Fagna ummælum ráðherra 14. júlí 2004 00:01 Páll Skúlason, rektor Háskóla Íslands, og Jarþrúður Ásmundsdóttir, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, fagna bæði ummælum Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra um að ekki beri að innheimta skólagjöld í grunnnámi á háskólastigi. "Það eru margir í Háskólanum sammála þessari afstöðu að það sé rétt að vera ekki að taka upp skólagjöld í grunnnáminu en það horfi öðruvísi við varðandi meistara- og doktorsnámið," segir Páll Skúlason rektor. Hann segir að eina tillagan sem hafi verið lögð fram um skólagjöld í Háskólanum sé tillaga frá viðskipta- og hagfræðideild um að óskað verði heimildar til upptöku skólagjalda í framhaldsnámi. "Við höfum frestað þeirri umræðu og núna kemur ráðherrann með þessa skoðun sem er ákveðin vísbending," segir hann. Jarþrúður segir ummæli ráðherrans vera áfangasigur fyrir stúdenta við Háskóla Íslands sem hafi beitt sér af hörku gegn skólagjöldum. "Við höfum komið með málefnaleg rök í umræðuna, bent á lausnir sem gætu tryggt skólanum eðlilegan rekstrargrundvöll," segir hún. "Við teljum okkur hafa náð eyrum ráðamanna í málinu. Það hefði verið mjög einfalt og auðvelt fyrir okkur að heimta bara meiri peninga í málaflokkinn en við teljum að Stúdentaráð, undir forystu Vöku, hafi nálgast málið af meiri ábyrgð en áður og komið fram bæði með hugmyndir og rök máli okkar til stuðnings," segir Jarþrúður. Hún segir að næsta skref sé að skoða það sem koma muni út úr sérstakri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Háskóla Íslands. Jarþrúður segir að á undanförnum árum hafi Háskóli Íslands þurft að mæta síauknum fjölda nemenda með óbreytt fjármagn frá ríkinu. "Ásamt því að bæta rekstrarumhverfið þarf að skoða innviði skólans og fara ofan í hvernig hægt er að standa enn betur að rekstri skólans," segir hún. Hún leggur einnig áherslu á að Háskóli Íslands leiti leiða til þess að auka tekjur sínar. "Við höfum haldið því fram að Háskólinn og háskólafólk eigi að hugsa í lausnum en ekki vandamálum og við teljum að innan öflugs rannsóknarháskóla séu tækifæri til að skapa verðmæti sem hugsanlega gætu nýst Háskóla Íslands betur til tekjuöflunar. Þannig yrðu markmið um sjálfstæði skólans, bæði akademísks og fjárhagslegs, að veruleika," segir Jarþrúður Ásmundsdóttir. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Sjá meira
Páll Skúlason, rektor Háskóla Íslands, og Jarþrúður Ásmundsdóttir, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, fagna bæði ummælum Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra um að ekki beri að innheimta skólagjöld í grunnnámi á háskólastigi. "Það eru margir í Háskólanum sammála þessari afstöðu að það sé rétt að vera ekki að taka upp skólagjöld í grunnnáminu en það horfi öðruvísi við varðandi meistara- og doktorsnámið," segir Páll Skúlason rektor. Hann segir að eina tillagan sem hafi verið lögð fram um skólagjöld í Háskólanum sé tillaga frá viðskipta- og hagfræðideild um að óskað verði heimildar til upptöku skólagjalda í framhaldsnámi. "Við höfum frestað þeirri umræðu og núna kemur ráðherrann með þessa skoðun sem er ákveðin vísbending," segir hann. Jarþrúður segir ummæli ráðherrans vera áfangasigur fyrir stúdenta við Háskóla Íslands sem hafi beitt sér af hörku gegn skólagjöldum. "Við höfum komið með málefnaleg rök í umræðuna, bent á lausnir sem gætu tryggt skólanum eðlilegan rekstrargrundvöll," segir hún. "Við teljum okkur hafa náð eyrum ráðamanna í málinu. Það hefði verið mjög einfalt og auðvelt fyrir okkur að heimta bara meiri peninga í málaflokkinn en við teljum að Stúdentaráð, undir forystu Vöku, hafi nálgast málið af meiri ábyrgð en áður og komið fram bæði með hugmyndir og rök máli okkar til stuðnings," segir Jarþrúður. Hún segir að næsta skref sé að skoða það sem koma muni út úr sérstakri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Háskóla Íslands. Jarþrúður segir að á undanförnum árum hafi Háskóli Íslands þurft að mæta síauknum fjölda nemenda með óbreytt fjármagn frá ríkinu. "Ásamt því að bæta rekstrarumhverfið þarf að skoða innviði skólans og fara ofan í hvernig hægt er að standa enn betur að rekstri skólans," segir hún. Hún leggur einnig áherslu á að Háskóli Íslands leiti leiða til þess að auka tekjur sínar. "Við höfum haldið því fram að Háskólinn og háskólafólk eigi að hugsa í lausnum en ekki vandamálum og við teljum að innan öflugs rannsóknarháskóla séu tækifæri til að skapa verðmæti sem hugsanlega gætu nýst Háskóla Íslands betur til tekjuöflunar. Þannig yrðu markmið um sjálfstæði skólans, bæði akademísks og fjárhagslegs, að veruleika," segir Jarþrúður Ásmundsdóttir.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Sjá meira