íslands, um mögulegan sparnað í rekstri opinberra stofnana. Þór segir nokkur atriði sem gott sé að hafa í huga þegar kemur að því að tryggja skilvirkni stofnana og sparnað í rekstri þeirra. "Það er alltaf talað um hvað eigi að gera við þessar stofnanir sem fara ár eftir ár fram úr. Nú er búið að leggja til að það sé auðveldara að segja upp almennum starfsmönnum ríkisins. Við teljum að það sé mjög eðlilegt að það séu líka aukið svigrúm til að segja upp forstöðumönnum stofnana standi þeir ekki sína plikt," segir Þór og bætir við að breyta ætti lögum þannig að enginn vafi leiki á að "ef forstöðumenn eru með framúrkeyrslu ár eftir ár, eru áskrifendur að umframfjárlögum, þá eigi að vera hægt að segja þeim upp". Annað sem málið snýr að eru stofnanirnar sjálfar. "Það hefur gengið langbest að fækka stofnunum. Þær eignast sitt eigið líf oft á tíðum," segir Þór. Þór segir erfitt að tiltaka ákveðna tölu um ákveðinn sparnað þar sem sumar stofnanir séu vel reknar og haldið innan fjárheimilda meðan aðrar keyri aftur og aftur fram úr fjárlögum. "Á stofnanaþættinum gæti þetta verið allt að tuttugu milljarðar. Það gæti náðst slíkur sparnaður ef það yrði farið í þetta ferli. "Viðskiptalífið er að gera þetta hvern einasta dag. Ef þetta væri Íslands hf.: Hvað myndum við gera til að ná endum saman? Það er ekkert endilega að það þurfi að hækka skatta heldur má skoða miklu fremur gjöldin. Þar má gera mikið, mikið betur. Það er bara ekki í tísku núna, því miður, að fást við útgjöld," segir Þór.
Innlent Stj.mál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira